Ég ætla að nefna nokkur lög sem hver sem er verður að kíkja á.. Ef ekki, eruð þið að missa af miklu….!

At The Drive-In - One Armed Scissor
Hljómsveitin spilar eins konar emotional melódíur.. Fallegt!

Atreyu - Right Side Of The Bed
Ég myndi greina þetta sem metalcore.. Tónlistin þeirra er svolítið lík Hatebreed og er algjör snilld…!

Bullet For My Valentine - Hand Of Blood
Þetta er nokkuð ný bresk hljómsveit sem spilar einhvers konar punk metal blöndu.. Þetta er samt langbesta lagið með þeim og það er helvíti gott..!

Converge - Distance And Meaning
Þetta er svona hardcore/punk/metal hljómsveit sem ég er nýbyrjaður að fíla í tætlur.. Ég mæli með að hlusta á allan Jane Doe diskinn.. Hann er svo grípandi eitthvað!!!

Doomriders - Black Thunder
Þegar ég heyrði þetta lag fyrst, kiknaði ég í hnjánum þótt ég væri sitjandi..! Þetta band er sideproject hjá söngvaranum í Converge sem spilar líka á gítar og syngur í Doomriders.. Nafnið á hljómsveitinni kann að hljóma svolítið langsótt en þetta er SNILLD! Mjög erfitt að næla sér í tónlistina þeirra samt..:/

Face Tomorrow - Sign Up
Þetta er ein besta hljómsveit sem ég hef heyrt í en samt er hún ekki þekkt:S Þetta er nokkurnveginn blanda af tilfinningum og melodísku pönki.. Ætti líka að nefna lögin Back To The Starting Line, Worth The Wait og Reflection..

From Ashes Rise - Reaction
Ég veit eiginlega ekkert um þessa hljómsveit nema að hún spilar mjög grípandi grindcore..

Razor Crusade - The Low Spark
Ég veit ekkert um hljómsveitina en þetta er svona blanda af The Distillers og Converge.. Snilldar lag…!

Shai Hulud - Scornful Of The Motives And Virtue Of Others
Þetta er grindcore hljómsveit sem allir sem vilja GÓÐA tónlist inn í lífið sitt eiga að kíkja á!! Þetta er ómetanlega góð tónlist..

Taking Back Sunday - Bike Scene
Þessi hljómsveit er nútímapönk sem er aðeins þyngra en The All-American Rejects.. Snilld!

Trivium - Pull Harder On The Strings Of Your Martyr
Hljómsveitin kom sterk inn á tónlistarsviðið fyrir ekki löngu og RÚSTAÐI flestum hljómsveitum sem hafa verið til með disknum Ascendancy og honum mæli ég endalaust mikið með..!!! Þetta er blanda af metalcore, trash- og progressive metal.. Ómissandi!

Takk fyrir.. Skúli (-_-)