Testament Saga og Diskar Testament er að mínu mati ein besta Thrash Metal hljómsveit sem ég hef heyrt í og er Thrashið uppáhalds tónlistarstefnan mín eins og kannski sumir hérna vita.
enn eins og þeir sem hafa hlustað á Testament og allt þeirra stuff þá heyrist að þeir hafa þróast en alltaf nokkurn veginn haldið sig við Thrashið bara orðnir þyngri með tímanum.

ég ætla að koma með smá umfjöllun um Testament og svo smá um diskanna þeirra, ég mun reyna að skrifa sem mest en það er mjög takmarkað það sem ég get skrifað um lögin þeirra og sögu, ég mun safna upplýsinga á netinu til að bæta ofan á því sem ég veit fyrir.
Ég get alls ekki lofað umsögn um öllum lögunum þeirra en mun reyna að skrifa sem mest um lögin og reyna að fylla ykkur af alvöru Testamentinu sem var reynt að skrifa um en endaði sem einhverja barnalygasögur um guð og hans fylgimenn hehe.
En ég ætla að reyna að vera með þetta ekki of langt en samt ekki innihaldslaust.

Hljómsveitin Testament var stofnuð 1983 undir nafninu Legacy og voru stofnendur hennar Eric Peterson, Derric Ramirez og Louie Clemente.
Svo fengu þeir Steve Souza til að syngja og Greg Christian til að spila á bassa, en var Ramirez gítarleikari hentur út og var Alex Skolnick settur inn í stað hans sem aðal gítarleikari og leið ekki langt í það að Steve Souza hætti til að byrja í hljómsveitina Exodus en með brottför hans vísaði hann hljómsveitina á söngvarann Chuck Billy sem eins og allir ættu að vita er einn færasti söngvari á sínu sviði. Árið 1987 fóru þeir til að taka upp diskinn ‘The Legacy’ og breyttu nafninu sínu í Testament sem kom þeim, en með disknum komust þeir inná kortið yfir vinsælar Thrash Metal bönd frá San Francisco, þaðan eru meðal annars Metallica sem að seinna með urðu meira mainstream.
Testament tóku svo upp meistaraverkið The New Order, 1988 og innihélt sá diskur mörg af þekktari lögum þeirra eins og New Order og Disciples of the Watch, 1989 gáfu þeir út Practice what you Preach sem var talinn mjög góður diskur og virtist allt vera á uppleið hjá þeim og gáfu þeir svo út Souls of Black 1990 og eftir það fylgdi tour um evrópu “Clash of the Titans” með Megadeth, Slayer og Suicidal Tendencies.
Svo árið 1992 gáfu þeir út The Ritual og eftir það ákvað Alex Skolnick að hætta vegna áhugaleysis á Metal og fór til þess að spila Jazz og stuttu eftir það hætti Clemente líka. 1993 tóku þeir upp Return to Apocalyptic City með Glen Alvelais á gítar og Paul Bustaph kom til að fylla inní skarðið tímabundið á trommum. svo 1994 kom James Murphy í stað Glen og John Tempesta tók við á trommunum og var svo tekið upp diskinn Low en stuttu eftir hætti Tempesta á trommum til þess að byrja í White Zombie og kom Jon Dette í stað hans og var þá tekið upp annar live diskurinn þeirra 1995 sem hét Live at Fillmore.
