A Tyranny Of Souls review jæja ég ætla að gera fyrstu greinina mína….. Review af A Tyranny of Souls með Bruce Dickinson


01.Mars Within(intro)(1:41)
diskurinn byrjar á mjög skrítnu intrói þar sem Bruce er eitthvað að bulla um einhvern Professor Quatermass, nenni ekkert að fara betur í það.

02.Abduction(3:52)
Þetta er eitt uppáhaldslagið mitt á disknum (rosalega flott þegar maður hefur það vel blastað). Þetta lag er mjög “single legt” lag enda vídjó við það og með mjög “catchy” viðlag
What do you want from me? I sense your mastery….
vidjóið er hér: http://www.youtube.com/watch?v=eViKM5g4Coc&search=abduction%20bruce%20dickinson …mjög flott lag og fær 8/10 í einkun

03.Soul Intruders(3:54)
Þetta er eitt af fáu lögunum á disknum sem heillaði mig ekkert sérstaklega, samt flott doublebassa trommu byrjun og kúl viðlag og textin mjög góður, mjög typicall Bruce legur einhverneginn. Sólóinn finnst mér líka ágætur en annars finnst mér þetta ekkert sérstakt. 6/10 í einkunn

04.Kill Devil Hill(5:09)
Þetta er annað af mínum uppáhaldslögum á disknum. Það byrjar mjög rólegt, gítarinn að spila laglínuna og síðan fer beint inn í mjög heavy vers. Viðlagið í þessu finnst mér vera það besta á disknum. Þess má geta að Kill devil Hill er bær í Norður Karólínu í Bandaríkjunum þar sem eru hæstu sand hólarnir í usa og það var þar sem Wright bræðurnir flugu fyrst. Þetta lag fær 9/10 í einkunn, það eina sem heldur því frá 10 er leiðinlegur rólegur partur í endan á laginu sem nær alveg til enda:(

05.Navigate the Seas of the Sun(5:53)
Þetta lag er allt acoustic, mjög rólegt og flott og með besta textann, fær mann alveg til að hugsa. Ég veit ekki hvað ég get sagt meira um þetta en mér finnst þetta allavega mjög flott og þetta fær alveg 8/10 í einkunn:D

06.River Of No Return(5.15)
Ég segi bara VÁ!! ég dýrka þetta lag, það er svo flott heavy/rólegt/ódistortað verse í þessu, bara VÁ!!. Og keybordið er magnað líka. Alveg 9/10 í einkunn

07.The Power Of The Sun(3:31)
Þetta var eina lagið sem ég hafði heyrt áður en ég keypti diskinn. Mjög hratt flott lag en samt eiginlega ekkert sérstakt nema einn partur þegar hann segir “The Cameras never lie, The Gohst of you and I” ég dýrka það, en já, 6/10

08.Devil On A Hog(4:52)
Mér finnst þetta lag vera sona mest Rock n' Roll lagið á disknum, og alveg magnaður texti hahaha “You might see me in Tokyo, To the rings of Saturn, hey, lets go!” og viðlagið finnst mér alveg ágætt en náttúrulega ekkert Kill Devil Hill en samt ágætt. hvorki meira né minna en 8/10

09.Believil(4:52)
Ég verð að segja að mér finnst þetta slakasta lagið á disknum. Asnalegt þetta yeah yeah í byrjun. Viðlagið er það eina sem er ÁGÆTT en annars finnst mér þetta vera bara Album filler 4/10:(

10. A Tyranny Of Souls(5:54)
Jæja komið að titil laginu og jafnframt því síðasta. Þetta er gott lag. Ekkert sérstakt intro en það er svo flott þegar það fer yfir í viðlagið, ég spóla alltaf til baka til að heyra það aftur. Mér finnst viðlagið líka mjög gott. Annars er þetta mjög slow tempo lag. 7/10 í einkunn

Í heildina séð er þetta mjög góður diskur og ég hvet alla sem fýla Maiden að kynna sér líka sólið hans Bruce því þetta er sumt mjög líkt maiden. Og þess má geta að Bruce hefur aldrei hitt gaurinn sem spilar keyboard partana fyrir þennan disk. Þér e-mailuðu alltaf lögin bara til hans og hann spilaði keyboard partana inn:)

Einkunn:7.2

Eins og sagði fyrir ofan þá er þetta fyrsta greinin mín þannig að engin skítköst takk fyrir:)