Khold. Árið 2000 var norska blackmetal hljómsveitin Khold stofnuð. Hún reis upp úr ösku hljómsveitarinnar Tulus.

Khold, sem er staðsett í Osló í Noregi var stofnuð af trommuleikaranum Sarke, Gard sem spilaði á gítar og söng, gítarleikaranum Rinn og bassaleikaranum Eikind. Þeir tóku upp demó og seint árið 2000 fengu þeir samning hjá Moonfog.

Fyrsta plata Khold, sem bar titilinn “Masterpiss Of Pain”, kom út um vorið árið 2001. Gagnrýnendur sögðu það þessi gripur væri ferskur andvari í black metal senuna. Um haustið sama ár fór Khold í tónleikaferðalag til að fylgja plötunni eftir.

Plata númer 2, sem hét “Phantom” kom út um vorið 2002. Hún var einnig gefin út af Moonfog. Þar sem Khold höfðu engan bassaleikara þá, því að Ekind hafði hætt um haustið 2001, var Sir Graanug ráðinn til að spila á upptökunum fyrir Phantom. Brandr hjálpaði einnig til á nokkrum tónleikum þar til Grimd kom til liðs við hljómsveitina haustið 2002.

Haustið 2002 fór Khold svo á “norrænt” tónleikaferðalag með ekki ómerkari mönnum en Satyricon. Árið 2003 komu þessar tvær hljómsveitir aftur saman fyrir sex vikna tónleikaferðalag um Evrópu.

Síðsumars árið 2003 var platan “Mørke Gravers Kammer” tekin upp og einnig tekið upp myndband við lagið “Død”. Platan Var svo gefin út um vorið 2004 af Candlelight Records. Árið 2005 fóru Khold svo aftur á tónleikaferðalag um Noreg.

Bæði “Phantom” og “Mørke Gravers Kammer” voru tilnefndar til Alarm tónlistarverðlaunanna árin sem þær komu út.

Árið 2005 var platan “Krek” tekin upp og gefin út þann 10. október af TABU Records.

Khold spila sína einstöku tónlist á hráan, dökkan og frumstæðan bara á trommur, gítara og bassa. Samt sem áður eru þeir alltaf ferskir og hjakka ekki mikið í sama farinu. Textarnir eru allir skrifaðir og fluttir á norsku til að ná illskunni og dökkleikanum fram og þunginn er meiri en finnst hjá flestum blackmetal hljómsveitum. Þess má til gamans geta að Khold hafa alltaf haft “fimmta meðliminn” sem er Hildr. Hlutverk Hildr er að semja textana.

Um páskana á þessu ári fór Khold í pásu í óákveðinn tíma.Ástæðan sem var gefni fyrir því var sú að hljómsveitin þurfti tíma til að velta hlutunum fyrir sér. Það veit hins vegar enginn hvenær eða hvort Khold rísi upp.


Heimasiða hljómsveitarinnar: http://www.khold.com/