Svo eins og svo oft áður hætti einhver, Jon Dette hætti til þess að byrja að tromma hjá Slayer og voru þeir tímabundið trommulausir. Testament gáfu svo út The Best of Testament 1996 og stuttu eftir það hætti Glen og James Murphy og í stað þeirra komu Glen Alvelias og Derrick Ramirez áðurnefndu sem höfðu verið og farið úr hljómsveitina, en voru þeir áður á gítar báðir á mismunandi tímum, í stað fyrri stöðu Derrick Ramirezar í hljómsveitina sem gítarleikari var hann bassaleikari. 1997 kom út Demonic með Gene Hoglan lánaðann á trommum og var á sama ári gefið út annan “best of” disk sem heitir Signs of Chaos.
Seinna kom James Murphy aftur í stað Glen Alvelais og var hinn alsnjalli, hæfileikaríki trommuleikari Dave Lombardo boðinn velkominn í hljómsveitina og í stað Derricks kom hinn frægi og “goðsagnakenndi” Steve DiGiorgio inn sem nýji bassaleikari hljómsveitarinnar og með þessari alveg alvarlega flotta uppsetningu kom út diskurinn The Gathering árið 1999, sem er talinn vera einn besti diskur hljómsveitarinnar og gítarleikari/stofnandi hljómsveitarinnar Eric Peterson sagði að diskurinn hafði verið eins og hálfgerð “fullkomnun” á því sem þeir höfðu verið að reyna að gera. Eric Peterson sagði í viðtali þegar spurður hvort að diskurinn væri ekki “The Ultimate San Francisco Thrash Metal record”, “That's what a lot of people are saying. We've got a couple of people even being so bold as to say this is the record Metallica should have done after ‘Master of Puppets’. (laughs) And I'm like ”woah!“ ”Don't say that!“ (laughs)”.
James Murphy svo seinna hætti vegna alvarlegs veikis og kom í Steve Smyth inn sem tímabundinn “livegítarleikari” Testaments en var seinna boðið að vera áfram í hljómsveitina, enda mjög góður gítarleikari. Dave Lombardo seinna hætti vegna þess að hann gat einfaldlega ekki verið með fleiri verk í gangi og var hann með Fantomas og vildi einbeita sér meira að því. Árið 2000 kom John Allen(þriðji John trommuleikari Testaments ^^) á trommum. Eftir að hafa Tourað heiminn á Riding The Snake tournum sem var til að kynna The Gathering diskinn greindist söngvari Testaments, Chuck Billy með sjaldgæfa gerð af krabbameini kallað “germ cell seminoma” í mars 2001, þrátt fyrir veikindi hans og sársaukafullar rannsóknir og aðgerðir fór hann í endurupptökur klassísku laga þeirra á disknum First Strike Still Deadly en á disknum komu aftur Alex Skolnick og John Tempesta til að taka upp klassísku lögin sem þeir voru með í að taka upp á sínum tíma.
Chuck Billy hefur náð sér að fullu og hafa þeir tourað um heiminn í gegnum árin núna. Steve Smyth hætti 2004 til að byrja í Nevermore og er restinn af sögu Testaments órituð því hingað til hafa þeir bara verið að toura og stefna vonandi bráðlega í því að taka upp nýjann disk en það alnýjasta hjá þeim er það að það hafa verið Reunion Tour, þar sem flest allir upprunalegu meðlimirnir hafa komið saman.

