Ég ætla mér hér með að sortera út allan miskiling á að fyribæri undir nafni Neo-Classical Metall er ekki Neo-Classical stíll nema það sé komið með 2 heiti.

Neo Klassíl skýring:
Neo=nýtt; heimidir: Latneska
Klassík=Tímabil í Listasögunni sem var í lýði ~1750-1800.

Helstu tónlistarmenn á klassísku öldinni:
Scarlatti, W.A Mozart, Joseph Haydn, Beethoven, Antonio Salieri og Franz Schubert.

Klassíski stíllinn einkennist af: Rokkokkó, Galant-stíl, Empfindsamer stíl, Alberto Bassa og aðallega sem þróaðist á þessu tímabili “SONATA ALLEGRO”.

Að vera neóklassíker:
Samanber Neó Rómantíker sem stærstu tónsmiðir 20 aldar tónu að þróa hefur Neó Klassík ekki verið eins stór. En eitt stærsta skáld 19 aldar var Neó-Klassíker Johannes Brahms, sem er sagður hafa fullkomnað stíl Beethovens. Annar Neó Klassíker sem er á fullu róli í dag er Pólverjinn Krzysztof Penderecki sem byggir á stíl síð-klassískar.

Að vera ekki neóklassíker:
1. Síðhærður gaur í þröngum leðurbuxum að spila ekkert of slæman melódískan kafla sem byggir á fimmundum í byrjun og rokka á ný.
2. Gaur sem hermir eftir á gítarnum sínum fræg verk frá rómantísku öldinni eins og Paganini á skrækum rafmagnsgítar, fyrir þá sem ekki vita þá hefur gítar hæfileika til að spila allar laglínur ef það passar á tónsvið gítarsins.
3. Að spila rólegan kafla þó það einkennir Metall ekki (af minni reynslu).
4. Að spila ekki í þeim stíl sem var við lýði á klassísku öldinni.

p.s Ef þessi grein kemst í gegnum dygga stjórnendur þá vil ég taka framm að ástæðan ég er virkilega á móti þessari stefnu eins og: Avant Garde Metall sem ég gæti skrifað bók um að Avant Garde Metall er alls ekki Avant Garde stíll. Er að það er fyrir mér gífuleg óvirðing fyrir þá meistara sem semja í Neó Klassík og þá listamenn sem eins og Brahms sem eyddi 16 árum að klára fyrstu sinfoníu sína, að einhverjir sveittir leðurólaðir gaurar sem eru að reyna setji sig á sama stall og láta sönnu Neó-Klassíkera falla í skugga eins og sönnu Avant-Garde tónsmiðir falla í skugga metal stefnunnar.

p.s 2: ég get ekki rifist við ykkur á huga.is um þetta málefni en ég væri til í að fá skoðannir ykkar á þessari þróun sem á sér stað hjá “frumlegum” metallmönnum.

Ég meina “að falla í skugga” hjá þeim sem hlusta á metall og annan #iðbju#, fólkið sem sér ljósið er auðvitað víðlesnara.
//