Gardenian - sænskt dauðarokk með Eiríki Haukssyni! Ojá!!

Meðal þess sem Eiríkur Hauksson hefur afrekað, þá er eitt þeirra að syngja með þessari sænsku dauðarokkssveit.

Sveitin spilar melódískt dauðarokk, í Gautaborgsgeiranum, ekki svo ósvipað Soilwork, In Flames og Arch Enemy að þyngd og tónlistarformi. Ekki er þó svo að skilja að Eiríkur sé að syngja dauðarokk, heldur syngar hann með sinni clean rödd, til móts við dauðarokkssöngvarann. Einnig skartar hljómsveitin kvenmannsrödd, svona endrum og eins.

Reyndar, þá hefur Eiki einungis sungið með þeim á einni plötu (af þremur), en hún heitir Soulburner frá árinu 1999. Árið 2000 gáfu þeir út þriðju plötu sína, Sindustries en höfðu fyrir gefið út eina aðra plötu 1997 að mig minnir (man ekki nafnið).

Á Sindustries, þá var Eiki ekki fenginn aftur til liðs við hljómsveitina (hann var s.s. gestasöngvari á Soulburner) því dauðarokkssöngvarinn treysti sér til þess að syngja clean partana sjálfur. Að mínu mati er það ekki nærri því eins flott og með Eika.

Endilega kíkið á þessa sveit, en því miður þá veit ég ekki um neina heimasíðu með þeim, en efnið þeirra má auðveldlega finna á Audiogalaxy. Lagalistinn er hérna:

http://album.yahoo.com/shop?d=ha&id=1801017181&cf=10&intl=us&clink=

Ég mæli með lögunum Deserted, Powertool og Small Electric Space. Fyrir þá sem vilja það þyngra dugar Soulburner vel.

Þorsteinn
Resting Mind concerts