Diskar:

The Legacy: kom út 1987

1. Over the Wall þetta lag finnst mér algjör snilld og er alveg thrash frá a-ö, persónulega finnst mér þetta besta lagið á disknum. það inniheldur mjög flottann part sem mér finnst minna virkilega á Iron Maiden sem auðvitað voru stórir áhrifavaldar Thrash senunar.
2. The Haunting
3. Burnt Offerings
4. Raging Waters
5. C.O.T.L.O.D. Curse of the Legions of DEATH!!!
6. First Strike Is Deadly Fyrsta lag sem ég heyrði með Testament, hitti mig beint í hjartastað.
7. Do Or Die dýrka viðlagið.
8. Alone In The Dark
9. Apocalyptic City byrjar með clean intro-i sem fyllir manni af ótta svo kemur bregðandi hart riff sem leiðir mann inn í heim af ótta og eyðingu, inn í Apocalyptic City!

Line-Up
Chuck Billy: söngur
Alex Skolnick: Aðal Gítar
Eric Peterson: Rytma Gítar
Greg Christian: Bassagítar
Louie Clemente: Trommur

niðurstaða mjög flottur diskur, helvíti góður og harður ámeða við það að vera fyrsti diskurinn þeirra, en þrátt fyrir það mjög oldish thrash metal diskur


Live at Eindhoven: tekinn upp 1988, Live Diskur tekinn upp í Hollandi á Dynamo Festival

1. Over The Wall
2. Burnt Offerings
3. Do Or Die
4. Apocalyptic City
5. Reign Of Terror þetta er mjög töff lag sem er bara á Live diskum nema á First Strike Still Deadly líka, þetta minnir mjög á Slayer þegar kemur að söngnum

Line-Up
Chuck Billy: söngur
Alex Skolnick: Aðal Gítar
Eric Peterson: Rytma Gítar
Greg Christian: Bassagítar
Louie Clemente: Trommur


New Order: kom út 1988

Eerie Inhabitants
The New Order gjörsamlega elska þetta lag, byrja alveg stórkostlega fallega og endar þannig líka.
Trial By Fire
Into The Pit
Hypnosis mjög flott “lag”, frekar spooky, þetta er svona hálfgert intro inn í næsta lag
Disciples Of The Watch
The Preacher “THE PREACHEEEEEEEEERRRR!!!!*með háu falsettu öskri*” þarf að segja meir?
Nobody's Fault þetta lag hefur heillað mig mjög, þetta er reyndar cover lag, upprunalega eftir Aerosmith ef mig minnir rétt
A Day Of Reckoning
Musical Death (A Dirge) þetta lag er algjörlega 100% æðislegt, mest allt Acoustic lag, mjög fallegt og grípandi lag, allir ættu að hafa gaman af þessu lagi.

Line-Up
Chuck Billy: söngur
Alex Skolnick: Aðal Gítar
Eric Peterson: Rytma Gítar
Greg Christian: Bassagítar
Louie Clemente: Trommur

niðurstaða einn besti diskur sem ég hef heyrt í, flest allir sem hafa gaman af metal sem er ekki bara brutal, hröð og “heyrnaskemmandi” ættu að hafa gaman af þessum diski.


Practice What You Preach: kom út 1989

1. Practice What You Preach lag sem hentar alveg frábærlega til að byrja þennan ótrúlega disk.
2. Perilious Nation
3. Envy Life
4. Time Is Coming Þetta lag er alveg glæsilegt byrjar með eitt, fer út í annað, fer út í þriðja og er bara alveg stórglæsilegt lag, elska viðlagið í þessu lagi, minnir mig á eitthvað með Anthrax
5. Blessed In Contempt
6. Greenhouse Effect
7. Sins Of Omission eitthva við byrjunin á þessu lagi alveg af algjörri tilviljun(varðandi nafninu) minnir mig á Mission Impossible, en þetta er alveg stórglæsilegt lag
8. The Ballad Annað æðislegt “rólegt” lag, fyrstu diskarnir hjá Testament innihéldu alltaf svona “ballöður” róleg lög, sem voru falleg en samt hálf “hörð”. svo voru yfirleitt harðir distortion kaflar í laginu
9. Nightmare (Coming Back To You)
10. Confusion Fusion þetta lag, sem er instrumental, byrjar frekar furðulega en er samt algjör æði

Line-Up
Chuck Billy: söngur
Alex Skolnick: Aðal Gítar
Eric Peterson: Rytma Gítar
Greg Christian: Bassagítar
Louie Clemente: Trommur

niðurstaða rosalega góður diskur, mæli mjög með hann!


Souls of Black: kom út 1990

1. Beginning Of The End Byrjunin á Endanum, byrjar einkennilega með svona hálf dorky hátírðarlegt klassískt gítarspil hehe
2. Face In The Sky
3. Falling Fast
4. Souls Of Black titil lag disksins, stendur við öllum væntingum, byrjar alveg geðveikslega.. en hrapar hálf niður eftir fyrsta riffið en hækkar sig upp eftir það
5. Absence Of Light
6. Love To Hate heitir það sama og lag með Slayer af Diabolus in Musica ef mig minnir rétt
7. Malpractice
8. One Man's Fate
9. The Legacy “ballaða” þessa disks, heitir það sama og fyrsti diskurinn þeirra, þetta er mjög flott lag
10. Seven Days Of May

