MELECHESH Melechesh er hljómsveit sem var stofnuð árið 1993 og er upprunulega frá Ísrael en þeir þurftu að flytja starfsemi sína til Hollands vegna mótmæla strangtrúaðra hópa í heimalandinu. Þar sem trommarinn Lord Curse gat ekki flutt sig þá réðu þeir Proscriptor frá Absu til að sjá um slagverkin. En á nýjustu plötunni Emissaries er trommari að nafni Xul sem hefur áður spilað með böndum á borð við Liar of Golgotha og Thanatos.

Þeir hafa fengið margar skilgreiningar á tónlist sinni, meðal annars Sumerian Thrashing Black Metal, Black/Death/Middle-Eastern Folk Metal og Mesopotamian Black Metal.

Fyrstu plöturnar voru eiginlega pure black metal en síðan hafa þeir þróast mikið. Það má jafnvel helst líkja þeim við bandarísku Black/Thrash sveitina Absu en það sem einkennir Melechesh helst á síðustu plötum er hraðar trommur og nokkuð catchy miðausturlensk, miðjarðarhafs gítarriff í black/death metal stíl.

Meðlimir eru:

Melechesh Ashmedi - Vocals/Guitar/Bass
Moloch - Guitar (Equimanthorn (US))
Al´ Hazred - Bass
Xul - Drums (Thanatos (Hol), ex-Liar of Golgotha, ex-Funeral Winds , ex-Lier in Wait)

Þeir hafa gefið út eftirfarandi:

As Jerusalem Burns… Demo 1995
The Siege of Lachish EP 1996
As Jerusalem Burns…Al´Intisar 1996
promo mcd Demo 1998
Djinn 2001
Sphynx 2003
The Ziggurat Scrolls EP, 2004
Emissaries 2006

Ég mæli eindregið með með Sphynx og Emissaries, alveg hreint frábærar báðar.

Hér er svo upptaka frá Rebirth of the Nemesis af Emissaries plötunni á tónleikum:
http://www.youtube.com/watch?v=7oINMCa_tMY

www.melechesh.com

www.myspace.com/melechesh