KvaZar, Infernal Wrath og Putrid Pile Það er ekki mikið að skrifa um þessar hljómsveitir sem hafa starfað ekkert alltof lengi en skilja ekki eftir mikið af upplýsingum um sig.





KvaZar

“The bands name stands for a combination group of a neutron star which is the most luminous than the others stars and its distance is far away than every other star in orbit with earth. So we liked its peculiarity and kept the name because the hole thing deal s with difference and with being different”
KvaZar er hljómsveit frá Thessaloniki í Grikklandi sem var stofnuð í febrúar 1998 af gítarleikaranum Kostas T. og trommaranum John Sp. John V (gítar) og Bill S(söngvari) komu í bandið í kringum 1999 og nýjasti meðlimurinn kom árið 2000 og var það Lefteris (bassi).

Desember 2000 tóku KvaZar upp firsta Demóið sem fékk nafnið “a Dead life” sem var með þremur lögum en fékk Demóið mjög góða dóma.
KvaZar snéru aftur í stúdíóið vopnaðir 7 lögum sumarið 2001 til að taka upp firstu breiðskífuna sína til að taka sitt fyrsta skref sem ekta hljómsveit.
Platan fékk nafnið Hunger eftir samnefndu lagi og var hún gefinn út í Apríl 2002 en hún innihélt tvö lög af “a Dead life” sem voru tekinn upp aftur ásamt 5 nýjum.
Upptakan fór vel og fylgdi með því helling af tónleikum með öðrum neðanjarðar metal böndum í grikklandi og fengu þeir góða gagnrýni í allri metal senunni fyrir þennan nýja disk.
Hljómsveitin (eftir 12 mánaða hlé) byrjaði að vinna að nýju efni fyrir nýja diskinn (stefnt var að 10 nýju lögum Dath/Core/Crust/Grind).
Bill tilkynnti seinna að hann gæti ekki haldið áfram með hljómsveitinni útaf ástæðum sem hann vildi helst ekki ræða “NOT because of problems with the band” tók hann framm, hann yrði samt með hljómsveitinni þangað til í júlí, á meðan var hljómsveitin að leita að nýjum söngvara og tóku vel á móti Jim “mitch” Eygenidhs (Head Cleaner, Ex-Homoiratus) sem söngvara KvaZar.
Nýja efnið verður tekið upp með þeim báðum (semsagt tveir söngvarar)


Infernal Wrath

Infernal Wrath var stofnuð árið 1999 í Hellas (Grikklandi) af Jim T., George “Geegor” A., Dal (trommur) og The Old man (söngur).. í gegnum árin hafa þeir skipt um meðlimi en line-upið árið 2003 var svona : George A. (gítar, baksöngur), Jim T. (gítar, söngur), Dimitris H. (session bassi), Stelios K. (stúdíó trommari).
Tónlistinn þeirra sameinar þýskan/amerískan thrash metal við sænska stílinn.
stundum koma líka partar sem geta verið taldnir meira hardcore en thrash metal.
Árið 2001 kom út demóið “World's Seperation”, Sem var gagnrýnd af mörgun tímaritum og fékk demóið góða dóma. (gríska metal hammer gaf 7.5/10, metal eagle 7/10).
Seinna ákvað hljómsveitin að gera aðra plötu, svo þeir fóru í stúdíóið árið 2002-2003 og gerðu promo.
Promoið kom út 2003 inniheldur 5 lög en hún var tekinn upp í “esoteron studios” í Athens(aþenu) milli október 2002 - júlí 2003.


Putrid Piles
Seint á árinu 1995 gekk Shaunn Lacanne til liðs við hljómsveitina Numskull og var þar í 5 ár með Tom Bradner (gítar), Paul Benigno (söngur), Mike Eisenhauer (bassi) og Scott Creekmore (trommur), þeir fóru í gegnum nokkrar lineup breytingar sem komu með Mark Page (bassi) og seinna Ryan Schaefer (bassi).
Seinna hætti Numskull, og þá byrjaði… Putrid Pile.

Pirraður útaf því að Numskull hættu þá varð Shaun að vera partur af neðanjarðar tónlistinni.
Hann náði sér í trommuheila (drum machine) og byrjaði að vinna að nýju “sick, twisted guttural death metal”.
Í enda ársins 2000, þá hafði Putrid Pile nóg af efni til að taka upp fimm laga Demó.
Snemma ársins 2001 fór Putrid Pile í Mercenary Digital Studios til að taka upp Demóið og fékk það heitið “Bleed For Me”, það var fyrst selt í Milwaukee Metalfest árið 2001, Það fékk frábært hrós frá fólkinu sem eignaðist eintak.
Stuttu eftir það byrjaði putrid Pile að spila live.

Síðan náði Putrid Pile sér í samning hjá United Guttural Records, eftir samninginn hætti Putrid Pile að spila í smátíma og byrjaði að semja nýtt efni, eftir að hafa skrifað sjö lög plús 5 af demóinu tók Putrid Pile upp fyrstu breiðskífuna árið 2003 og nefndist hún “Collection of Butchery”.

Í framtíðinni vonar Putrid Pile eftir að hafa fullskipað (mannlegt) band. En Putrid Pile halda áfram að spila “sick old school death metal”.

“There's no stopping Putrid Pile in 2003 and beyond”.