Static-X Mér langar til að fjalla um sögu Static-x minni uppáhalds hljómsveit og vona bara að þið takið vel í það.

Þeir Wayne Static og Ken Jay stofnuðu árið 1994 hljómsveitina Static-x, eftir að Deep Blue Dream sveitin sem þeir voru í hætti.

Fóru þeir strax í að leita að meðlimum í hljómsveitina og byrjuðu þeir í Chicago en eftir misheppnaða leit færðu þeir sig yfir í Los Angeles þar hittu þeir Tony Campos(bassi) og Koichi Fukuda(gítar). Þar með er komin upprunarlega línan í Static-x.

snemma árs 1998 skrifuðu þeir undir hjá Warner Bros. Records og í Mars 1999 gáfu þeir út sína fyrstu plötu Wisconsin Death Trip(að mínu mati er það besta platan með þeim). Hún náði Platínum sölu og hafa þeir ekki en getað toppað þá plötu.

Eftir útgáfu annarrar plötunni Machine sem gefin var út 2001 hætti Koichi Fukuda í bandinu til að sinna fjölskyldunni ásamt öðrum verkefnum.
í hans stað fengu þeir Tripp Eisen sem áður var í Dope.

Þegar þeir voru að byrja á þriðju breiðskífunni hætti Ken Jay í bandinu vegna ólíkra tónlista-og pótitískrar stefnu.
Til þessað spila á trommur meðan upptökum stóð fengu þeir Josh Freese úr A Perfect Circle til að spila á trommurnar.

En svo fengu þeir hann Nick Oshiro sem áður var í Seether til að verða nýji trommuleikarinn hjá þeim.
3. platan heitir Shadow Zone og var gefin út 2003.

árið 2004 gáfu þeir út Beneath…Between…Beyond… sem er svona demo/remixes plata af bestu lögum þeirra.
Héldu nú margir aðdáendur að þarna væru endalok hljómsveitarinnar en sem betur fer var það ekki svo.

Í Febrúar árið 2005 var Tripp Eisen handtekinn vegna kynferðisbrot gagnvart undir lögaldri og var hann í kjölfarið rekinn úr sveitinni.
Kom þá Koichi Fukuda aftur í sveitina.

Í Júní 2005 kom svo platan Start A War og komsta lagið Skinnyman í leikinn Need For Speed:Most Wanted.

Svo á þessu ári í Apríl kom platan Cannibal og er lagið No Submission í myndinni Saw III.

Þær hljómsveitir sem hafa haft hvað mest áhrif á bandið eru Ministry-Prong-Pantera-Type O Negative.

Þeim er einnig líkt við hljómsveitir á borð við White Zombie-Nine Inch Nails-Fear Factory-Danzig-Coal Chamber.

Núverandi Meðlimir:

Wayne Static(Lead Vocals, Guitar, Programming, Keyboard)(1994-)hans rétta nafn er Wayne Richard Wells og ólst hann upp í Shelby, Michigan og hann er grænmetisæta og lagið Cannibal samdi hann með því að horfa á fólk borða kjöt.
Tony Campos(Bass, Backing Vocals)(1994-) sviðnafnið hans er Maldito X(djöfull X)
Koichi Fukuda (Lead Guitar, Programming)(1994-2000;2005-)
Nick Oshiro (Drums)(2003-)

Fyrrverandi meðlimir:
Ken Jay - drums(1994-2002)
Tripp Eisen - lead guitar(2000-2005)Hans rétta nafn er Tod Rex Salvador. Er nú í fangelsi vegna þess að hann hafði mök við stúlku undir lögaldri.Hefur einnig verið í Murderdolls

Aukaefni:
Þegar þeir voru að byrja deildu þeir afingarhúsnæði með Smashing Pumpkins.

Heimildir: Wikipedia.org
Þakka bara fyrir mig Bjarni Lutherss.