Sunn O))) (borið fram sem sun) er bandarísk drone metal hljómsveit í sínum víðasta skilningi. Samt sem áður nota þeir einnig við element úr
dark ambient, metal og drone doom líka. Hljomsveitina skipa þeir Stephen O'Malley (Khanate, Burning Withc) og Greg Anderson (Goatsnake).
Hljómsveitin var stofnuð sem tribute til Earth (ekki skal þó rugla því við upphaflega nafnið á Black Sabbath, enda allt annað band á ferð),
sem voru einmitt frumkvöðlar drone metals.

Hljómsveitin er nefnd eftir magnarategundinni Sunn, en logoið á mögnurunum er SUNN og hringur með “öldum” hægra meginn við hringinn.
Semsagt, þeir nota sama logo og er á mögnurunum.
Stephen O'Malley hefur sagt í viðtölum að nafnið hafi upphaflega verið ákveðið því að sólin snýst í kringum jörðina (Sunn O))) revolved around
Earth), og þetta sé því orðaleikur því að, eins og áður kom fram, var Sunn O))) upphaflega tribute til Earth. Áður en meðlimirnir fluttu
til Los Angeles hét dúettinn þeirra Mars, sem var einnig Earth tribute.

Tónlistin þeirra er mjög hæg og þung, það eru notaðir “drónandi” gítarar, feedback og onnur hljóð til að skapa hið sérstaka hljóð þeirra.
Það er mjög lítið um trommuleik og nánast alger skortur á einhverju beat-i. Þegar hljómsveitin spilar á tónleikum eru þeir klæddir í
síða kufla með hettum á.

Sunn O))) eru með plötusamning við Southern Lord og gefa mest út undir merkjum þeirra, en þeir O'Malley og Anderson eiga einmitt Southern Lord.
Samt sem áður var önnur plata þeirra, ØØ Void, gefin út af Rise Above Records, Hydra Head Records og Dirter Productions, og það síðastnefnda
gaf út plötuna á tvöföldum vínyl. The GrimmRobe Demos, sem var fyrsta platan, var líka gefin út af Hydra Head Records. Hún var seinna gefin út
sem tvöföld myndaplata af Outlaw Records. Árið 2004 var hún endurútgefin af Southern Lord.

Undanfarið hafa Sunn O))) verið með smá tilraunastarfsemi með allskonar stíla af drone og alls kyns hljóð, og hafa aðallega þróað gítar-og bassastílinn
sem einkenndi The GrimmRobe Demos og ØØ Void. Á White1 og White2 juku Sunn O))) við hugmyndavinnsluna með því að bjóða gesta listamönnum að
taka þátt í gerð plötunnar. Niðurstöðurnar voru allt frá þögulli hugleiðslu ambient tónlist (“A shaving Of The Horn That Speared You” af White1)
og upp í furðuleg lög með bassatilraunum (“bassAliens” af White2).
Black One hélt áfram í þessa átt, með því að nota meira af hljóðfærum en þeir gerðu upprunalega, en héldu samt sínu eigin sándi.

Ólíkt líkum listamönnum sem spila drone metal og dark ambient, þá hafa Sunn O))) notið mikilla vinsælda frá aðdáendum, og eru þeir taldir vera
fremstir á sínu sviði.

Þann 28. maí árið 2006 var fjallað um Sunn O))) í grein sem bar titillinn “Heady Metal” og birtist í The New York Times. Greinina má finna hér.

Stephen O'Malley býr til um 90% af artwork fyrir Southern Lord.


SAMSTARF VIÐ AÐRA LISTAMENN:

