Alabama Thunderpussy á Íslandi 23. og 24. október Já, þið heyrðuð rétt.

Það verður sveitt stoner stemning á Gauki á Stöng 23. og 24. október, því þá kemur bandaríska sveitin Alabama Thunderpussy til landsins til að spila á tvennum tónleikum.

Þeir sem þekkja sveitina vita að drengirnir komu til landsins fyrir nokkrum misserum síðan og gerðu allt vitlaust á Grand Rokk. Nú er komið að því að endurtaka leikinn.

Alabama Thunderpussy er ein virtasta stoner-rokk sveitin í bransanum og hefur síðasta plata þeirra, Open Fire, vakið gríðarmikla eftirtekt og fengið þrusudóma. Einn af gagnrýnendum harðkjarna, sem gefur plötunni 9/10 skrifar t.d.:

"…þessir meistarar eru ekki að reyna að finna upp hljóðið, heldur spila bara nákvæmlega það rokk sem þeim sýnist og útkoman er plata sem hefur hreðjar á stærð við kókoshnetur. Það er langt síðan ég hef fengið í hendurnar plötu sem ég get ekki hætt að hækka í í græjunum mínum, og mér bara nákvæmlega sama þótt ég sé örugglega kominn langleiðina með að skemma þær.
[...]
Með “Open Fire” hlýtur það að teljast sem svo að Alabama Thunderpussy tylli sér á toppinn í stoner-rockinu. Krafturinn er í hámarki út í gegn og ég fullyrði að það verður langt þangað til að út kemur rokkplata sem er í sama gæðaflokk og þessi."

Tóndæmi:
http://www.myspace.com/atpva

Video:
http://www.youtube.com/watch?v=Q4M1-Y-DO3k

Heimasíða sveitarinnar: http://www.atprva.com


Upplýsingar um tónleikana!

Þriðjudagur 23. Okt.

Alabama Tunderpussy

Brain Police

Dust Cap

Ekkert aldurstakmark !

Hús opnar kl 18:00

Tónleikar hefjast klukkustund síðar.


Miðvikudagur 24. Okt.

Alabama Thunderpussy

Brain Police

Zodogan

18 ára aldurstakmark !

Hús opnar kl 21:00

Tónleikar hefjast einnig klukkustund síðar.


(Þess má geta í framhjáhlaupi að ég sé ekki um þessa tónleika, er einungis að vekja athygli á þessu hérna)
Resting Mind concerts