hefur einhver tekið eftir því hvað bönd virka misvel á tónleikum og diskum? Hljómsveitin I adapt er ein allra besta tónleikahljómsveit landsins, en að hlusta á þá heima hjá sér í spilara virkar bara alls ekki eins vel.

ég skrifaði fyrir um 8 mánuðum síðan grein sem varð mjög umdeild og hét Íslenskt rokk er að fara til fjandans. þar skeit ég yfir hina íslensku tónlistarmenningu og líkaði ekki neitt….

Síðan þá hef ég gefið tónlistinni séns og hefði ég kannski átt að gera það áður en ég lýsti yfir andúð á harðkjarnanum.

Það er ýmislegt frábært að gerast á íslandi og ber þar einna helst að nefna svartmálmssveitina Potentiam og hina landsþekktu Vígspá. Þessar tvær eru alveg frábærar. Hljómsveitin Mictian er helvíti góð og lagið The Way To Mictian algjör snilld.

Fleiri góðar eru t.d. Klink, Forgarðurinn, I Adapt og sólstafir.
Pálmar