Var að skoða á youtube og fann þar nokkur gömul klassísk lög sem ég hlustaði á og sá flest á MTV Headbanger's ball á árunum í kringum 1990.

Þetta eru random lög svona sem ég rakst á í smá brainstorming í dag og eru ekki endilega það sem ég var að fíla alveg best eða eitthvað slíkt. Bara gaman að benda á þetta.

Byrjum á Metal Church - In Harms Way
Fjallar um heimilisofbeldi á mjög svo átakanlegan máta. Frábært lag alveg, og Mike Howe söngvari alveg rosalegur:

http://www.youtube.com/watch?v=JWnw6viTfFE

Annað lag frá Metal Church - Date With Poverty. Sveitin söng mikið um svona þessi þjóðfélagslegu mál á þessum tíma, fátækt og heimilisofbeldi. Frábært lag alveg. Lagið var reyndar alveg það þyngsta sem ég hlustaði á þessum tíma:

http://www.youtube.com/watch?v=SPeinL5J8Dc

Lagið sem ber ábyrgð á því að ég fór að hlusta á tónlist sem var flóknari en hármetallinn er lagið Pull me Under með Dream Theater. Ég man að ég heyrði þetta lag í Headbangers Ball, tók það upp á video (eins og ég gerði við flest video sem voru sýnd í þessum þætti - ég tók samt jafn óðum yfir lög sem ég fílaði ekki), fannst það bara aðeins áhugavert fyrst, ákvað að halda því og hlustaði á það aftur eftir þáttinn… Varð betra og eftir svona 5 hlustanir var ég orðinn hooked. Hljóp út í Japis og keypti Images and Words og eftir það var ekki snúið. Takið eftir Napalm Death bolnum sem James Labrie söngvari er í :)

http://www.youtube.com/watch?v=2pIjHeBbRtY

Svo stuttu síðar kom út myndbandið við lagið Take the Time af sömu plötu. Magnað alveg. Ég var gjörsamlega seldur á snilld þessarar sveitar.

http://www.youtube.com/watch?v=AucteJPUDWQ

Besta lagið þó á Images and Words er lagið Metropolis Part 1. Ef menn efast um snilli þessarar sveitar, þá ráðlegg ég mönnum að hlusta á kaflann frá 4:47 - 8:40. Athugið að þetta er spilað live!

http://www.youtube.com/watch?v=lNp4tMcpM10 (Af Score DVD, frá 2006 líklega)
http://www.youtube.com/watch?v=4CujnKHti5w (þessi útgáfa frá 1995)

Skid Row er nafn sveitar sem gerði allt vitlaust í hard rock heiminum á þessum tíma, og átti 2 risa smelli, Youth Gone Wild og 18 and Life. Mögnuð lög alveg, með alveg klassasöngvara, Sebastian Bach.

Youth Gone Wild:
http://www.youtube.com/watch?v=kQUBL3cnJSU

18 and Life:
http://www.youtube.com/watch?v=i5gVVitKYfU

Á þessum tíma kom sveitin til Íslands og hélt tónleika í Laugardalshöllinni (ég fór ekki og byrjaði að fíla þá cirka about daginn eftir að þeir spiluðu) og við það tækifæri var myndbandið við In a Darkened Room tekið upp. Þið sjáið innviði hallarinnar þegar kameran pannar út í salinn við 1.40 og svo aftur 2:18

http://www.youtube.com/watch?v=oVnKhB3pt4A

Ein sveit sem fangaði gleðina á þessum tíma var sveitin Y & T. Eitt af þeirra smellnari lögum er lagið Summertime Girls. Stórskemmtilegt lag alveg:

http://www.youtube.com/watch?v=sIPNpNKPjdE

Hér er annað lag með þeim, Contagious:

http://www.youtube.com/watch?v=oVnKhB3pt4A

TNT er norsk sveit sem átti plötu sem á tímabili var mín uppáhaldsplata. Það var platan Intuition. Ég get ekki talið hversu oft ég fékk gæsahúð af því að hlusta á þessa plötu. Vocal harmonies galore… Þess má geta að þessi sveit gaf út lag sem heitir Klassisk Romance á plötunni Knights of the New Thunder sem kom út 1984. Eiki Hauks tók þetta lag upp á sína arma með Drýsil og samdi við það texta og skýrði Little Star.
http://ec1.images-amazon.com/images/I/41TQ3BPPSJL._AA240_.jpg

Hér er lagið Intuition af samnefndri plötu:
http://www.youtube.com/watch?v=btWqY31bixA

og hér er lagið 10.000 lovers af plötunni á undan, Tell No Tales:
http://www.youtube.com/watch?v=zD2DpFaCQQk

Gotthard heitir svissnesk sveit sem ég heyrði í fyrst í kringum þennan tíma (líklega 1992). Fyrstu 3 plöturnar frá þeim voru alveg frábærar og ég átti ófáar stundir heima syngjandi úr mér lungun við tóna þeirra og trommandi á húsgögn í takt. Ég man m.a. að barst kvörtun við hávaðanum í mér frá íbúðinni fyrir neðan okkur á þessum tíma… hehe Rock On! Af hverju gerðist ég ekki rokkstjarna?