-G. Stuart Dahlquist úr Asva og Burning Witch lagði fram sitt framlag á The GrimmRobe Demos, ØØ Void, og í laginu “FWTBT” af plötunni Flight Of The Behemoth.
-Peter Stahl og Petra Haden unnu með á ØØ Void.
-Merzbow, þekktir sem hinir japönsku “Guðir noise-ins” unnu með Sunn O))) í lögunum “O)))Bow1” og “O)))Bow2” af plötunni Flight Of The Behemoth.
-Joe Preston, sem þekktur er fyrir vinnu sína í Earth, Thrones, The Melvins og High On Fire lagði fram vinnu á bæði White1 og White2.
-Runhild Gammelsæter úr Thorr's Hammer söng í laginu “The Gates Of Ballard” sem er á plötunni White1.
-Julian Cope söng í laginu “My Wall” sem er á White1.
-Rex Ritter úr Jessamine og Fontanelle spilaði á tónleikum og á plötunum White1 og White2.
-Dawn Smithson úr Jessamine spilaði á tónleikum og á upptökum fyrir White2.
-Attila Csihar, söngvari Mayhem, söng í lögunum “Decay (The Symptoms Of Kali Yuga)” og “Decay2 (Nihils' Maw)” af plötunni White2 (fyrra lagið er aðeins á
tvöfaldri vínyl útgáfu), og vitnaði beint í Srimad Bhagavatam. Upp á síðkastið hefur hann verið að koma fram á tónleikum með bandinu.
-Anthony Sylvester og Savage Pencil lögðu fram vinnu við upptökurnar á Candlewolf Of The Golden Chalice.
-Malefic úr Xasthur og Wrest úr Leviathan sungu á plötunni Black One.
-Oren Ambarchi og John Wiese lögðu fram vinnu við gerð Black One, spiluðu experimental gítarleik, synthesizer elementes og önnur hljóðfæri. Síðan þá
hefur Oren Ambarchi komið reglulega fram á tónleikum með Sunn O)))
-Malefic úr Xasthur og John Wiese unnu að laginu “Coma Mirror” sem er á AngelComa.
-Ulver sáu um framleiðslu og vinnu við lagið “CUT WOODeD” á WHITEbox.
-Thomas Nieuwenhuizen úr Beaver, God og Jesus And The Gospel Fuckers kom fram á Fulminate, AngelComa á Micromoog, Moog Taurus og Moog Rouge, og kemur fram
með hljómsveitinni sem live meðlimur.
-Boris vann með að plötunni Altar.
-Gítarleikarinn Justin Broadrick, fyrrum meðlimur Napalm Death og Godflesh, núna í Final og Jesu, spilaði með Sunn O))) spilaði með á Bretlandstúrnum 2006.
-Meðal annara listamanna sem hafa komið fram á tónleikum með Sunn O))) eru Peter Rehberg, Kevin Drumm og Holy McGrail.COVERLÖG:

-“Rabbit's Revenge” af ØØ Void er cover af Hung Bunny eftir The Melvins.
-“FWTBT” (allur titillinn er “FWTBT (I Dream of Lars Ulrich Being Thrown Through the Bus Window instead of My Master Mystikall Kliff Burton)”)
af plötunni FLight Of The Behemoth er cover af laginu For Whom The Bell Tolls eftir Metallica
-“Teeth Of Lions Rule The Devine” af plötunni Cro-Monolithic Remixes For An Iron Age er coverlag eftir Earth.
-Catch-22 (Surrender Or Die) af plötunni Cro Monolithic Remixes For An Iron Age er coverlag eftir Merzbow.
-Í laginu “Cursed Realms (Of The Winterdemons)” af plötunni Black One er textinn við samnefnt lag eftir Immortal notaður.
-“Báthory Erzsébet” er lauslega byggt (jafnvel miðað við Sunn O))) ) á laginu “A Fine Day To Die” eftir Bathory.
-Lagið “Candlegoat” af plötunni Black One inniheldur textann við “Freezing Moon” eftir MayhemÚTGÁFUR:

-The Grimmrobe Demos (demo 1998, CD 2000, 2xPLP 2003, 2xLP 2004)
-ØØ Void (CD 2000, 2xLP 2003)
-Flight of the Behemoth (CD & 2xLP 2002)
-White1 (CD & 2xLP 2003)
-Veils It White (12“ 2003)
-The Libations of Samhain (live CD 2003)
-Live Action Sampler (promotional mix 2xCD 2004)
-Live White (live 2xCD 2004)
-White2 (CD & 2xLP 2004)
-Cro-Monolithic Remixes for an Iron Age (12” 2004)
-Candlewolf of the Golden Chalice (12“ 2005)
-Black One & Solstitium Fulminate (2xCD 2005, ltd. 2000 copies)
-Black One (CD 2005, 2xLP 2006)
-AngelComa (Limited edition split LP single with Earth) (LP 2006)
-La Mort Noir dans Esch/Alzette (Live CD 1000 vélmerkt eintök, seld á 2006 tour) ) (2006)
-WHITEbox (4xLP boxed set endurútgáfa af White plötunum, 450 eintök með máðum útgáfum af laginu ”DECAY“ og aukalaginu ”CUT WOODeD“) (2006)
-Altar (gerð í samvinnu með Boris, CD 2006, 2xCD ltd. 5000 2006, 3xLP 2007)
-Oracle (12”) (2007)