Upplýsingar um Loch Vostok Ég vona að allir séu komnir í gírinn fyrir helgina, en þá verða risa-tónleikar Rotting Christ og Loch Vostok hér á landi. Töluvert hefur farið fyrir umfjöllun um Rotting Christ (enda 20 ára sveit) en minna um hina erlendu sveitina, Loch Vostok frá Svíþjóð.

http://www.escapimusic.com/images/artists/lochvostok/image-1.jpg

Loch Vostok var stofnuð 2001 af gítarleikaranum/söngvaranum Teddy Möller (fremstur fyrir miðju á myndinni hér fyrir ofan). Möller þessi er multi-instrumentalist og stofnaði sveitina úr ösku sveitarinnar Mayadome, þar sem hann var trommarinn (og fór alveg á kostum sem slíkur). Möller hefur gert garðinn frægan með ansi mörgum sveitum og þar á meðal old school thrash metal sveitinni F.K.Ü. (Freddy Krugers Underwear) - einnig á trommum og hinni melódíisku Wuthering Heights þar sem kappinn plokkar bassann.

http://www.escapimusic.com/images/artists/lochvostok/image-5.jpg

Sveitin hefur gefið út 2 hljóðversplötur sem hefur leitt til þess að sveitinni hefur m.a. verið í tvígang boðið til þess að hita upp fyrir gamla meistarann King Diamond á Evróputúrum hans. Nýjasta plata þeirra hefur verið að fá þrusudóma í heimspressunni eins og t.d.:

Heavy Metal Universe 6/6
Progressor.net 6/6
Nocturnal Horde Webzine 9½/10
Bright Eyes 12/13
Living For Metal 9/10
Room Thirteen 11/13
Ancient Spirit 8½/10
Behind The Veil 8½/10
Eternal Terror 5/6
Rock n roll experience 5/6

Plötur sveitarinnar eru:
Destruction Time Again - 2006
http://www.lochvostok.com/images/covers/destructiontimeagain.jpg

Dark Logic - 2004
http://www.lochvostok.com/images/covers/darklogic.jpg

Heimasíður sveitarinnar:

www.lochvostok.com
www.myspace.com/lochvostok
Resting Mind concerts