Hér er þeirra útgáfa af Deep Purple laginu Hush, sem var fyrsta lagið sem ég heyrði með þeim:

http://www.youtube.com/watch?v=gybZ5Qecx1c

Hér svo ballaðan All I Care For:

http://www.youtube.com/watch?v=6sca6DTcZpc

Cinderella er sveit sem ég komst inní í gegnum félaga minn. Þoldi hana ekki fyrst, en það breyttist þegar ég heyrði þetta lag, Shelter Me. Ef þetta lag kemur ykkur ekki í stuð, þá eruði dauð (plús að Little Richard kemur fram í því :) ).:

http://www.youtube.com/watch?v=YwYw3KeQ0YE

Cinderella eiga ansi mörg frábær lög. Eitt af þeim er lagið Heartbreak Station af samnefndri plötu, ballaða:

http://www.youtube.com/watch?v=C3aZ3p1m1ow

og hérna er lagið Gypsy Road af plötunni Long Cold Winter

http://www.youtube.com/watch?v=RjJAx4T9NMc

W.A.S.P er sveit sem hafði nokkur áhrif á mig einnig á þessum árum og kom þar platan The Crimson Idol sterklega inn. Hér er lagið Arena of Pleasure af henni. Áhrifamikið stuff. Þetta er platan sem WASP varð “fullorðin” á.:

http://www.youtube.com/watch?v=in8_-Mk5pnQ

Og lagið The Idol. Gæsahúðar stuff:

http://www.youtube.com/watch?v=c7pHrX4elDw

Danger Danger er nafn sveitar sem gaf út nokkrar plötur á þessum tíma. Þetta er svona melodic hard rock og var í miklum metum hjá mér þá. Lagið Bang Bang:

http://www.youtube.com/watch?v=9xXs5padgqk

Áður en Europe kom fram með Final Countdown, þá var önnur sænsk sveit mjög áberandi sem heitir Treat. Þeir gáfu út nokkrar plötur sem voru virkilega góðar (ef ekki hlustað á þetta í langan tíma, hehe). Í kringum 1985 og 86 spiluðu þeir á eitthvað um 100 tónleikum árlega í svíþjóð og voru vinsælasta hard rock sveitin þar þangað til Europe kom, sá og sigraði.

Lagið Ready For The Taking

http://www.youtube.com/watch?v=vnDTSq3HmNo

Og svo rúsínan í pylsuendanum.

WINGER! Sveitin sem Beavis and Butthead gerðu ódauðlega. Þrátt fyrir allt, þá var þetta sú sveit sem var e.t.v. hvað þróuðust af þessum glam/hair rock/metal böndum á þessum tíma. Oft með flókna rythma og strengjaútsetningar, eitthvað sem var frekar óþekkt á þessum tíma og auðvitað frontmann sem var bassaleikari sveitarinnar. Plata þeirra nr. 2, In the Heart of the Young er líklega ein besta plata sinnar tegundar á þessum tíma. Svo þegar það kom að því að gefa út plötu nr. 3, Pull, þá höfðu Beavis and Butthead algjörlega gert út af við sveitina, og platan, sem er alveg mögnuð í alla staði, þeirra langbesta plata og í raun miklu þroskaðri en hármetalinn á fyrrum plötum, féll í gleymsku.
Þess má geta að Winger spiluðu á Hróarskeldu 1991!

Af Fyrstu plötu þeirra, Winger
Seventeen - http://www.youtube.com/watch?v=XZHVkJ1wVFM
Madalaine - http://www.youtube.com/watch?v=DJeEFTY3fh0
Hungry - http://www.youtube.com/watch?v=OaRvMZMct_s
Headed for a Heartbreak - http://www.youtube.com/watch?v=MzuAKBu366k

Af plötu nr. 2. In The Heart of the Young
Easy Come, Easy Go - http://www.youtube.com/watch?v=qiHTQoyuBkQ
Miles Away - http://www.youtube.com/watch?v=JI10SMxBjMg
Can’t get Enough - http://www.youtube.com/watch?v=MzuAKBu366k

Af plötu 3. Pull
Down Incognito - http://www.youtube.com/watch?v=G6DXBrfmIA4
Who’s the One - http http://www.youtube.com/watch?v=fsiFxauV0n0
In My Veins - http://www.youtube.com/watch?v=f_1wdxkPXnM
Blind Revolution Mad (live 2006) - http://www.youtube.com/watch?v=J1ZZ8S0Eapk

Af Hróarskeldu: http://www.youtube.com/watch?v=Sm1UBzmKaQA
Resting Mind concerts