Chuck Schuldiner Fyrri ár
Charles Michael Schuldiner fæddist 13. Maí 1967 í New York. Árið 1968 flutti hann með fjölskyldu sinni til Florida. Chuck Schuldiner var yngstur af þeim 3 systkinunum. Hann átti eldri bróðir sem hét Frank og eldri systir sem hét Bethann.

Chuck byrjaði að spila á gítar 9 ára. 16 ára bróðir hans dó af slysförum og foreldrar hans keyptu handa honum gítar, því þau héldu að það myndi hjálpa honum að ná sér. Hann fór í gítartíma í minna en ár, en honum líkaði það ekki, svo hann hætti. Svo sáu foreldrar hans rafmagnsgítar til sölu og keyptu hann fyrir Chuck. Chuck litli fékk skyndilega áhuga á hljóðfærinu. Eftir að þau keyptu svo magnara handa honum hætti hann aldrei að spila, semja og lærði sjálfur á gítarinn. Það þekktist alveg hjá Schuldiner að fara um helgar inní bílskúr eða inní herbergið sitt að spila á gítarinn, en hann mátti bara spila í 3 klukkutíma um helgar og á skólatíma. Schuldiner spilaði fyrst opinberlega snemma þegar hann varð táningur.

Schuldiner var var heillaður af Iron Maiden, Kiss og Billy Idol, meðal annara. Hann var mjög hrifinn af metal tónlist sem kallaðist NWOBHM (New Wave Of British Heavy Metal) og hljómsveitir af þessari stefnu voru í uppáhaldi hjá honum. Slayer, Possessed og Metallica urðu síðan hljómsveitir sem höfðu áhrif á hans eigin hljómsveit, en mamma hans segir að hann hafi fílað allar gerðir af tónlist nema kántrý og rapp. Hann fýlaði sérstaklega líka jazz og klassíska tónlist til viðbótar við metal og breska tónlist eins og Lush.

Þótt að Schuldiner gekk vel í skóla, þá leiddist honum skólinn og að lokum hætti hann í skólanum. Hann sá eftir því seinna.

Schuldiner var líka þekktur fyrir að vera opinberlega á móti fíkniefnum. Þessu var velt fyrir sér í mismunandi viðtölum og nokkur lög fjalla um þetta efni, til dæmis “Living Monstrosity”, sem fjallar um fíkniefnasjúkt barn fætt af kókaínsjúkri móður. Samt sem áður var Schuldiner hreinskilinn málsvari fyrir kannabisnotkun.

Tónlistarferill

Schuldiner stofnaði Death sem “Mantas” árið 1983.

Í janúar 1986, Schuldiner fór í kanadísku hljómsveitina Slaughter til bráðabirgða á gítar. Hann fljótlega snéri aftur til að halda áfram að gera Death.

Á fyrstu árunum voru þónokkrar meðlimaskiptingar, en loksins gaf hann út ásamt Chris Reifert fyrsta diskinn með Death, Scream Bloody Gore, árið 1987. Þessi diskur er oft sagður marka upphaf Death metalsins. Hann hélt áfram árið 1988 með Leprosy með line-up sem stóð af gítarleikarans Rick Rozz, stofnada Mantas, Terry Butler á bassa og Bill Andrews á trommur, og á Spiritual Healing (1990), var gítarleikaranum James Murphy skipt út fyrir Rozz sem hafði verið rekinn.

Eftir Spiritual Healing hætti Schuldiner að vinna með sömu hljómsveitarmeðlimum og nú vann hann aðeins með session leikurum í stúdíói og á tónleikaferðalögum eftir slæma reynslu við fyrrum meðlimi hljómsveitarinnar. Vegna þess var Chuck þekktur sem fullkomnunarsinni í metal bransanum.. Schuldiner hafði líka rekið umboðsmann sinn Eric Greif en endurréð hann áður en hann gaf út næsta disk. Með næstu plötu sinni, Human, byrjuðu Death að þróast út í flóknari, teknískari og framsæknari tónlist, og hélt þeim stíl áfrám á næstu plötum, Individual Thought Patterns (1993), Symbolic (1995) og The Sound Of Perseverance (1998).Textagerðin breyttist einnig og sömuleiðis innihaldið. Á fyrstu þremur diskunum (Scream, Leprosy og Spiritual) fjölluðu flest login um dauða, uppvakninga og alls konar viðbjóð, en eftir það fóru textarnir að snúast um heimspekilegri hluti og voru ekki nærri því eins grófir.

Schuldiner spilaði einnig á gítar með hljómsveitinni Voodoocult á disknum Jesus Killing Machine árið 1994.

Schuldiner lagði Death niður árið 1998 til að búa til nýja hljómsveit sem hét Control Denied, og gaf út nýja plötu sem hét The Fragile Art of Existence árið 1999.

Schuldiner var líka spurður hvort hann vildi vera einn af mörgum gesta söngvurum árið 2001 á disk með Dave Grohl sem hét PROBOT gert af Grohl sjálfum.


Árið 1999 gerðist hræðilegur atburður í sögu Death metals, Chuck Schuldiner fékk heilakrabbamein. Grohl bauð sig jafnvel fram til að afla fjár til að hjálpa Schuldiner að borga aðgerð til að fjarlægja heilakrabbameinið hans sem myndi að lokum drepa hann. Schuldiner lést af krabbameininu 13.desember árið 2001 áður en eitthvað varð úr samvinnu hans við Dave.

Diskar sem Chuck spilaði á..

Með Death
1987 – Scream Bloody Gore
1988 – Leprosy
1990 – Spiritual Healing
1991 – Human
1992 – Fate: The Best of Death
1993 – Individual Thought Patterns
1995 – Symbolic
1998 – The Sound of Perseverance
2001 – Live in L.A. (Death & Raw)
2001 – Live in Eindhoven

Með Control Denied
1999 – The Fragile Art of Existence

Með Voodoocult
1994 – Jesus Killing Machine