Immortal Immortal

Immortal er norsk black metal hljómsveit frá Bergen. Þeir byrjuðu um 1990 sem death metal hljómsveitin Amputation, stofnendur hljómsveitarinnar Abbath og Demonaz eru nú þegar sögufrægir metal tónlistarmenn. Hljómsveitin hefur nú verið ein af fremstu black metal hljómsveitum.
Þeir Abbath og Demonaz byrjuðu fyrst að búa til þennan ískalda black metal sem þeir hafa nú búið til. Ást þeirra á Bathory, Venom og Slayer krydduðu upp fyrstu verk þeirra þar sem Abbath sá um bassa og Demonaz sá um gítar og það voru mismunandi trommarar sem trommuðu þar á meðal: Armgedda, Grim og Hellhammer. Abbath trommaði stundum einsog á “Pure Holocaust” og “Battles In the North”. Og fyrsta útkoman var “Diabolical Fullmoon Mysticism”.
Verk þeirra frá fyrri árum eru mjög hefðbundin black metal en svo varð það meira melódískara. Sumir diskar þeirra er erfitt að fá en með undantekningu á “Sons of Northern Darkness”.
Fyrir utan það að vera bara tveir í bandinu, þá bjuggu þeir til þessa flottu, köldu hljóma um stað sem hét Blashyrkh. Samkvæmt Abbath, þá var þetta frosna veldi búið til úr hatri hans og Demonaz.
Fyrsti stóri túrinn þeirra var með Morbid Angel 1995.
1997 þegar “Blizzard Beasts” kom út þá meiddist Abbath illa í hendinni og gat ekki spilað en hélt áfram að semja efni fyrir hljómsveitina og var umboðsmaður hennar. Demonaz fór á gítar og þeir fengu tímabundinn bassaleikara.
1999 komu þeir sterkari en áður með “At the Heart of Winter” og “Damned In Black” sem kláraði líka samning þeirra við Osmose Production og þeir skrifuðu nýjan samning við Nuclear Blast Records. Sjöunda plata þeirra kom svo út ísköld “In My Kingdom Cold” sem er frábær plata.
Immortal ákváð svo að splitta sumarið 2003. En svo mið-október 2005 ákváðu Abbath, Demonaz og Armgeddon, upphaflegi trommuleikari Immortal og safnast saman með Ex-Gorgoroth bassaleikaranum King Ov Hell og Enslaved gítarleikaranum Arve Isdal og byrjuðu á nýju verkefni sem var kallað “I”. Drengirnir skelltu sér í stúdíóið og vonast er eftir því að plata komi út lok 2006.
Svo var ákveðið sumarið 2006 að Immortal skuli reunite-a og tilkynntu þeir að þeir ætluðu að spila sumarið 2007 á nokkrum tónlistarhátíðum og þeir munu einnig spila smá í Bandaríkjunum.



Diskarnir þeirra:


Diabolical Fullmoon Mysticism (1992)
Pure Holocaust (1993)
Battles In the North (1995)
Blizzard Beasts (1997)
Damned In Black (2000)
Sons of Northern Darkness (2003)

Heimildir:
http://en.wikipedia.org/wiki/Immortal_%28band%29
http://immortal.battlegrim.net/eng/band.shtml
http://www.metal-archives.com/


ps. skrifaði þetta hlustandi á þá