Metalocalypse Jæja, þetta er fyrsta alvöru greinin mín, endilega komið með skítköst yfir skrifin mín, stafsetningarvillur ofl.

Jæja, núna ætla ég að skrifa grein um gaman-metal þáttinn Metalocalypse sem er sýndur á Adult Swim (Cartoon Network) á.. tja.. ég er ekki viss um daga og tíma.

En hérna kemur smá um hljómsveitarmeðlimina í Deth Klok (söguhetjur þáttana).

Nathan Explosion

Söngvari bandsins. Talar með svona.. brutal rödd.. Einsog að hann growl-tali. Hann minnir mig svona smá á George Fisher úr Cannibal Corpse. Hann hefur mörgum sinnum þurft að fá nýja lifur útaf drykkju sinni, svosem að panta hundrað bjóra í einu. Hann hefur einnig verið þekktur fyrir að æla blóði. Hann á einnig erfitt að tjá tilfinningar sínar nema hann sé drukkin eða þá að persónan sem hann er að tala við er dauð.
Hann hefur sína eigin gerð af BBQ sósu þekkt sem "Explosion Sauce"

William Murderface
Bassaleikarinn í bandinu. Hann er haturfyllsti maður jarðarinnar. Hann er nihilisti (er það orðið á íslensku?) og hann hatar engan meira en sjálfan sig. Hann var alinn upp af ömmu sinni og afa, Thunderbold og Stella Murderface eftir að hann tapaði foreldrum sínum í hrottalegu keðjusagar morði/sjálfsmorði.
Hann hefur þann ávana að míga allstaðar eða að tala um það að míga hvar sem hann er, og er meirasegja með hliðarverkefni sem heitir Planet Piss. Hann er greinilega tilfinninganæmasti maðurinn í bandinu. Hann segist vera þunglyndur því honum finnst hann vera feitur, reyndi að strjúka frá Mordland(Deth Klok höllin), grét blóði, lagðist í sjálfspyntingar, meig á sig meðan hann var að þylja upp slæmar barna minningar, og að muldra orð einsog “I miss Pickles” (Ég sakna Pickles).
Hann er með tvö tattoo, á maganum, sem á standa “Pobodys Nerfect” og “This Mess is A Place”
Hann hefur einnig sína eigin gerð af hurðarhúnum, sem eru kallaðir "Murderknobs"

Pickles the Drummer
Trommarinn í bandinu. Hann var alinn upp í Wisconsin, Bandaríkjunum. Hann hatar bróður sinn, Seth, sem foreldrar hans, Calvert og Molly eru alltaf að monta sig af, þó hann sé fyrrverandi fangi og búi fyrir ofan bílskúrinn hjá þeim. Hann er eini karakterinn í bandinu sem eftirnafnið er ekki vitað. Það er grunað að hann viti það ekki einusinni sjálfur. Hann virðist vera sá eini í bandinu sem hefur einhverja manneskju hæfileika. Þarsem hann er eini í bandinu sem les blaðið og sá eini sem veit hvað matvöruverslun er. Hann er einnig ónæmur fyrir öllum eiturlyfjum þarsem hann ólst upp við það að reykja stjórnvalda gras á hverjum degi þarsem hann þjáðist af “barna gláku”.
Hann er studdur af Fjármálaráðuneiti ríkisins og hefur sinn eigin pening "Pickels Nickels".

Skwisgaar Skwigelf
Lead gítarleikarinn. Hann er sagður hraðasti gítarleikari í heimi. Þó hann sé hraðasti gítarleikari í heimi, getur hann ekki lesið nótur. Skwisgaar er frá Svíþjóð og er þarmeð með sterkan sænskar hreim, og setur “s” fyrir aftan mörg orð sem hann segir. Hann var alinn upp af móður sinni Serveta Skwigelf, sem var ungfrú Svíþjóð árið 1956.
Hann er sagður vera mest kynferðislega virkur meðlimur bandsins og oft montar sig í Toki, sem hatar það. Honum er alveg sama hverjum hann sefur hjá, hann hefur sést verið að reyna að fá að komast í bólið með gamalli ömmu ásamt því að hafa sofið hjá mjög feitri konu.

Toki Wartooth
Rythma gítarleikarinn. Hann er sagður næst-hraðasti gítarleikari í heimi (á eftir Skwisgaar Skwigelf), þó hann líka, getur ekki lesið nótur. Toki er barnalegasti, ljúfasti og góðhjartaðasti maður bandsins. Hann kemur frá Lillehammer í Noregi. Hann hefur komið með nokkur barnaleg komment, svosem að fullorðinstennur vaxi aftur eftir að þær detta út, því að það sama skeður með barnatennurnar.
Hann er með stuðningssamning við nammitegundina "Willard Wonky Candy-Hand Candy".


Í dag hafa verið gefnir út 11 þættir, sem ég veit um. Hver þáttur er eitthvað um 10-11 mínútur.

Að mínu mati ættu allir að kíkja á þessa þætti, nokkuð góðir að mínu mati.

Ég veit ekki hvort það er leyft eða ekki, en þessi grein er aðalega bara þýðing af wikipedia.org.

Heimildir: Þættirnir sjálfir og Wikipedia

Ég geri kannski aðra grein um þetta sem fer meira í aðra karaktera og þættina sjálfa. Þ.e.a.s. ef ég fæ góða dóma.