Line-Up
Chuck Billy: söngur
Alex Skolnick: Aðal Gítar
Eric Peterson: Rytma Gítar
Greg Christian: Bassagítar
Louie Clemente: Trommur

niðurstaða svakaleg plata sem allir ættu að prófa hlusta á


The Ritual: kom út 1992

1. Signs of Chaos
2. Electric Crown eitt af mínum uppahalds lögum með Testament, eða reyndar bara eitt af uppahalds lögum minum almennt
3. So Many Lies
4. Let Go of My World ótrúlega flott lag
5. The Ritual
6. Deadline
7. As The Seasons Grey
8. Agony
9. The Sermon
10. Return To Serenity “ballaða” þessa disks, virkilega töff lag, svona virkilega “golden moment” lag ef þið skiljið hehe
11. Troubled Dreams þetta lag fjallar víst um óvissuna um það sem maður vill og það sem maður þarfnast

Line-Up
Chuck Billy: söngur
Alex Skolnick: Aðal Gítar
Eric Peterson: Rytma Gítar
Greg Christian: Bassagítar
Louie Clemente: Trommur

niðurstaða held slakasti diskurinn með Demonic, þó Demonic sé líklegra aðeins slakari, þó þetta séu góðir diskar


Return to Apocalyptic City: tekinn upp 1993

1. Over The Wall
2. So Many Lies
3. The Haunting
4. Disciples Of The Watch
5. Reign Of Terror
6. Return To Serenity


Low: 1994

1. Low þetta lag er alveg rosalegt lag! mjög hart og flott lag!
2. Legions (In Hiding)
3. Hail Mary
4. Trail Of Tears “ballaða” þessa disk, þetta er fallegt lag sem allir ættu að geta haft gaman af með mikið af soloum í
5. Shades Of War
6. P.C.
7. Dog Faved Gods Virkilega “Thrashy” lag minnir sjúkt mikið á Slayer af Reign In Blood
8. All I Could Bleed Gaman að segja frá því að þegar ég kveikti á þetta lag áðan og var að skrifa og textinn rann svona gegnum hugann léttlega því ég var að skrifa fannst mér hann öskra “all i could eat!!” hehe eins og að þetta fjallaði um hlaðborð hehe
9. Urotsukidoji jú, ég skrifaði nafnið rétt í fyrstu tilraun, better believe it!
10. Chasing Fear
11. Ride
12. Last Cell instrumental

Line-Up
Chuck Billy: söngur
Eric Peterson: Aðal/Rytma Gítar
James Murphy: Aðal/Rytma Gítar
Greg Christian: Bassagítar
John Tempesta: Trommur

niðurstaða enn einn svakalegur diskur frá þeim! maður heyrir alveg greinilega að þeir hafa harnað alsvakalega en samt ennþá rosalega góðir!

Eric Peterson: “We've gotten heavier as we get older hahaha… It's usually the other way around. As a fan of bands I've seen Judas Priest go from where I got into them with ”Unleashed in the East“ / ”Stained Class“ they were on a roll then all of a sudden ”Turbo Lover“ comes out…whatever they did after that…And then Metallica of course. It's ”baby“ now. I was watching their DVD last night and it's pretty funny. James is like ”come on“ and ”No Remorse Baaabay“ Baby? I dunno man…”

Live At The Fillmore: tekinn upp 1995

1. The Preacher
2. Alone In The Dark
3. Burnt Offerings
4. A Dirge
5. Eerie Inhabitants
6. The New Order
7. Low
8. Urotsukidoji
9. Into The Pit
10. Souls Of Black
11. Practice What You Preach
12. Apocalyptic City
13. Hail Mary
14. Dog Faced Gods
15. Return To Serenity
16. The Legacy
17. Trail Of Tears

Line-Up
Chuck Billy: Söngur
Eric Peterson: Aðal/Rytma/Akústik Gítar
James Murphy: Lead/Rhythm/Akústik Guitar
Greg Christian: Bassagítar
Jon Dette: Trommur


