System of a Down System of a Down

Þessi grein er um Los Angeles kvartettinn System of a Down, sem, yfir seinustu 8 ár og 5 plötur hafa endurlífgað og blásið nýju lífi í þunga tónlist með þessari óðu tegund af “post-everything hardcore”. Eftir milljónir seldra plata, ruku þeir inn í nýju öldina sem lifandi sönnun þess að fyrir þá sem eru nógu hugrakkir til að lítilsvirða “reglurnar”, fá mikilleika til baka.

Í viðtali hefur söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar, Daron Malakian, sagt: “Mér finnst við vera á undan í leiknum. Ég held til dæmis að þessi hljómsveit fái miklu meiri virðingu eftir 10 ár þegar fólk loksins skilur hvað við erum í raun að gera.“

Malakian, aðalsöngvarinn Serj Tankian, bassaleikarinn Shavo Odadjian og trommarinn John Dolmayan, tengdust fljótt sem vinir en deildu líka Armenískum uppruna og sameiginlegri fyrirlingu fyrir skilnum takmörkum. Mismunandi smekkur þeirra – Jaco Pastorious, Slayer, The Beatles, Faith No More, hefðbundin Armenísk ”folk“ tónlist – tryggði að bandið yrði lítið venjulegt.

Malakian hefur sagt, “Við stofnuðum bandið til að segja fólki, ‘Sjáiði. Ekki allt hefur verið gert áður’”

Tankian hefur sagt, “Mennirnir hafa verið á jörðinni í milljónir ára, samt trúum við því að maðurinn hafi ekki byrjað að hugsa fyrr en hann byrjaði að byggja veggi. Og hvað gott hafa þessir gert okkur?”

Sjálf-titlaða frumraun SOAD árið 1998, framleidd af skeggjaða galdramanninum Rick Rubin (Slayer, Red Hot Chili Peppers, Public Enemy), var afrek í “stælingar yfirdrifi” (pastiche overdrive), myrk hátíð af skapgerðum greinarmerktum af hálsbrjótandi taktsskiptingum (sem vinur minn, Steinar, hamrar á í sífellu) og framsækjandi samsetningu. Það ár, ringdi í útvörpun yfir þeirri gíðarmögnuðu ofsabræði “Sugar” og hrollvekjandi spennu “Spiders,” bæði brennandi þolraun fyrir hlustandann, vanið frá fyrirsjáarleika og stöglum rímnaáformum.

Serj “fílar” tilvistarlegan skáldskap, saltaðann af pólitík og persónulegrum trúarbrögðum.
Hann hefur sagt, “Enginn veit fullkomlega hvað hann segir hvort sem er. Erum við virkilega að skapa list? List tilheyrir okkur ekki. Hún tilheyrir fólkinu, hún tilheyrir heiminum. Hún kemur FRÁ heiminum. Hún kemur í GEGNUM okkur. Þegar ég sem eitthvað, þá held ég að ég viti hvað ég er að segja, en ég þykist aldrei vita fulla merkingu orðanna.“

Skjálfandi kvein Serjs var fullkomin samlagning við geðsjúku öskur Darons, frumlegu línur Shavos & ”jazz-cum-thrash“ slátt Johns. Firsta platan þeirra var þegar heiðruð sem byltingarkenndur demantur í einsleitni Nü Metals…titill sem greinilega passar ekki við kvartettinn.

John hefur sagt, “Mér finnst við ekki hljóma eins og nokkur annar. Ég lít á okkur sem System of a Down.”

Shavo hefur sagt, “Þú getur borið okkur saman við hvern sem er. Mér er sama. Samanburðir og titlar hafa engin áhrif á hljómsvetina. Staðreynd er Staðreynd: Við erum þeir sem við erum og þeir eru þeir sem þeir eru.”

”System of a Down“ fékk á endanum gullplötu og meðlimir SOAD fóru strax að setja upp fyrir 2001 útgáfuna af jafnvel metnaðarfyllri plötu,”Toxicity“. Önnur tilraun SOAD var annað afrek í þungri tónlist, jarðandi meirihlutann af Nü Metal samkeppninni og sigrandi margfalda-platinumplötu. En kvartettinn hægði ekki á sér. Malakian stofnaði ”eatURmusic“ merkið og Tankian stofnaði merki sem var nefnt ”Serjical Strike“. Tankian fór einnig í samstarf við Armeníska ”folk“ tónlistarmanninn Arto Tuncboyaciyan í verkefni sem kallað var Serart. Í nóvember 2002, gáfu SOAD út hina beinaberu en samt sem áður kraftmiklu plötu ”Steal This Album!“ en héldu áfram að vera virkir í pólitík.

Snemma árið 2004 voru System of a Down aftur staddir í stúdíóinu með Rick Rubin. Djarfa afleiðing þeirra tíma var ljóðrík plata, gefin út í tveim pörtum. Mezmerize, annar parturinn, birtist í maí 2005, en Hipnotize, lokaútgáfan, var gefin út í nóvember 2005. Mezmerize/Hypnotize hélt þeirri brjáluðu sköpunargerð System of a Down lifandi, innlimandi villtu raddmelódíurnar, skáldlega ástríðu, og hina trylltu framsækjandi samsetningu sem hafði orðið þeirra ”trademark“. Seinasta sumar kom System of a Down Mezmerize á framfæri á tónleikaferðalagi með Mars Volta, og þegar kom að nóvembermánuðinum voru þeir tilbúnir að sýna heiminum seinnni part plötunnar, ”Hypnotize".

Daron hefur sagt, “Hver sem þekkir mig veit að tónlistin mín skiptir mig mestu máli. Hún skiptir meira máli en ég. Ef einhver segði, ‘Tónlistin þín mun lifa að eilífu en þú munt ekki vakna í fyrramálið.’ Mundi ég segja, ‘Okey. Það er sanngjarnt fyrir mér.’”

-Haukur Hannes Reynisson