Saga Svartmálms(Þýdd grein) Þetta er grein sem ég þýddi því mér fannst hún vera svo vel skrifuð og auðskiljanleg, gerði þeta fyrir löngu síðan, ætlaði að gera síðu sem ég hætti síðan við, hef nokkru sinnum velt því fyrir mér að setja hérna inn en alltaf hætt við. Jæja, njótið:


Black Metal(Svartmálmur)
Þetta er allt sök hljómsveitarinnar Venom. Árið 1982 gáfu þeir út sinn seinni disk sem hét ,,Black Metal“. Eða Svartmálmur á íslensku,
það orð mun ég notast við í staðinn fyrir hið fyrrnefnda. Enginn mundi kalla þennan disk tímamótadisk, en það var fræið af frjósömustu tónlistarstefnanna. Nútíma svartmálmur heimtar uppruna frá Venom,Bathory,Celtic Frost og lægri gráður Merciful Fate.
Upphaf hljómsins sem við köllum svartmálm í dag fæddist árið 1987 með fyrsta disk Mayhem sem hét ,,The Deathcrush”.
Hljómsvetin tóku það hráa, herskáu riff frá Celtic Frost og Venom, angistarópin frá Bathory, og djúpa sataníska afstöðu
af öllum þrem til samans til að búa til nýjan hljóm. Frá byrjun til mið 9.áratugarins varð hljómurinn staðallinn af svartmálmi, og í dag
þegar við tölum um svartmálm meinum við sérstakan hljóm: hröð endurtekinn riff, sprengitrommur, sataníska texta komið á framfæri með
hárri angistarópa tónhæð. Það eru endanlaus tilbrigði, en það er grunn stíllinn. Snemma á tveim grunnskólum svartmálms kom fram ,,Hrái“
stíllinn(dæmi myndu vera Darkthrone og Dark Funeral,auk nokkra annara frægra) og Melódíski skólinn(stundum kallaður sinfóníu)
sem kannaði notkun hljómborða og meira af melódíum í lögum sínum til að búa til andrúmsloft.(Fylgismenn þar myndu vera Emperor og Dimmuborgir). Svartmálmur náði gríðarlegum vinsældum frá mið til seint á 9.áratug, á meðan straumurinn hefur hallað aftur, er stefnan enn svakalega vinsæl. Á meðan Noregur var skjálftamiðja stefnunnar, er svartmálmur nú til allstaðar af í Evrópu, einsog heilsu vettvangur í Japan,Suður-Ameríku og jafnvel Ástralíu.

