Andkristni hátíðin verður haldin í 6. skipti Miðvikudaginn 21.desember og byrjar á slaginu 7!! og stendur væntanlega frammað miðnætti
Hátíðin er haldin í tónleikasal TÞM sem er kenndur við Hellinnog Kostar 500 krónur inn

Hljómsveitir sem koma framm

Forgarður Helvítis hefur hafið upptökur á nýrri breiðskífu en fyrri
breiðskífa þeirra - “Gerningaveður” - mun koma út hjá lítilli grískri
útgáfu snemma á næsta ári.
- Sólstafir eru nýbúnir að gefa út nýja breiðskífu - “Masterpice of
Bitterness”- hjá Spikefarm útgáfunni í Finnlandi.
- Potentiam eru gamlir black metal hundar sem eiga nokkrar útgáfur að baki.
-Momentum eru gífurlega þétt og öflug metalsveit sem gerir lítið annað
en að æfa flesta daga vikunnar.
- Gjöll er Dark Ambient hljómsveit sem samanstendur af Jóhanni, fyrrum
meðlimi Reptilicus og nú starfandi í m.a. Product 8, og Sigga Pönk sem
þenur raddbönd í Forgarði Helvítis. Gjöll mun kynna efni af breiðskífu
sem kemur út hjá Ant-Zen útgáfunni í þýskalandi snemma á næsta ári.
-Dauðarokkssveitin Elegy leikur hér á sínum fyrstu tónleikum en
sveitin skartar einum gítarleikara úr Forgarði Helvítis.
- Atrum spilar Black Metal með viking ívafi


Einnig verður á tónleikunum básar frá Vantrú, þar sem ungdómurinn og aðrir sem ekki hafa enn skráð sig úr þjóðkirkjunni geta gert það.

Djöfulleg sala frá andskotanum og þeim sem gengur á vatni verður á staðnum og eyðileggur uppeldið.

og Mannætufélagið verður með bás til að kynna starfsemi sína. Og áróður um réttindabaráttu mannætna.


Og.


Mætið! eða verið heima í WoW