My Dying bride er Doom metal hljómsveit sem ég er búinn að vera að hlusta á í næstum ár núna og er að fýla alveg í tætlur.

Hljómsveitin var stofnuð árið 1990 af Andrew Craighan Lead Gítarleikara sem hætti í bandinu sínu Abiosis til að spila með Aaron Stainthorpe söngvara, Calvin Robertshaw Gítarleikara og Rick Miah Trömmuleikara og Adrian Jackson kom svo seinna á Bassa. Eftir 6 mánaða æfingu fór bandið í stúdíó og tóku upp fyrsta demóið sitt “ Towards the sinnister “.

Öll Demóin þeirra voru týpískur death metall en mikklu hægari . Síðan árið 92 gáfu þeir út “ As the flowers withers “ og þá voru þeir búnir að bæta inn fiðlum sem Martin Powell sem spilaði meðal annars á hljómborð hjá þeim vanmetnu Cradle of Filth.

Síðan árið 93 gáfu þeir út meistaraverkið “ Turn loose the swans “ sem er að mínu mati Með bestu diskunum þeirra. Á disknum blönduðu þeir saman Death metal Growlum og clean söng og fiðlum og á disknum “ The angel and the dark river “ Hættu þeir alveg með Growl og bættu smá goth fýling inní þetta og það sama gerðu þeir á “ Like Gods of the Sun “.

Síðan árið 1998 gáfu þeir út diskinn “37,788…….Complete” sem að er alveg hræðilegur diskur að mati marga of hræddi burt marga aðdáendur þeirra. Hörðustu aðdáendur þeirra sem höfðu hlustað á þá síðan towards the sinister hafa hunsað þessa plötu og sumir jafvel sagt að hún væri ekki eftir þá heldur bara einhverja wannabe gaura og aðrir að þetta sé bara einsog það væri hrækt framan í þá..

Síðan árið 1999 fékk hljómsveitin vitið fyrir sig aftur og gaf út plötuna “ The light at the end of the world “ sem að er algjör snilldar plata og Growlin kominn aftur og var platan talin sú besta þá síðan “ Turn loose the swans “

Árið 2000 og 2001 gáfu þeir út plöturnar “ Meistwerk I og II “ sem að eru best of plötur og lög af demóum hjá þeim

Síðan seinna árið 2001 gáfu þeir út að mínu mati bestu plötuna þeirra “ The Dreadfull hours “ og náðu þeir þá að vinna aftur gamla aðdáendur og koma alveg svakalega flottir growlkaflar og náðu til baka gamla my dying bride sándinu.

Árið 2004 gáfu þeir út “ Songs of dakness, Words of light” sem er alveg svakalega flottur diskur en ekki mikið um hann að segja

Og síðan í október 2006 gáfu þeir út nýja Plötu “ A Line of deathless kings “ Sem að er alveg æðisleg en minkuðu þó heldur betur growlin og sterka bassasándið hjá þeim og aðeins aumingjalegra sértaklega byrjunin á the blood the wine the rose..

Miðað við margar aðrar hljómsveitir hefur þessi bara staðið sig andskoti vel og bara gefið út 1 hneikslanlegan disk og eru búnir að halda sér svakalega góðum í næstum 17 ár



[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=NOMfcSeUdUkFor You, Like gods of the sun

Heimildir:
Wikipedia
Metal-archives
——