Þessi sveit getur ekkert rangt gert í minni bók. Dream Evil er sveit ættuð frá Svíalandi, sveit sem super-producer Fredrik Nordström setti saman fyrir nokkrum árum. Fékk hann til liðs við sig þá Gítarguð Gus G (og það eru 4 G þarna!), Snowy Shaw trommara og Niklas Isfeldt söngvara (sem hafði sungið eitthvað með Hammerfall ef mig minnir rétt). SVeitin gaf út tvær meðalplötur, áður en þeir gáfu út sína þriðju breakthrough plötu, The Book of Heavy Metal. Sú plata er alveg rosaleg, frá byrjun til enda.

Rétt eins og nafn sveitarinnar gefur til kynna, þá eru dregin áhrif frá meistara DIO og mætti e.t.v. kalla þetta einhvern sambræðing af honum og Manowar. Tónlistin er eins og segir í nokkuð ágætri lýsingu: “Straight forward, stomping riffing, melodic and harmonic passages in abundance, hookline-on-hookline vocals, epic atmosphere but also bittersweet ballad-approach and thunderous speed outbursts.” Niklas er enda frábær söngvari með sterka rödd ala Dio.

Nú hafa drengirnir gefið út nýja plötu, United, sem heldur áfram þar sem Bókin góða endaði síðast. Reyndar hættu bæði Gus G og Snowy Shaw í sveitinni, en í staðinn eru komnir nýir meðlimir sem fylla skörðin mjög vel.

Ég er ekki búinn að hlusta á alla plötuna, en er þó búinn að heyra fyrstu smáskífuna, Fire! Battle! In Metal! sem hefur sterkan Manowar keim (hvernig er annað hægt með titil sem þennan?). Einnig er síðasta lag plötunnar cover lag af laginu sem vann Eurovision 2005 fyrir Grikkland, My Number One sem flutt var af Helenu Paparizou. Frábær útgáfa það.

Mæli sterklega með þessu bandi! Kemur mér alltaf í gott skap

Heimasíða: http://www.dreamevil.se/

Myndband við The Book of Heavy Metal (titillag plötunnar):
Windows Media: http://mp4.centurymedia.com/europe/5.wmv
Real Format: http://mp4.centurymedia.com/europe/5.rm

Myndband við Fire! Battle! In Metal:
http://www2.centurymedia.com/index.aspx?page=detailed_artist&id_artist=103 (valið úr valmynd hægra megin)
Resting Mind concerts