The Best Of Testament: kom út 1996

1. Over The Wall
2. The New Order
3. Sins Of Omission
4. Electric Crown
5. The Legacy
6. Burnt Offerings
7. Practice What You Preach
8. Hail Mary
9. Trial By Fire
10. Alone In The Dark
11. Disciples Of The Watch
12. Greenhouse Effect
13. Low
14. Souls Of Black
15. Return To Serenity

Line-Up
Chuck Billy: Söngur
Alex Skolnick: Aðal Gítar
James Murphy: Aðal Gítar
(lög 8 & 13)
Eric Peterson: Rytma Gítar
Greg Christian: Bassagítar
Louie Clemente: Trommur
John Tempesta: Trommur
(lög 8 & 13)


Demonic: kom út 1997

1. Demonic Refusal hef alltaf haft gaman af byrjuninni á þessu lagi, þeir sem kannast við Slipknot og diskinn Iowa muna kannski eftir að eitt lagið byrjaði með “8,7,6,6,6,5,4,3,2,1..go” en þetta lag byrjar með skrítnum hljóðum og “10, 9, 8, 7, 6, 6, 6” og þá byrjar lagið!
2. The Burning Times
3. Together As One hef alltaf haft gaman af aðalversi lagsins mjög töff þegar það kemur “I was born into a womb so insane!”
4. Jun-Jun
5. John Doe
6. Murky Waters þetta er mjög fínt lag “drowning in the darkness, life's… ending… sorrow”
7. Hatred's Rise
8. Distorted Lives
9. New Eyes Of Old
10. Ten Thousand Thrones
11. Nostrovia frekar töff svona eiginlega outro á disknum, það er eiginlega “enginn” texti þar sem það er bara sagt “stro.. Stro, Nostrovia!”

Line-Up
Chuck Billy: Söngur
Eric Peterson: Aðal/Rytma Gítar
Glen Alvelais: Aðal Gítar
Derrick Ramirez: Bassagítar
Gene Hoglan: Trommur

niðurstaða að vísu slakasti diskurinn hjá þeim en samt sem áður fínn diskur maður þarf bara smá tíma til að venjast honum þó að “titil” lagið er ekkert nema snilld og fjallar víst um afrísku andsæringu


Signs Of Chaos: The Best Of Testament: kom út 1997

1. Signs Of Chaos
2. Electric Crown
3. The New Order
4. Alone In The Dark
5. Dog Faced Gods
6. Demonic Refusal
7. The Ballad
8. Souls Of Black
9. Trial By Fire
10. Low
11. Practice What You Preach
12. Over The Wall
13. The Legacy
14. Return To Serenity
15. Perilous Nation
16. Sails Of Charon (Scorpions)
17. Draw The Line (Aerosmith)

Line-Up
Chuck Billy: Söngur
Alex Skolnick: Aðal Gítar
(lög 1-4, 7-9, 11-15)
Eric Peterson: Rytma Gítar
Greg Christian: Bassagítar
(öll lög, nema 6)
Louie Clemente: Trommur
(lög 1-4, 7-9, 11-15)
James Murphy: Aðal Gítar
(lög 5 & 10)
John Tempesta: Trommur
(lög 5 & 10)
Gene Hoglan: Trommur
(lög 6)


The Gathering: kom út 1999

1. D.N.R. alveg frábært lag til að byrja diskinn, þetta lag er alveg geggjaðslega flott, reyndar stendur D.N.R. fyrir “Do Not Resuscitate” eða “Lífgið Ekki Við” sem er blað sem er oft skrifað undir á ef maður er að fara í aðgerð eða er mjög veikur s.s. ef líffærin/hjartað gefur sig þá á ekki að reyna að lífga manneskjuna við
2. Down For Life það hljóta bara allir að elska þetta lag, það er bara yfir náttúrulega svalt lag! riffin, söngurinn, trommurnar, bassalínan allt bara frábært!
3. Eyes Of Wrath
4. True Believe þetta lag er alveg rosalega gott lag, eitt af mínum uppáhalds, virkilega góður fýlingur í þessu lagi
5. Three Days In Darkness
6. Legions Of The Dead eins og kannski einhverjir muna frá því áðan þá sagði ég “Curse of the Legions of DEATH!!!” við lagið C.O.T.L.o.D. en það er s.s. það sem skammstöfunin stendur fyrir og þetta lag heitir nokkurn veginn það sama og mætti segja að þetta sé svona nokkurn veginn framhald, en þetta lag er virkilega gott lag, mikil svona Thrash og Death Metal blanda í þessu lagi ef mér leyfist að segja svo
7. Careful What You Wish For
8. Riding The Snake
9. Allegiance þetta lag byrjar með alveg snargeggjuðum trommum(ekki sem kannski endilega erfiðar heldur bara flottar), virkilega flott lag “Hey Everybody!!”
10. Sewn Shut Eyes
11. Fall Of Sipledome
12. Hammer Of The Gods

