Þessi danska hljómsveit er hérna mætt með nýja plötu í farteskinu, The Hours That Remain. Síðasta plata sveitarinnar, 11 Dreams, er ein besta metalplata í mínu safni og það hefur vægast sagt verið mikil eftirvænting eftir þessari nýju plötu í mínum herbúðum.

Ég er búinn að hlusta á plötuna þónokkuð oft núna og þetta er lítið síðri plata en hin magnaða 11 Dreams. Ég viðurkenni að ég varð fyrir smá vonbrigðum þegar ég hlustaði á hana fyrst, en hún hefur vaxið á mig mikið við endurteknar hlustanir. Lögin eru þess eðlis að maður þarf að gefa þeim tíma, plús það að bandið hljómar öðruvísi núna, nú þegar Kral er hættur í bandinu og Mikkel er svona mikið með aðalsönginn. Má segja að þeir séu komnir enn nær Nevermore en þeir voru áður, þó þeir hljómi samt allt öðruvísi.

Ég elska sándið á þessari plötu. Gítararnir slá mann alvarlega í fésið. Martin Buus er rosalegur gítarleikari. Trommuleikurinn er líka mjög ákveðinn. Þetta er það sem ég alveg elska við tónlist.

Simply put. Þetta band jarðar alla samkeppni. Klisjukennt sænskt sánd? Kann að vera, en að mínu mati er þetta miklu betra en samkeppnin. Þeir jarða bönd eins og Soilwork, Scar Symmetry og önnur í þessum geira. Sándið inniheldur mörg layers af hljómum, hljómborðið er t.d. notað á akkúrrat réttum stöðum til að lifta tónlistinni á næsta plan en samt alveg nógu lítið til þess að keyboard haters séu ánægðir.

Vocallinn …. alveg eins og maður mátti búast við, þá er hann ROSALEGUR. Bróðurpartinn af honum er í höndum Mikkels núna, hann framkvæmir jafnframt “Screams” meira núna en áður, auk þess að syngja clean. Brutal growls er eitthvað minna af en áður en eins og Mercenary er einum lagið eru þeir duglegir við að blanda þessu öllu saman á sama tíma í alveg einstaklegra flottri vocal harmoníu. Mikkel Sandager er einn sá allra flottasti í senunni í dag.

Hið 8 mínútna lokalag, titillag plötunnar, réttlætir kaup á plötunni. Það er alveg í sama klassa hjá mér og titillag 11 Dreams. Intense, emotional, out of this world vocall, melódía sem brennir sig inn að beini, og frábært stripped down niðurlag á laginu þar sem Mikkel syngur einn er það sem kemur upp í hugann. Gerir það að verkum að það eina sem maður getur gert er að ýta á play aftur. Platan er rétt rúmur klukkutími að lengd en mætti vera miklu lengri!

Það besta við þessa plötu að hún á eftir að verða enn betri frekari hlustanir… (pushing play again)

Fyrsta mp3 af plötunni:

Soul Decision:
http://www.mercenary.dk/downloads/audio/full/MERCENARY_-_Soul_Decision.mp3

Það er einnig komið e-card með 4 heilum lögum streaming af nýju plötunni.

http://ecard.centurymedia.com/mercenary/mercenary2.html

Lögin eru:

Redefine Me
Soul Decision
Lost Reality (8 mín lag)
My Secret Window

Prepare to get hooked…
Resting Mind concerts