Jæja ég ákvað að kíkja á þessa mynd þar sem ég hef heyrt að hún hafi td breytt áliti einhverra á einum af mínum uppáhalds tónlistarmönnum, Dee Snider.

Mér fannst þessi mynd vera þrælgóð í alla staði, og eitt og annað sem kom mér á óvart við hana, td hversu Rob Zombie virðist vera eðlilegur gaur þrátt fyrir að hafa heyrt(nota bene) að hann hafi á sínum tíma verið svo út úr sprautaður af heróíni yfir heila tónleikaferð að eftir hana þurfti að skera af honum buxurnar á spítala *jukk*.

Einnig fannst mér vera hálf sorglegt hvað þessir black metal gaurar eru miklir jólasveinar í sambandi við þessar kirkjubrennslur og að kristnin hafi átt þetta skilið vegna þess að henni var “þröngvað” upp á hin heiðnu Norðurlönd.
Álit mitt á þessum mönnum til að mynda Mayhem og Gorgoroth hefur ekki batnað við að horfa á þessa mynd og er ég fyllilega sammála Alice Cooper að þeir séu frekar fyndið fyrirbæri, allir að reyna vera evil en eins og hann segir svo sjálfur að þegar einhverjir BM gaurar hittu hann að þá hafi þeir verið algjörir mömmustrákar og bjuggu í kjallaranum hjá foreldrum sínum.

Að öðru leiti fannst mér þessi mynd fara mjög vel í gegnum tilurð þungarokks og mjög gaman að heyra flest alla segja að metalhausar eru eins og ein stór fjölskylda af utangarðsfólki.

Eins og Sam Dunn segir sjálfur að þá hefur hann þurft að verja sinn áhuga á metal síðan hann byrjaði að hlusta á þessa tegund tónlistar.
Eini gallinn við metal í dag að mínu mati eru þessar Black Metal hljómsveitir sem virðast gera allt sem þeir geta til að koma óorði á allar aðrar týpur af metal með háttarlagi sínu.

Í heildina séð er ég mjög ánægður með þessa mynd og þess má til gamans geta að eftir að hafa heyrt smá bút af einhverju lagi á tónleikum með Lamb of God ákvað ég að kíkja betur á þá og er sæmilega impressed með þá, þrátt fyrir öfluga tónlist spila þeir með yfirvegun og mikilli færni og hef ég skemmt mér ágætlega við að hlusta á þær 2 plötur sem ég er búinn að fá hingað til.
BC Rich NT Virgin, BC Rich NJ Deluxe Warlock5, BC Rich Warlock NJ Series(1986-'88), BC Rich ASM Pro Neck-thru, Jackson Kelly KBX