Framhlið
Bakhlið

Linkar fyrir ofan á myndir sem þið þurfið að hafa opnar á meðan þið lesið þetta, en helst þurfið þið að eiga vínylinn, en geisladiskur ætti að duga ef þið eigið stækkunargler.

Iron Maiden - Somewhere In Time (1986)

Hérna eru skemmtilegar staðreyndir um Cover-ið á 6. stúdíó disknum, plötunni, með Iron Maiden.
Ef þið skoðið Cover-ið vel getið þið séð þessa hluti, þetta er snilld. Njótið.

* “This is a very boring painting” - Skilaboð lesin afturábak hjá hægri löppinni á Eddie (framaná)

* Ruskin Arms ( gamall pöbb sem þeir voru vanir að spila á )(aftaná vinstramegin niðri)

* Klukkan er 23:58 (2 Minutes To Midnight)(miðjunni niðri aftaná)

* West Ham 7 Arsenal 3 - fótboltaleikur, sýnir uppáhalds liðið þeirra, West Ham með mikla forystu. (West Ham eru THE IRONS)

* Aces High bar, með ‘Spitfire’ flugvél fyrir ofan skiltið. (vinstra megin aftaná, uppi)

* The Rainbow bar ( annar pöbb sem þeir komu reglulega fram á í gamla daga)(vinstramegin aftaná)

* Live After Death, Blade Runner í bíóinu (aftaná, niðri, vinstri)

* Bíóið er The Philip K. Dick Cinema, sem er höfundur “Do Androids Dream of Electric Sheep?”, sem myndin ‘Blade Runner’ er byggð á.

* Marquee Club (enn annar pöbbinn sem þeir spiluðu á) (hjá Aces High bar)

* Phantom Opera House ( Phantom of The Opera lagið)(miðjan, niðri, aftaná)

* “Bollocks again and again” undir “Phantom Opera House”. Gæti verið tilvitnun í “Bollocks” skilaboðið á Powerslave hulstrinu.

* Ancient Mariner Seafood Restaurant (Rime Of The Ancient Mariner, lagið).

* Herbert Ails á járnbrautarteinunum (kannski vitna í Frank Herbert,höfund skáldsögunnar ‘Dune’ , sem vildi ekki leyfa þeim að nota það sem nafn á lag. Nú heitir það lag To Tame A Land).

* “Tonight GYPSY'S KISS” á METAL CLUB, undir 23:58 skiltinu ( erfitt að sjá það) - það var fyrsta hljómsveit Steve Harris.

* Hammerjacks - uppáhalds barinn þeirra í Bandaríkjunum, Hammerjacks Night Club í Baltimore. Honum varð lokað nýársdag ‘94.

* Long Beach Arena (Stórir stafir lóðrétt)

* Nicko er klæddur í gamaldags flugmannaföt (sýnir m.a. að hann er flugmaður).

* Nicko er líka klæddur í bol sem stendur á “Iron What?”

* Íkarus (Icarus) sést falla frá himnum með brennandi vængi efst í hægra horninu hjá ’Bradbury Towers'

* ‘Bradbury Towers Internat.. (..ional, nær ekki að klárast) Bradbury byggingin í L.A., sem hluti af Blade Runner var tekinn upp.

* Ef þú horfir vandlega sérðu skuggann af Dauðanum (Manninum með ljáinn, the Reaper) hjá Píramídunum (hægra megin við þann minnsta, aftaná, miðjan)

* Píramídarnir eru af “Powerslave” hulstrinu.

* Allt þetta Japanska dæmi (stafir og fleira) tengjast / vitna í “Maiden Japan” og fleiri tónleika þeirra þar.

* “Maggies revenge”(aftaná, fyrir neðan ’ Bradbury Towers' og fyrir ofan höfuðin á Nicko og Steve) vitna í Margaret Thatcher. Hún og Breska stjórnin mótmæltu/börðust gegn Iron Maiden kringum árin 1980/1981 með “Sanctuary” og “Women In Uniform” smáskífunum, sem sýndu hana dauða á jörðinni (að sjálfsögðu drepin af Eddie) og á W.I.U. er hún að fela sig bak við vegg, vopnuð vélbyssu tilbúin að skjóta Eddie og tvær stelpur með honum. ( Það er líka mynd af henni á Twilight Zone smáskífunni, en þar er það bara andlitsmynd í ramma, ekkert neikvætt annars um hana)

* Gatan sem Eddie stendur á heitir Acacia Avenue (“Charlotte the Harlot” og “22 Acacia Avenue”) Sögurnar um Charlotte the Harlot.
(þú sérð það fyrir ofan Iron Maiden plagatið alveg lengst til hægri, framaná).

* Í einum glugganum sérðu konu sitjandi á stól (kannski Charlotte the Harlot sjálf..?). (aftaná til vinstri)

* Bruce Dickinson heldur á heila ( PIECE OF MIND)

* Tehe's bar er þar sem þeir fengu gaurana til að syngja bakraddir í hópsöngs- partinum “Heaven Can Wait.” ( vo-o-ó. vo-o-o-o-oooó dæmið, æji þú bara heyrir það)

* Batman stendur undir Tehe's bar skiltinu ( lítur soldið út eins og hrafnsvængur, ég hélt fyrst að það væri það)

* Tardis úr Dr. Who er fyrir ofan Rainbow Club skiltið

* Asimov Foundation bygging fyrir aftan (undir pýramídunum)

* Tyrell Corp. rétt fyrir ofan lestarbrautina (fyrirtæki Blade Runner)

* Köttur með geislabaug (eins og englar) sem virðist birtast allstaðar á myndinni

* Eye of Horus fyrir ofan Webster skiltið vinstra megin við byssuna hans Eddie.

* Eitt augað á Eddie er ‘laser’. Þetta kemur líklega frá “2 Minutes To Midnight smáskífunni”… Mundu bara hvernig myndin er af smáskífunni:
Eddie er með “sjóræningja auga”, Líklega útaf kjarnorku gereyðingu (Kjarnorku skýið í bakgrunn).

* Það er ruslatunna á ljósastaur hægra megin við vinstri löppina á Eddie. Þetta er nákvæmnlega sama ruslatunna og ljósastaur og er á Iron Maiden cover-inu, vinstra megin við Eddie upp við vegginn. Soldið óljóst!

* Það er líka málm plata sem tengir nefið á Eddie við hausinn á honum. Ef þú lítur á vegginn hægra megin við fótbolta stöðuna sem sýnir west ham og arsenal, undir Batman, er þar málm hluturinn með tveimur skrúfum sem heldur hausnum á Eddie saman, síðan af Piece Of Mind.

* Þar eru líka neon skilti, á sama vegg, hægra megin, eitt þeirra segir eitthvað á Hebresku, hitt á Rússnesku. Hebreska orðið þýðir líklega “God” (?), Rússneska orðið er KEPHIR (KeфИρ) og þýðir “jógúrt”. Þetta er (eða heldur var) heldur algengt skilti á byggingum þar á meðal mjólkurbúð í Rússlandi.

* Það er skilti aðeins fyrir ofan þetta rússneska orð (sem sagt lengst til hægri aftaná) sem á stendur “Upton Park”, þetta er heimili West Ham Utd. – Uppáhalds lið Steve Harris.

* Það eru 3 menn að klifra niður fyrir aftan Eddie hjá Websters eins og er í endann á 2 Minutes to Midnight myndbandinu.

* Það er Sanctuary music shop vinstra megin undir Phantom Opera House Bar.