Deicide: Hluti 1 Hér hef ég skrifað mína fyrstu hljómsveitarumfjöllun um satanísku death metal hljómsveitina Deicide. Ýmisslegt hefur svosem gert þessi 17 ár sem hljómsveitin hefur verið starfandi en ég hef hér reynt að troða því eftir bestu getu hér. Ég byðst afsökkunarr á enskuslettum og stafsettnyngaviddlum! Take it or leave it! Ég biðst líka afsökunar á að þykjast vita eitthvað um gítarleik í eftirfarandi grein. Svo klára ég þetta seinna.

1987 var stofnuð hljómsveitin Deicide(sem þá kölluðu sig Amon) sem átti eftir að hafa varanleg áhrif á death metalsenuna og Deicide átti eflaust eftir að ráða einhverju um það hversu brutal death metallinn verður. Þetta voru þeir kumpánar Glen Benton sem þandi raddbönd og spilaði á bassa, Steve Asheim sem barði skinn af mikilli snilld og Hoffman bræðrunum sem Hversu commercial sem tónlist gæti orðið þá færi ekki Deicide að vera spilað á mtv.*djöfull er ég screwed ef það er spilað þar :/
Undir nafninu Amon gáfu þeir út tvö demo, Feasting the beast(1987) og Sacrificial(1989). Ég hef því miður ekki heyrt þessi demo svo ég get víst ekki talað mikið um þau.
Árið 1990 kom þeirra fyrsta breiðskífa út hjá roadrunner records ef mér skjátlast ekki. Platan hét hreinlega Deicide. Hún var hröð, brutal, innihélt flott riff, þétt trommuspil og ómennskan söng! Tónlist Deicide opnaði satanískan occult heim með sínu hryllilega illa andrúmslofti, hreinu hatri á kristni og hræðilegri djöfullegri illsku(sure thing, psycho). Í Satans bænum lesiði textana á meðan þið hlustið og þið finnið hvernig helvíti opnast fyrir ykkur! Þó er þetta með undantekningum, þetta snýst ekki allt um ímyndað helvíti, “Lunatic of god’s creation” textinn er um Manson morðingja og stuff. “Carnage in the temple of the damned” snýst víst um eitthvað heavy fjöldamorð í Gíneu eða eitthvað.
Og djöfulsins sólóin maður. Þetta er keimlíkt Slayer sólóunum, ekkert alltof mikið verið að hlekkja sig við einhverja skala en munurinn er sá að Deicide sólóin eru miklu, miklu betri!

Næsta breiðskífa þeirra “Legion” kom út 1992.. Hún hélt áfram þarsem síðasta plata endaði, semsagt á svakalegu guðlasti og var alveg eins brutal með eins frábærum sólóum og sú fyrri en var þó meira tekníkalskari(og hraðari). Deicide höfðu nú sannað að þeir voru komnir til að vera.
Platan byrjar á laginu “Satan Spawn, The Caco-Daemon”. Lagið fjallar um fyrsta strákinn hans Bentons, Daemon og fjallar um hvernig hann var fæddur inní heiminn til að gera mannkyninu lífið leitt og láta blóðhafið ólga. Hvern djöfulinn ætli frú Benton segi?
“Trifixion” heitir eftir Deicide tákni af tveimur pentagram og þremur öfugum krossum. “In Hell I Burn” snýst um sjálfsmeiðingu myndi fólk segja, en fyrir Glen Benton er sjálfsmeiðing örugglega meira en að fá ljótt ör.
Sjáið til, á þessum tíma brennimerkti Glen Benton öfugan kross á ennið á sér til að lýsa hatur sitt á kristni. Þetta gerði hann oftar en einu sinni. Þetta varð til þess að indælir guðræknir kanar fóru að væla eitthvað, en ég held nú að öllum sé fucking skítsama.
Á þessum tíma túruðu þeir í Evrópu og Skandinavíu og í Svíþjóð barst víst Glen Benton morðhótun frá einhverjum black metal guttum sem var víst ekkert alltof vel við death metal eða það að trúa á eitthvað yfirnáttúrlegt einsog Djöfulinn, þo ég viti nú ekkert alltof mikið um það.

1995 kom út þeirra þriðja breiðskífa “Once upon the Cross”. Albumcoverið er af líki sem er hulið með alblóðugu laki. Í Bookletinu sést að þessi er enginn annar en steindauður Jesús barna vinur besti með innyflin lekandi úr maganum. Þessi plata er með skemmtilegustu upptökugæðin af mínu mati og auðvitað frábærar lagasmíðar. Þessi plata er Satan í formi tónlistar. Ég ætla bara að láta það kyrrt liggja að skrifa meir um þessa breiðskífu.
Þessar fyrstu þrjár eru mínar uppáhalds og eftir þessar tók Deicide einhverjum breytingum en ég nenni ekki að skrifa meira ég klára þetta seinna! Satan veri með ykkur og hagið ykkur vel. Cheers queers!
They may take our lives but they'll never take our freedom!