Neo-classical metal Ég hef ákveðið að búa til grein um eina af mínum uppáhalds tónlistarstefnum með því að markmiði að útskýra fyrir fólki hvernig tónlist þetta er, sögu tónlistarstefnunar og hvernig hún hefur haft áhrifá aðrar tónlistastefnur.

Fyrst, hvað er neo-classical metal?
Í fáum orðum, blanda af klassískri tónlist (baroque aðalega) og metal. helstu áhrifavaldar eru Ritchie Blacmoore, Randy Rhoads og í klassíkinni Paganini og bach (það er mjög algengt að tónlistamenn coveri lög eftir þessa tvo). Semsagt stefnan er hugsuð útfrá nokkurnveigin sömu hugmyndafræði og klassísk tónlist en er frábrugðin klassíkinni af því leiti til að hún er spiluð á önnur hljóðfæri og er mun þyngri. Algeng skipun á neo-classical metal bandi er 1-2 gítarar, hljómborð, bassi, trommur. Stundum söngur en instrumental lög hafa einkennt þessa stefnu frá upphafi. önnur einkenni á þessari stefnu eru hröð gítarsóló t.d. sweep picking (og allskonar sóló þar sem fiðluleikur er tekinn sem fyrirmynd), hraður hljómborðs/orgel leikur og mest allt spilað í moll. Þessi tónlistarstefna hefur einkum lengi verið þekktust fyrir frábærann hljóðfæraleik og þá aðalega gítarleik.

Upphafið.
Það má segja að þetta hafi allt byrjað þegar að Yngwie J. malmsteen gaf út sýna firstu sólóplötu “Rising force” árið 1984. Þar áður hafði hann verið rekinn úr hljómsveitinni Alcatrazz sem síðan Steve Vai tók við. Platan vakti strax mikla athygli og var valinn besta rokk plata ársins í tímaritinu “guitar player” og fékk einnig grammy verlaun sem besta instrumental plata ársins. Platan var að mestu instrumental fyrir utan tvö lög, en Yngwie Malmsteen var neiddur af útgefendunum til að hafa að minsta kosti tvö lög sem innihéldu söng til að auka líkurnar á mikilli sölu.

Þar á eftir komu tónlistarmenn eins og Vinnie Moore, með plötuna “Mind's eye” (1986), David T. Chastain “Instrumental variations” (1987) og Jason becker með plötuna “Perpetual Burn” (1988).
Á tíunda áratugnum þegar tónlistarstefnan var farinn að blómstra vel og orðinn útbreidd komu fram margir af þeim albestu í bransanum, þar má nefna menn eins og Joe Stump (spilar á sólóferli og í bandinu The reign of terror), Micheal Romeo (spilar á sólóerli og í hljómsveitinni Symphony X) og Borislav Mistic (spilar á sólóferli). Þess má geta að það má finna paganini cover á firstu sólóplötu þeirra allra.

Síðan hefur neo-classical metal stefnan verið að stækka á ári hverju og margar hljómsveitir komið fram sem innihalda líka söngvara og ná til breiðari markhóps. Sá nefni ég bönd eins og Ark storm, The Reign of terror og book of reflection.

bönd sem spila neo-classical metal:
Ark storm
Book of reflection
KenZiner
Majestic
Reign of terror
Symphony X (aðalega firstu tveir diskarnir)

Sóló-artistar sem spila neo-classical metal:
Borislav Mistic
David T. Chastain
George Bellas
Jason Becker
Joe Stump
Matthew Mills
Michael Harris
Michael Romeo
Tony MacAlpine
Vinnie Moore
Yngwie J. Malmsteen

Bönd sem spila undir áhrifum neo-classical metal en spila samt ekki neo-classical metal:
Alejandro Silva
Cacophony
Children of bodom
Necrophagist
Racer X

Diskar sem ég mæli með:
Joe Stump - guitar dominance
Michael Romeo - dark chapter
Yngwie Malmsteen - rising force
Ark storm - The Everlasting Wheel
Symphony X - Allt saman

Skemmtileg myndbönd:
http://www.youtube.com/watch?v=_jK978921Yw
http://www.youtube.com/watch?v=J_jowo-b-gw
http://www.youtube.com/watch?v=YqGvZUEM3e8
http://www.youtube.com/watch?v=4Th-IFbHdMU&mode=related&search=
http://www.youtube.com/watch?v=mV_zpHJMM5o

Ég tek það fram að það má oft deila um það hvaða bönd spila neo-classical metal (eða undir áhrifum) og hvaða bönd gera það ekki. Ég er ekki alltaf samála metal-archives (enda er það oft ekki í samræmi við það sem tónlistamennirnir sjálfir flokka sig sem).

Bestu þakkir fær Hafliði fyrir að laga stafsetningarvillur

takk fyrir mig.