Hvort haldið þið að Slipknot séu þekktari fyrir tónlistina eða vegna framkomu við almenning og pressuna, þ.e. að vera alltaf með grímur svo þeir þekkist ekki.
Er þetta ekki bara eftirlíking af hljómsveitinni Kizz sem átti sín gullaldarár milli 80-90 (man ekki nákvæmlega). Þeir voru þó aðallega þekktir fyrir að koma aldrei fram undir sínu réttu merkjum. Alltaf svo meikaðir og klæddir upp að í mörg ár eftir að þeir komust á kortið vissi enginn hverjir þeir voru. Síðan ákváðu þeir að hætta að nota meikið og minna aðeins búninganna á tónleikum og hvað gerðist, vinsældirnar snarlækkuðu og salan dróst saman. Þeir útskýrðu reyndar búninganna og allt umstangið með feimni !!