Frá byrjun, þegar norskir Svartmálms tónlistarmenn gerðu alþjóðlegar fréttir með því að brenna kirkjur og drepa hvorn annan, hefur stefnan verið
þekkt fyrir að vera strangtrúuð, það er auk þess staðreynd að svartmálmur er eina tónlistarstefnan með ákveðna þjóðfræði sem partur af ímynd þess. Rétt, Dauðarokk er yfirleitt um ofbeldi og/eða hið illa, og Dómsdagmálmur(Doom Metal) er yfirleitt um eitthvað niðurdrepandi, en Svartmálmur er beinlínis um hið illa og hatur, aldrei nokkuð annað. Það er mismunur, og sum bönd eru meira satanísk en önnur, en grundvallar viðhorfið í stefnunni,óaðskiljanlegt. Sem tónlistarstefna, er stefnan stundum niðursokkin með hugmyndum af stöðunum ,,Sönnum” og ,,Dýrkun“(oft skammstafað í ensku sem ,,tr00” og ,,kvlt“) Fyrir þá óinnvígðu geta þessar hugmyndir verið undrandi, svo tilraun til að skilgreina fylgja.
Eiginleiki af ,,Sönnum(tr00)” er torskilinn, í meginatriðum skilgreint sem hollusta hljómsveitarinnar til stefnunnar og lífsreglu svartmálms.
Hljómsveitir sem fullyrða að vera í ,,Sannri(tr00)“ stöðu eru nánast alltaf fundnar á ,,Hráu” hlið grindverksins, og yfirlýst sem dýrkendur svartmálms
forfeðra einsog Mayhem og Burzum er algengt. Að vera á sakaskrá hjálpar, sérstaklega ef glæpurinn tengist mótspyrnu á þjóðfélagið eða Kristni.
Hljómsveit sem brennir kirkjur og ræðst að Kristnum er boð fyrir stöðu ,,Sannra(tr00)“. (Saga er að Mayhem hafi verið vanir að geyma dauðar krákur í plastpokum, svo þeir gætu alltaf verið umkringdir fnyk af rotnun). Grundvöllur leitar fyrir ,,Sönnum(tr00)” er löngun til að viðhalda listrænni ráðvendni, sem hlutverk af dulúð svartmálms hefur verið frá byrjun fyrirlitning fyrir velgengni gegnum auglýsingar og skrautklæði tónlistar iðnaðarins, sem flytur okkur til tengdu hugmyndarinnar ,,Dýrkun(kvlt)“. Hljómsveit sem er ,,Dýrkendur(kvlt)” er í meginatriðum ein sem er ekki vel þekkt. Vinsældir og velgengni eru gefnar gaum með tortryggni af svartmálms vettvangsins, og hljómsveit sem verður of vel þekkt og selur of marga diska eru gefnir gaum sem svik. Þetta hefur leitt af sér vana neðanjarðar(underground) hljómsveita í að gefa diska sína út í takmörkuðum eintökum til að koma í veg fyrir að of margt fólk fái þá. Að því virðist að þessi aðferð er tilraun til að haldast ,,Dýrkendur(kvlt)“. Velgengni margra af þeim meir ,,Melódísku” böndum, einsog Dimmu Borgir og Cradle of Filth, hefur leitt af sér djúpan andsnúning innan stefnunnar milli aðdáenda þeirra og þeirra sem aðhyllast ,,Sanna(tr00), Dýrkun(kvlt)" Svartmálms. Útlit svartmálms fær mikla athygli, og upprunalega var það aðferð til að gera stefnunna meira skelfandi fyrir utanaðkomandi. Svartmálmhausar klæddust leður og skotkúlubeltum, göddum og hnífa og hauskúpur allstaðar, og þeir máluðu andlit sín til að líkjast líkum. Nú í dag hefur útlitið orðið klisja, með mörgum böndum sem líkjast meira meðlim í Kiss en dauðri persónu, það hefur orðið nánast nauðsýnlegt, samt sem áður, og fáar hljómsveitir hafa hafnað því. Gælunöfn eru líka viðurkennd skrautklæði.

Þrátt fyrir sjálfsögðu takmarkanir stílsins, Svartmálmur heldur sig sem ómissandi og stækkandi tónlistarstefna sem hefur sannað sérstaklega gróskumikla grund fyrir þverlæga tónlistarstefnu tilraunastarfsemi. Margar hljómsveitir hafa tekið svartmálms gruninn og mótað framsækna(progressive),tilrauna(experimental) hljóm við það með því að blanda inní allt frá Folk-tónlist til iðnvæddra(industrial) hljóma. Og fyrir allar þær hljómsveitir sem flytja sig úr hráa stílnum inná nýtt svæði, skjóta nokkrar í viðbót upp rótum til að halda áfram með upprunalega vettvanginn.
Elskaðu það eða hataðu , Svartmálmur er ekkert að fara neitt.

Brautryðjendur:Mayhem, Dark Throne, Satyricon, Burzum, Emperor, Enslaved.
Hljómsveitir í sviðsljósinu: Dark Funeral, Dimmu Borgir, Graveland, Immortal, Berserk, Nehemah, Moonblood, Feral Horde, Finnugor, Melechesh, Marduk, Absu, Enthroned

Þýdd úr lengri grein eftir SargonTheTerrible sem skrifaði hana fyrir metalcrypt.com

Upprunalegu grein má finna <a href="http://www.metalcrypt.com/genres.php">hér</a>

Gæti aldrei skrifað svona grein sjálfur, var nú samt frekar mikið mál að þýða þetta á sínum tíma, mann ég..

Snorri
————–