Line-Up
Chuck Billy: Söngur
Eric Peterson: Aðal/Rytma Gítar
James Murphy: Aðal Gítar
Steve DiGiorgio: Bassagítar
Dave Lombardo: Trommur

niðurstaða einn ef ekki besti diskur Testaments ásamt New Order, það er bara of erfitt að gera ámilli þá diska því þeir eru báðir alveg STÓRglæsilegir en New Order meira gamaldags Thrash og þetta meira “Modern”


svo kom út The Very Best of Testament árið 2001 sem innihélt:
The Haunting
Burnt Offerings
First Strike Is Deadly
The New Order
Into The Pit
Disciples Of The Watch
Practice What You Preach
Greenhouse Effect
Signs Of Chaos
Electric Crown
So Many Lies
The Ritual
Return To Serenity
Over The Wall (live)
Dog Faced Gods

sem er allt stórglæsileg lög ef ekki bara flest öll bestu lögin þeirra…
Line-Up
Chuck Billy: Söngur
Alex Skolnick: Aðal Gítar
Glen Alvelais: Aðal Gítar
(lag 14)
James Murphy: Aðal Gítar
(lag 15)
Eric Peterson: Aðal/Rytma Gítar
Greg Christian: Bassagítar
Louie Clemente: Trommur
Paul Bostaph: Trommur
(lög 14 & 15)
John Tempesta: Trommur
(lag 15)

First Strike Still Deadly kom út 2001 og var endurupptökun á “klassísku” lög Testaments, en þar kemur Chuck Billy inn mjög veikur og styrkir lögin aðeins með meiri “öskri” en upprunalegu upptökurnar

1. First Strike Is Deadly
2. Into The Pit
3. Trial By Fire
4. Disciples Of The Watch
5. The Preacher
6. Burnt Offerings
7. Over The Wall
8. The New Order
9. The Haunting
10. Alone In The Dark
11. Reign Of Terror ég er nokkuð viss um að þetta sé fyrsta Studio upptakan af þessu lagi


Line-Up
Chuck Billy: Söngur
Steve Souza: Söngur
(Lög 10 og 11)
Eric Peterson: Aðal/Rytma Gítar
Alex Skolnick: Aðal Gítar
Steve DiGiorgio: Bassagítar
John Tempesta: Trommur

niðurstaða skemmtilegt að hlusta á þennan disk uppá það að þú ert að hlusta á eldgömul lög eins og þau hefðu verið hefðu þau verið samin af núverandi Testament… en svo er líka gaman að hlusta á Alone In The Dark og Reign Of Terror sérstaklega útaf því að Steve Souza upprunalegi söngvari Legacy syngur í þeim lögum en ekki Chuck Billy

en svo kom líka út Japansk útgáfa af þessum diski sem inniheldur aukalegt efni eins og Live Upptökur frá Japani og viðtöl og svona.

svo ætla ég að ljúka þetta með Tilvitnun í Eric Peterson
Words of wisdom…if you live with a woman, put the toilet seat down haha..I dunno…I would advise everybody that likes really heavy music from the past and the new to check out “The Gathering” it's fucking amazing.

Takk Fyrir, Davíð “Dystopia”


upplýsingar voru fengnar af www.testamentlegions.com Official síða hljómsveitarinnar og ýmislegar fleiri síður sem innihalda viðtöl og upplýsingar af sögu Testaments
öh