OK. Hér er saga Metallica í grófum dráttum. Bara svona upp á djókið!

Metallica var stofnuð árið 1981 af þeim James Hetfield (gítar), Lars Ulrich (trommur), Kirk Hammet (gítar) og Cliff Burton (bassi).

Fyrsta albúmið þeirra var Kill ´Em all sem rokkaði feitt og kom út 83 og var algjört trash metal. Metallica voru þá í feitum fíling.

84 held ég kom síðan Ride The Lightning sem var mun metnaðarfyllri og inniheldur eitt svalasta lag allra tíma, From Whom The Bell Tolls. Rock On.

1986 kom síðan stórsnilldar meistaraverkið Master Of Puppets sem er eitt rokkaðasta albúm allra tíma og titillagið er svo spik feit snilld að það hálfa væri miklu meira en nóg. Sólóin hjá Kirk Hammet eru svo ólýsanleg að maður verður að heyra þau sjálfur. Þegar Metallica voru svo á tour lentu þeir í rútuslysi í Svíþjóð og Cliff Burton lét lífið. RIP Cliff…

Árið 1988 náðu þeir svo í Jason Newsted á bassa og gerðu svo albúmið …And Justice For All. Það inniheldur One sem er svalt fucking lag. Og hæfileikar Hetfields sem söngvari voru búnir að taka stakkaskiptum, ótrúleg rödd sem maðurinn hefur.

1991 kom svo út albúmið “Metalica” sem er gjarnað kallað Black Album. Það er líklega frægasta Metallica albúmið. Inniheldur stórsmellina Enter Sandman, Sad But True, Nothing Else Matters svo nokkuð sé nefnt. Þar voru lögin orðin styttri, hægari, blíðari og Lars var hættur að níðast á trommusettinu. Metallic aðeins farnir að ryðga.

Svo 1993 eða eitthvað þannig kom út Load. Sem er blíð og góð og mjúk. Metallica algjörlega búnir að missa neistann.

Eftir Load kom svo ReLoad sem var álíka glötuð. Metallica orðnir gamlir og ryðgaðir.

Svo kom Garage Inc. árið 98 sem ég hef nú lítið hlustað á. Whiskey In The Jar er eina svala lagið.

Árið 99 kom svo út S&M. Ég á hana á videospólu og það er það ótrúlegasta sem ég hef séð. Ég mæli eindregið með henni. Metallica ásamt 104 fiðlu, selló og öðrum klassískum hljóðfæraleikurum. Mesta snilld ever, lögin 100 sinnum flottari en á albúmunum. S&M er sönnun þess að Metallica eru lang bestir!!! Kirk Hammet er snillingur á gítar, sólóin eru ólýsanleg. Og Lars með sitt stóra fucking trommusett er ótrúlegur. SKILDUEIGN!

Svo hætti nú Newsted og Hetfield fór í afvötnun og nýja platan tafðist sem er nú örugglega ekki mikil synd. Allt er í rústi.

GAME OVER METALLICA.

PS. Þeir eru samt fav bandið mitt.