Killswitch Engage - The End Of Heartache
Þessi grein birtist líka á http://www.poppkorn.tk sem er frekar ný tónlistarsíða sem að ég og fleiri höfum byrjað með, erum komin með 10-12 penna sem að munu vera duglegir að skrifa þarna inn plötudóma, umfjallanir um hljómsveitir/tónlistarmenn, tónleikaumfjallanir og fleira skemmtilegt. Við erum öll 14-17 ára.

Mæli með því að þið kíkið reglulega við á http://www.poppkorn.tk


Ég minni á að það er metaldagana á miðvikudögum á poppkorn.tk. Einnig vil ég benda á það að ef að þið hafið áhuga á því að gerast pennar á síðunni þá þurfið þið ekki annað en að senda Doherty eða Siggit einkaskilaboð hérna á huga.





Killswitch Engage er hljómsveit frá Westfield Massachust. Hún var stofnuð árið 1999 og hefur gefið út 3 plötur síðan. Þeir urðu þekktir eftir aðra plötu sína Alive or Just Breathing og var búist við að drengirnir í Killswitch myndu verða ein af bestu metal böndum samtímans (og eru núna, að mínu mati). En eftir Alive or Just Breathing hættu trommarinn Tom Gomes og söngvarinn Jesse Leach vegna vandamála með röddina.


Þeir sem eftir voru í bandinu, Mike D’Antonio á bassanum, Joe Stroetzel á gítar og Adam Dutkiewic gítarleikari(/bakraddir) leituðu logandi ljósi að nýjum liðsmönnum í bandið, enda ekkert vit í að hafa engar trommur og engan söng. Þeir fundu að lokum trommarann Justin Foley og söngvarann Howard Jones, báðir úr bandinu Blood Has Been Shed.


Með þessa uppstyllingu gáfu þeir út plötuna The End Of Heartache sem gefin var út af Roadrunner Records eins og platan á undan. Gítarleikarinn Adam Dutkiewic var pródúser eins og á hinum plötum Killswitch. Platan fékk frábærar mótökur og var meðal annars titillag plötunnar tilnefnt til Grammy verðlauna og platan fær 8,5 í einkun á Metal Storm og 9,5 á Metal Observer.


Nokkrar breytingar urðu á stíl bandsins við söngvaraskiptin. Fyrri diskarnir voru hrárri og söngurinn ekki jafn clean, meira svona hardcore metall. Á The End Of Heartache voru þeir komnir út í aðeins meiri thrash og það er það sem að mínu mati gerir þetta besta disk Killswitch. Það góða við breytingarnar er að svo margar hljómsveitir eru orðnar eins og Killswitch voru á Alive or Just Breathing. Þeir hafa skapað sinn eigin stíl.


Á The End Of Heartache kemur fram það besta úr Killswitch, kraftmikið gítarspil, flottar melódíur, djúpa texta og hreint út sagt magnaðan söng. Það má endalaust deila um metal stefnur en ég vil flokka Killswitch í metalcore eða álíka.


Það er ekki nema hálft ár síðan ég byrjaði að hlusta á KsE. Ég heyrði lagið The End Of Heartache hjá félaga mínum og jájá, nokkuð gott lag. Ég ákvað að næla mér í tvo diska með þeim, The End Of Heartache og Alive and Just Breathing. Ég hlustaði á nokkur lög og aftur jájá, nokkur góð lög og hlustaði ekkert meira. Síðan kom af því að ég rakst á þessa diska í tölvunni þegar ég var að skoða tónlistina mína, ég ákvað að gefa The End Of Heartache tækifæri. Ég ákvað að hlusta betur á tónlistina og með opnari huga. Ég byrjaði að hlusta og ég hlustaði og hlustaði og hlustaði…og þvílík snilld, ég skildi ekki hvernig ég hafði ekki geta elskað þetta við fyrstu hlustun. Kannski þarf maður að hlusta á öll lögin tvisvar til að finnast þau góð, hver veit.


“Hreinn” söngur Howard er geðveikur og heillaði mig upp úr skónum við fyrstu hlustun auk kraftmikilla öskra, sem að mér finnst betri en hjá Jesse Leach, og er rosalegt hvað maðurinn getur gert með röddina sína. Það er líka gaman að segja frá því að Jesse syngur bakraddir á plötunni. Þungu riffin eru enn til staðar en sterkur melódískur keimur er á þessi, má segja. Góð blanda af doublekicker, chinese cymbölum, mögnuðum djúpum bassa og hörðum riffum. Það heyrist að þessi diskur er mun betur mixaður en fyrri verk og loksins heyrist í bassanum hjá Mike. Þess má líka geta að Howard Jones samdi alla textana á plötunni.


Diskurinn byrjar mjög vel á lögunum A Bid Farewell, Take This Oath, When Darkness Falls (lagið var í Freddy vs Jason) og Rose of Sharyn. Allt mjög kraftmikil lög, keyrslan hröð og frábær viðlög þar sem hreinn söngur Howard fær að njóta sín og frábærir textar eins og í Rose Of Sharyn, sem hann fjallar um að missa ástvin. Hreint magnaður texti.


Now I'm broken,
Here I stand alone
Wondering what were the last words I said to you.
Hoping, praying that I'll find a way to turn back time, can I turn back time?

What would I give to behold,
the smile, the face of love.
You never left me, the wondering sun will always speak your name.



(Rose of Sharyn)


Um miðja plötuna sér maður samt að fjölbreyttnin gæti verið meiri en gott að sjá 2 instrumental lög þarna inná milli. Tvo seinustu lögin eru síðan mjög góð að mínu mati, Hope is…og Wasted Sacrifise.


Maður hefur séð hjá mörgum metal-böndum í dag að það koma kannski 2-3 frábær lög á hverjum disk en það er ekki þannig með The End Of Heartache. Diskurinn er stútfullur af, leyfist mér að segja, geðveiku efni. Það er ekki spurning að þetta er frábær plata og kemst svo sannarlega á topp 10 metal listann minn. Killswitch Engage eru fremstir í sinni stefnu að mínu mati en skortur á fjölbreyttni verður vonandi úr sögunni á næstu plötu.