Kæru Lesendur

Þegar ég var u.þ.b tíu ára var ekkert vit í hausnum á mér. Ég hlustaði á Linkin Park, Korn, 50 cent og fleira en var uppáhaldshljómsveitin mín þá Red Hot Chili Peppers sem mér finnst ágæt í dag. En allt það breyttist þegar minn kæri bróðir gaf mér minn fyrsta metal disk og það var The Best Of The Beast með Iron Maiden.
Ég ákvað að hlusta á hann og fannst mér nokkuð gaman að Eddie. En ég hreifst mjög mikið af þessu og byrjaði ég að kaupa mér fleiri diska og á ég nú allt safnið með Iron Maiden í dag fyrir utan Piece of Mind sem ég fer bráðum að kaupa.

Tímarnir liðu og kynntist ég Nirvana, Guns N'Roses, Black Sabbath, Deep Purple og fleira og vil ég þakka pabba mínum fyrir að kynna mig fyrir þessum gömlu góðu eins og Deep Purple, Led Zeppelin, Eric Clapton og fleiri.

Svo flutti ég úr hverfinu mínu sem ég hafði átt heima í síðan ég fæddist og flutti í Garðabæinn og kynntist þá allt öðrum heimi.
Í Grafarvoginum voru allir á kafi í íþróttum og finnst mér samt gaman að þeim en er ég fór í skóla í Garðabænum kynntist ég fólki sem vissu mikið um tónlist og kynntu mér fyrir stórkostlegum hljómsveitum svo sem Pantera, Metallica, Manowar, Megadeth, Motorhead og fleirum.

Þegar ég var 12 ára fékk ég minn fyrsta gítar og var það Da Capo klassískur spænskur nælon gítar. Og kunni ég ekki mikið á hann en ég varð spenntari fyrir gíturum þegar ég fékk rafmagnsgítarinn minn í fermingjargjöf sem er hinn glæsilegi Peavey V-Type Series og Behringer magnara með. Hóf ég þá nám í GÍS..Gítarskóla Íslands og fékk ég góðan kennara til að kenna mér skala, lög og tónfræði. En er ég nú kominn í hljómsveit og spila á gítar.
Samt er ég nú farinn meira í að spila og syngja partílög því ég fékk góðan Fender stálstrengjagítar í gjöf.

Ég vil þá umframt allt þakka bróður mínum fyrir að gefa mér Iron Maiden diskinn sem er nú uppáhaldshljómsveitin mín í dag og einnig vinum mínum.