Nú er ég ekki fastagestur hér á Huga.is…er aðallega hérna að skoða vegna þess að Dordingull er bilaður :(

EN það sem ég vildi deila með ykkur sem eruð að fíla íslenska metalinn og þeim sem eru að fíla Potentiam (sem ég las að væri nokkrir hérna) er það að nýja Potentiam platan, Orka í myrkri, (sem er reyndar ekki komin út alveg strax) er að mínu mati besta íslenska plata sem ég hef heyrt, svo einfalt er það!

Sándið er ótrúlegt, eins og frá professinal bandi, a.m.k. besta sánd á íslenskri plötu sem ég hef komist í kynni við

Ég greini “áhrif” (óvart eða ekki :)) frá böndum á borð við OPETH (my all-time favorite), The haunted, Mayhem (örlitlir Grand declaration of war taktar hér og þar), gamlir íslenskir taktar frá böndum einsog Ham og Strigaskóm #42 (lítið þó), og svo finnst mér gítarsándið á köflum vera líkt Lengsel sándinu

Hauks Advice: Kaupið þennan disk um leið og hann kemur út, hann á eftir að marka tímamót í íslensku metalhreyfingunni!

Einnig: ef það eru einhverjir hérna sem hafa gerst það heppnir að hafa heyrt diskinn vil ég endilega stofna til umræðu! (þetta á ekki við um þig Kristján! :) hehehe)

og talandi um Kristján..þá sannar hann á þessari plötu að hann er besti íslenski metaltrommarinn

Amen to that!