æ, f### maður, fyrsta greinin mín, plís engin skítköst.

Fyrst ætla ég að útkljá smá vandamál.

Ég set Sign (borið fram eins og maður sé að signa sig, fyrir þá sem ekki vita) í metal því þeir einfaldlega eru það og plús það að enginn hefði kíkt inná íslensk tónlist.


Jæja þá. Plötuna keypti ég fyrir rúmum 3 vikum og hefur hún verið í mikilli spilun. Fyrst hélt ég að Sign væri wannabe mainstream með einhver útvarpslög, en svo er ekki. Mjög skemmtilegur metall með BLS influenci í riffunum og dave mustain like söng( líkt tornado of souls). Ég er gítaristi þannig að ég vil afsaka það ef að gítarinn s´´e meira umfjallaður en annað efni.

1. Lift me up
mjög gott lag með dálitið attitude í söngnum (motherfucker partinn dýrka ég). Obening riffan helvíti nett.
Fær 7,4 af 10,0

2. A little bit
Geðveikt nett gítar riffan. Kemur upphækun í miðju lagi (klisja eða ekki klisja, maður spyr sig).
Fær 7,7 af 10,0

3. Love to be loved
Byrjunin er eins og speeded up Kiss. Enginn svakalegur kórus eins og í flestum hinum lögunum en það er bara flott. Gítarsólóinn er shred dauðanns.
Fær 7,5 af 10,0

4. Breathe
Poppaðasta lag plötunnar en samt mjög gott fyrir smá easy listening, gítaristinn Earl Slick og Mark Plati (sem spilar á bassa og Mellotron)eru gestir í laginu.
Fær 7,4 af 10,0

5. What you don't know
Nettur gítarsólóinn. Nett gítarriff.
Gott lag ef þú ert að byrja að hlusta á Sign.
Fær 8,0 af 10,0

6. Thank god for silence.
titillög þurfa alltaf að standa undir væntingum. Það gerir þetta lag svo sannarlega, gott lag í alla staði.
Fær 8,5 af 10,0

7. So pretty
Gott lag. Mjög catchy.
Fær 7,5 af 10,0

8. When demons win
Lang besta lag plötunnar að mínu mati. hlustið á sönginn. Ég tók sérstaklega eftir trommunum en þær verða mjög flottar þegar á líður. Gítarsólóinn er mjög sérstakur en flottur.
Fær 9,0 af 10,0

9. _
já lagið heitir niðurstrik, ekki spyrja mig af hverju. Nett lag, rólegra en hin (fyrir utan breathe).
Fær 7,3 af 10,0

10. Never stop rockin'
Lélegasta lag plötunnar að mínu mati (líklega að því að ég hef hlustað á það minnst).
Fær 6,6 af 10,0



Öll lögin eru samin af Ragnari Sólberg
(gítarista og söngvara) en lag númer 4 er einnig samið af fyrrnefndum Slick og lag 5 er einnig samið af Agli, trommara hljómsveitarinnar og lag númer 6 er einnig samið af Slick og Mark Plati.

Heildareinkun er 8,0 af 10,0


P.S. Ég er einginn sérfræðingur í svona einkanna gjöfum svo afsakið það ef þær eru skrítnar.