Norska bandið Quiritatio á Dillon 2. júní ásamt Sólstöfum! http://www.restingmind.com/pics/Quiritatio/quiritatio.jpg

Yes. Þessir hressu Norðmenn munu spila hérna 2. júní á Dillon. Bandið kemur til landsins til að spila á tvennum tónleikum, en þeir eru bókaðir 3. júní á Egilsstöðum þar sem þeir spila á Road Rage hátíðinni þar.

Bandið spilar einhvers konar postcore/metal/hardcore samsuðu og lista þeir eftirfarandi sveitir sem áhrifavalda:

Cult Of Luna - Converge - Breach - The Shins - Catharsis - Tragedy - The Mars Volta - Amy Diamond - The Spectacle - Annie - Ümlaut - Mastodon - Finntroll - The Smiths - Godspeed You Black Emperor - Enslaved - Neurosis - (the older) In Flames - At the Gates - From Ashes Rise - Terror - Slayer etc.

Mynd af bandinu: http://www.restingmind.com/pics/Quiritatio/quiritatio_live.jpg

Tóndæmi á http://www.myspace.com/quiritatio en þið getið downloadað öllum þremur lögunum sem þar eru, auk þess að hlusta beint, en mælt er með download möguleikanum, þar sem lög á myspace eru oft í verri gæðum í streaming version.

Heimasíða: http://www.quiritatio.net/ Hægt að downloada mp3 þar.

Húsið opnar 22 (hægt að mæta fyrr þar sem það er ókeypis inn) en Quiritatio stíga á svið 23:00.

S.s. Dillon, föstudaginn 2. júní ásamt hinum mögnuðu Sólstöfum sem loka kvöldinu!

Fyrir þá sem ekki vita eru Sólstafir komnir með útgáfusamning við eitt stærsta þungarokkslabel í Evrópu, Spinefarm/Spikefarm. Fyrsta plata þeirra á því labeli, Masterpiece of Bitterness, er nýkomin út og hefur fengið lofsamlega dóma hvarvetna.

Þetta verður svakalegt kvöld!

FRÍTT INN!!!

Quiritatio verða með varning til sölu, þannig að menn geta styrkt þá með því að versla af þeim slíkt, boli og diska.
Resting Mind concerts