Yep. Tvennir tónleikar með þessum sænsku víkingum verða haldnir hérna 5. og 6. nóvember (lau og sun). Start spreading the news people!

http://www.amonamarth.com

Tóndæmi: http://www.amonamarth.com/mp3s.html

Death in Fire: http://www.metalblade.de/mp3/amonamarth-Deathinfire.mp3

An Ancient Sign of Coming Storm: http://www.downloadpunk.com/?action=website.DownloadFreeSong&id=55452

Hljómsveitin heimsótti landann í mars í fyrra og þá fylgdu blaðamenn frá 6 stórum evrópskum þungarokkstímaritum með. Haldin var ein allsherjar þungarokksveisla, þar sem rjóminn af íslenska þungarokkinu hitaði upp fyrir sænsku víkingana og niðurstaðan voru stórar greinar í stærstu þungarokkstímaritum Svíþjóðar (Close Up Magazine), Frakklands (Rock Hard), Þýskalands (Rock Hard) og Hollands (Aardschok) ásamt hinu virta Terrorizer frá Bretlandi og Heavy Oder Was? frá Þýskalandi.

Tónleikar Amon Amarth á Grand Rokk voru einnig kvikmyndaðir og voru þeir gefnir út á DVD sem fylgdi með “limited edition” útgáfu á nýjustu plötu þeirra, Fate of Norns sem kom út síðasta haust. Þess má geta að Amon Amarth er ein vinsælasta hljómsveitin á Metal Blade útgáfunni, þannig að það má ætla að sú landkynning sem þessir tónleikar voru, live-DVD útgáfan og umfjöllun tímaritanna, hafi náð til þúsunda aðdáenda sveitarinnar og lesenda þessara tímarita í stærstu löndum Evrópu.. Það er ekki annað hægt að segja en að Restingmind Concerts eru ótrúlega stolt yfir því að hafa tekið þátt í að láta þetta gerast.


Nánari info tilkynnt síðar.
Resting Mind concerts