Sá að mikill áhugi var fyrir tónleikunum sem haldnir verða í Lundúnum í september svo að ég ákvað að upplýsa lýðinn eftir fremsta megni. Þetta er sem sagt þriggja tónleika röð (vona að ég ljúgi ekki…) og síðustu tónleikarnir eru laugardaginn 8. sept (vona aftur að ég ljúgi ekki..). Fram koma Slayer, Pantera, Cradle of Filth og Static-X. Annars hætti ég að fylgjast með umræðunni um þessa tónleika eftir að ég sá fram á að komast ekki á þá sjálf, sem mér þykir btw ótrúlega fúlt. Ég mælist til þess að þeir sem kunna að vita meira um málið láti heyra í sér svo að fólk fjölmenni á tónleika þessa sem lofa að mér virðist geysilega góðu. Það gæti líka verið auðveldara að dobbla okkar ágæta flugfélag til þess að gefa góðan díl ef margir ætla…
Vona annars innilega að fólk drífi sig, með eða án góðs díls - mig langar geðveikt.
SubRosa