Tungur Knivur!! The famous Icelandic Catchphrase Ég hef hitt ófá Scandinavía á minni ævi, þó flest kynnin hafi verið hin síðustu 4-5 ár. Þegar ég hef kynnt mig og sagt að ég sé frá Íslandi þá hefur örugglega helmingur af öllum þessum Skandinavíubúum (aðallega Svíar og Norðmenn), í tilraun til að vekja athygli á þekkingu sinni á Íslandi og hinu ástkæra ylhýra máli okkar, rutt út úr sér orðin “Tungur Knivur”. Það virðist nefnilega vera sem mynd Hrafn Gunnlaugssonar, Hrafninn Flýgur, sé nokkurs konar cult-mynd í þessum löndum.

Síðastliðinn maí var ég í París, að sjá meistarana í Pain of Salvation spila á Dream Theater ráðstefnunni sem þar átti sér stað. Tvær aðrar sveitir spiluðu þetta kvöld, þar af ein sem heitir ARK og skartar völdum mönnum í hverju rúmi.

Söngvari þessarar hljómsveitar, Jørn Lande, er einn af allra efnilegustu söngvurum í rokkinu núna að mínu mati, og reyndar að mati mjög margra aðra, því svo virðist sem ný plata þar sem hann stígur á stokk sem söngvari komi út í hverjum mánuði. Auk þess að syngja fyrir ARK á tveimur plötum, þá hefur hann gefið út tvær sólo plötur, og sungið fyrir eftirtaldar hljómsveitir: Beyond Twilight (frábær plata), Vagabond, The Snakes, Millenium, Mundanus Imperium, auk þess sem meistari Yngwie Malmsteen fékk hann (og einn annan meðlim ARK) til liðs við sig á síðasta túr sínum um Bandaríkin.

Eftir tónleikana á þessari ráðstefnu, slóst ég í för með strákunum í ARK og PoS, þar sem þeir fengu sér að borða á veitingastað einum þarna í Montmartre hverfinu í París (tónleikarnir voru í hinu fræga L'Elysse Montmartre tónleikahúsi).

Eftir matinn (og nokkra alkahól innihaldandi drykki), sat ég, ásamt Clive vini okkar McCaig og öðrum vini mínum frá UK, Charlie Farrell, og við sátum og ræddum um daginn og veginn.

Og þá segir Jørn mér frá því að hann sé að vinna að nýrri sóló plötu og af því að ég væri frá Íslandi, þá sagði hann mér frá því að eitt laganna á plötunni bæri einmitt nafnið “Tungur Knivur”. Þvínæst byrjaði hann að syngja laglínuna úr laginu og hljómaði það nokkur ágætlega… ekki oft sem söngvarar á borð við hann syngja fyrir mann svona prívat og persónulega :)

Af því að ég er svo mikill fullkomnunarist, þá náttúrulega sagði ég honum að þessi setning “Tungur Knivur” væri náttúrulega ekki borin svona fram, heldur sem “Thungur hnivur” á minni bestu íslensku, án þess að ég sé viss um að það hafi skilað sér nokkuð. hehe


En hvað um það, þessi sóló plata hans nr. 2 er tilbúin og ber hún nafnið Worldchanger. Hún kemur út á næstunni, en ég er búinn að hlusta mikið á þessa plötu og hún er virkilega góð. Það sem kannski helst er merkilegt við hana (fyrir utan þetta “íslenska lag”) er að hún er virkilega þung, sérstaklega í ljósi þess að fyrsta sólóplatan var meira á AOR nótunum. Þessi plata er mikið þyngri, inniheldur meira að segja eitt Thrash Metal lag og er miklu meira Black Sabbath skotin nokkuð sem hann hefur gert áður.

Mér finnst að þið ættuð að heyra aðeins í þessari plötu og hef því lagt 3 mp3 lög inn á síðuna mína hér úti í Danaveldi.

(Öll lögin 128 kbps mp3, heil lög)

Tungur Knivur:
http://kom.auc.dk/~thok/hljod/jorn/Jorn_Lande_-_Tungur_Knivur.mp3

House Of Cards:
http://kom.auc.dk/~thok/hljod/jorn/Jorn_Lande_-_House_Of_Cards.mp3

Bless The Child (Thrash lagið):
http://kom.auc.dk/~thok/hljod/jorn/Jorn_Lande_-_Bless_The_Child.mp3

Check it out!

Þorsteinn
Resting Mind concerts