Ég heyrði fyrst í þessari sveit fyrir allmörgum árum og líkaði ágætlega. Sveitin kom þó fyrir þá sem ósköp meðal-sveit, spilandi melódískan metal, powermetal sem svo margir aðrir hafa verið að gera, án þess að bæta einhverju við eða gera lög sem festust í kollinum á manni.

Það hefur allt saman breyst.

Ég heyrði í laginu Awakening með þeim fyrir nokkru af plötunni New World Messiah sem kom út 2004, og var mjög hrifinn. Það endurvakti áhuga minn á bandinu og svo þegar platan Grand Illusion kom út í ár (2005), þá náði ég mér í hana. Þessi plata er verulega solid plata. Melódískur metall eins og hann gerist bestur. Þessi plata hefur svipuð áhrif á mig og The Book of Heavy Metal með löndum þeirra í Dream Evil. Endalaus hooks og riff sem fá hausinn og hornin til að fara á fleygiferð og lög sem maður er farinn að syngja með strax á annarri hlustun.

Platan skartar 10 lögum sem án nokkurra ýkja gætu flest staðið undir sér sem smáskífur. Sveitin hefur þegar gert myndband við Fools never Die og annað við lagið Still Alive kemur út rétt eftir áramótin. Söngvarinn Jonny Lindkvist skartar rödd sem sjálfur DIO yrði afbrýðissamur útí. Röddin er í mid to high range. Johnny á ekki í vandræðum með að framkalla hin mestu high-pitched screams þó hann haldi sig á jörðinni oftast þess á milli.

Tónlistin er þó ekki alltaf happy powermetal, því riffin eru oft þung og doomy. Dæmi um þetta er lagið Cuts like a Knife, sem á næstum því meira skylt við doom-metal en powermetal. Frábært lag alveg.

Þetta er tvímælalaust ein af útgáfum ársins. Það er alltaf gaman að heyra svona vel gerðan metal í stefnu þar sem meðalmennskan ræður ríkjum oftast nær. Nocturnal Rites eru að vísu ekki að gera neitt nýtt, en það sem þeir gera eru þeir að framkvæma mjög vel.

Video
Þið getið heyrt og séð myndbandið við lagið Fools Never Die af Grand Illusion hérna: http://www.centurymedia.de/century/mainarea/video.aspx?id=nocturnal_rites__fools_never_die.rm

eða stærri (60 Meg) hérna: http://130.240.223.48:81/video/fools.mpg

Myndband við Awakening af New World Messiah
(65 Meg) - http://130.240.223.48:81/video/awakening.zip
(4.8 Meg) - http://mp4.centurymedia.com/nocturnalrites/newworldmessiah/nocturnalrites_awakening.rm
og streaming windows media - mms://mp3.centurymedia.com/stream/nocturnalrites/newworldmessiah/nocturnalrites_awakening.wmv

Tóndæmi:
Af New World Messiah
Awakening - http://mp3.centurymedia.com/nocturnalrites_Awakening_newworldmessiah.mp3
Resting Mind concerts