Af hverju eru ekki farnar fleyri tónleikaferðir frá Íslandi?

Þetta er alls ekkert dýrt, og alveg helvíti gaman.
Ég er búin að fara nokkrum sinnum út á alveg dúndur tónleika.
Ég skil ekki í fólki sem var að borga tugi þúsunda fyrir
Rammstein miða, þegar maður getur farið út og séð þá þar fyrir sama verð.
Persónulega fór ég ekki á Rammstein, því ég fékk bara nóg af öllu þessu nöldri og rugli í kringum þetta allt saman, og ætla að fara út og sjá þá seinna. (vonandi)
Hvernig væri að fá einhverja ferðaskrifstofu til að plana ferðir á Panthera, Slipknot, Manson, System of a down, Korn eða bara hvað sem er, það er þess virði. Svo er ekkert mál að komast baksviðs, sérstaklega þegar maður er frá Íslandi, ég hef séð og hitt Korn, Marilyn Manson, Limp Bizkit og fl. Mæli sérstaklega með Manson, þeir slógu allt hitt ÚT. Látiði mig vita ef þið hafið einhverjar hugmyndir..