Metal saga mín ? Metal sagan min?

hún er nú ekki löng þar sem að ég byrjaði bara að hlusta á metal seinasta sumar fyrir alvuru. Ég vissi nú samt alveg um e-rjar hljómsveitir en hlustaði ekkert á þetta, nema jú hálfpartinn þar sem að bróðir minn hlustar mikið á þetta og má segja að hann hafi smitað mig af þessu.

Bróðir minn er í 2 hljómsveitum, Withered og Atrum, og þá nátturulega þurfti ég ásamt allri fjölskyldunni að hlusta á diskana sem að þeir eru búinir að gefa út og svona og þannig byrjaði þetta eiginlega.

Ég byrjaði bara fyrst að hlusta létt á Withered, sjá hvað brósi væri að gera, og jú mér leist bara helvíti vel á þetta. Þannig að ég fór að dl svona hljómsveitum sem að ég hef kynnst í gegnum hann, t.d. Cradle Of Filth, Dimmu Borgir, Dream Theater, Children Of Bodom, Cannibal Corpse, Nevermore, Behemoth, Immortal, Emperor, Opeth, Trivium o.s.fr. þá var þetta svona farið á stað hjá mér.

Svo fór ég að kaupa mikið af Cradle Of Filth diskum þar sem að það er ein af uppáhalds hljómsveitunum mínum, fór að taka diska hjá bróðir mínum og setja inná tölvuna mína og svona. Ég fæ alltaf svona æði fyrir einni hljómsveit og þá hlusta ég bara á hana, Cradle Of Filth var fyrst, svo kom Dimmu Borgir þar á eftir Dream Theater sem að hefur eiginlega aldrei stoppað þar sem að það er alveg uppáhaldshljómsveitin mín, svo kom Opeth og þar á eftir Children Of Bodom. Núna er ég nú bara svona mest að hugsa um Cannibal Corpse útaf tónleikunum.

Uppáhaldshljómsveitirna mínar myndi ég segja að væru Dream Theater númer 1 2 og 3, þar á eftir Cradle Of Filth, mér finnst Dani Filth algjör snillingur, og þar á eftir Dimmu Borgir og Children Of Bodom. Svo hafa Opeth alltaf verið stórir.

Þannig var metal saga mín, einsog eg sagði er hún ekki mjög löng þar sem að hún hefur nú bara staðið um í svona 9 mánuði. Og vil ég bara þakka brósa fyrir að hafa kynnt mér fyrir metal :: lov jú :* haha