Well ég las hérna greinina sem kom hér fyrir stuttu og var ekki allveg pent sáttur með hana, þannig ég ætla gera mína eigin og sjá hvernig þetta fer.


01 - Living Dead Beat : Þetta lag byrjar mjög hægt og byrjar bara með rólegum hljómborðsleik.
Svo strax byrjar harkan sex, Alexi er ekkert að spara það að láta mann líða eins og maður sé mikið minni en hann. Þetta lag rennur vel í gegn við hlustun og maður hefur athyglina á laginu allan tíman sama hvað maður er að gera.
9 af 10

02 - Are You Dead Yet : Þetta lag byrjar mjög svo mikið hraðar en Living dead beat, en engu að síðar róast það aðeins niður þegar lengra kemur inn í lagið. Og er svoleiðis í ágætan tíma svo byrjar aftur hraðinn. Lagið eins og það er rennur samt ekkert svakalega vel í gegn, fannst það persónulega ekkert svakalega gott. En það er nátturlega bara mín skoðun.
7 af 10

03 - If You Want Peace - Prepare For War : Í þessu lagi byrja þeir strax að spila hratt, og það heldur áfram svoleiðis í gegnum allt lagið. Allveg mökkur af sólóum og hlutum sem grípa mann allveg á sekónduni. Þetta er eitt besta lagið sem Children Of Bodom hafa gert að mínu mati.
10 af 10

04 - Punch Me I Bleed : Þetta er held ég það rólegasta sem Children Of Bodom hafa gert en þó svo að það er rólegt, þá syngur Alexi mjög svo hrátt og villimannslega. Persónulega finnst mér þetta svosem ágæt lag, en þegar ég er að hlusta á Children Of Bodom, þá er ég ekki að vonast eftir lögum í rólegri kantinum. En engu að síður mökkur af hlutum í þessu lagi, sem allir ættu að geta skemmt sér af.
8.5 af 10

05 - In Your Face : Þetta var fyrsta lagið sem ég heyrði með Children Of Bodom og það var þegar ég horfði á myndbandið með þessu lagi. Þetta er án efa eitt það besta sem Children Of Bodom hafa gert. Og þetta lag grípur mann frá fyrstu sekóndu og maður á bara alls ekki að geta misst einbeitinguna á því að hlusta á lagið. Það er nánast ekki hægt fyrir mann. Þetta lag rennur mjög mjög vel í gegn og er allt of mikið af hlutum inn í þessu lagi sem nánast hver einasti Metal haus ætti að geta skemmt sér af.
10 af 10

06 - Next In Line : Þetta lag eins og nánast annað hvert lag á þessum disk byrjar hægt en engu að síður er það að sjálfsögðu ekki í verri kantinum. Þetta lag er svona lag sem held ég að hinir mestu Children Of Bodom aðdáendur séu minnst ánægðir með á þessum disk. Satt að segja varð ég fyrir ágætum vonbrigðum þegar ég hlustaði á þetta lag við fyrstu hlustun en þegar maður hlustar á lagið oftar og oftar þá vinnur það sér stað aftast inn í hausnum á manni og er þar í dagóðan tíma, þannig við fyrstu hlutun er þetta ekki besta lagið, en því oftar sem maður hlustar á það, því meira verður maður sáttari með það.
6.5 af 10 við fyrstu hlustun.
8.5 af 10 því oftar sem maður hlustar á það.

07 - Bastards Of Bodom : Þetta er uppáhaldslagið mitt á þessum disk ég get endalaust hlustað á það, þetta lag byrjar frekar hratt og hendir manni beint inn í efnið. Það er held ég ekkert lag sem ég hef hlustað á, se, hefur gripið mig jafn mikið og þetta lag. Ég lifi fyrir þetta lag missi ekki dag úr án þess að hlusta á þetta lag. Þetta lag er án efa sem hækkaði álit mitt á Children Of Bodom og álit mitt á þeim var ekki í verri kantinum enda ein af mínum uppáhaldshljómsveitum.
14 af 10(Þetta lag hefur án efa undanþágu)

08 - Trashed Lost And Strungout : Af einhverjari ástæðu þegar lagið byrjaði þá fannst mér ég vera hlusta á Slayer en þegar það voru liðnar svona 15 sek inn í lagið þá heyrði maður allveg að þetta var gamla góða Children Of Bodom. Þetta lag er svona lagið sem sker sig út úr öllum lögonum á disknum. Finnst þetta vera lítið Children Of Bodom legt, nema sumir partar í laginu. Fannst þetta lag vera mjög svo Slayer legt, frekar hrátt lag.
8 af 10

09 - Were Not Gonna Fall : Þetta er síðasta lagið á disknum. Og þegar það byrjaði þá áttaði ég mig allveg á því að það er verið að kveðja mann þegar lagið byrjar, mjög svo rólegt þegar lagið. En svo eins og í flestum lögum þá byrja þeir strax að spila hratt þegar intro-ið er á enda. Þetta lag rennur svosem ágætlega í gegn.


Þegar ég hlustaði á þennan disk í einni runu þá leið mér eins og ég væri partur af einhverju, leið eins og væri að hlusta á lög sem eru frá Finntroll, Moonsorrow og fleirum Viking metal hljómsveitum, eða eins og í sögu. Þessi diskur eins og hann kemur í heild sinni rennur MJÖG vel í gegn og er bara hin besta skemmtun.
Er ekki allveg að botna í þessu væli í sumum að þeir eru sell-outs, er svo sannarlega ekki sammála því, þessi diskur er mun harðari heldur en allir aðrir diskar sem Children Of Bodom hafa gert.
Sjálfur er ég mjög svo ánægður með að Alexander hætti í Children Of Bodom og er bara vel sáttur með nýja gítarleikaran Roope. Sumir segja að það hafi verið honum að kenna að þeir séu "örðvísi,, en þeir voru.´
Persónulega finnst mér þeir vera betri nú til dags heldur þegar þeir voru með Alexander.
Sumir segja að það sé honum að kenna að Children Of Bodom hafa breyst. Gæti ekki verið meira ósamála.
En ég vona svo sannarlega að það geti vaknað umræða í kringum þessa grein og vona að fólk verði í heild sinni vel sátt með þessa grein og gagngrýni.
thNdr notar facebot frá www.facebot.com