Myrk Aldrei hefur blackmetal band orðið jafn stórt og orðið jafn kröftugt eins og þetta band varð undir lokin. Óneitanlega konungar íslensks Blackmetals um ókominn tíma, þó svo að eflaust einhverjir myndu þræta fyrir það. hljómsveitin blandaði saman ýmsum áhrifum frá öðrum þungarokksstefnum vegna ólíks tónlistarsmekks hljómsveitarmeðlimanna en var þó harður og keyrsludrifinn svartmálmur alltaf kjarni þessi bands. Óumdeilanlega var trommuleikur Kristjáns hjartsláttur bandsins jafn mikið og sviðsframkoma Örns var ímynd þess, hraði og illska umfram allt og aldrei sekúnda gefinn til að leyfa tónleikagestum að jafna sig.

Bandið varð til upp úr rústum hins pönkaða blackmetal bands Mictian árið 2001 sem átti ekki langa starfsævi (mictian).Upprunalega átti Myrk að vera hljómborðsdrifið svartmálmsband í anda banda sem voru þá stór í Norsku senunni en eftir því dýpra í neðanjarðartónlist svartmálms meðlimirnir grófu sig því harðari varð tónlistin. Á kassettuútgáfu Myrk promosins er meira segja hljómborð undir þeirra líklegast frægasta lagi “the Spell”, en Atli sem hafði verið hljómborðsleikari í Mictian samdi stefið sem heyra má þar undir. Þrátt fyrir örðugleika í því að mynda sér eina fastmótaða stefnu í upphafi voru meðlimir Myrk ekki lengi að greina hvar styrkleiki þeirra sem tónlistarlegrar vitundar lá, í hröðum kraftmiklum lögum sem væru eins og högg í andlitið - Ísland hafði aldrei áður verið lamið jafn illilega í smettið síðan Sororicide var og hét!

Line up breytingar voru tíðar þó svo að kjarninn hélt sér alltaf, aðeins ein staða hafði verið til vandræða frá upphafi og það var second guitars,-margir þekktir einstaklingar innan senunnar höfðu reynt fyrir sér með exina en oftast farið jafn hratt og þeir komu. Það var ekki fyrr en að fyrrverandi gítarleikari Anubis, Jakob flutti í bæinn að heildarmyndin ,- hið klassíska Myrk line up varð til. Þetta var sumarið 2002, Myrk hafði slitið barnaskónum og byrjað að spila á sem flestum tónleikum og þeir gátu með lítið af hléum inn á milli ,meðal annars var farið í lífshættu langan og leiðinlegan akstur til Akureyrar (þar sem yðar einlægur var undir stýri) sem og á lítið metalfestival í vestmannaeyjum. Því fór það ekki milli mála að Myrk var orðið vel þekkt sem eitt helsta,þekktasta og kröftugasta þungarokksband íslandssögunar , þeir sem vissu ekki hverjir Myrk voru og töldu sig þungarokksáðdáðendur voru líklegast tíðir gestir í öskjuhlíðaskóla.

Síðan gerðist það á einum tónleikum í hinu húsinu atvik sem Myrk eru líklegra frægari fyrir en tónlist sína. Fyrir þessa tónleika hafði Örn söngvari ákveðið að taka sviðsframkomuna á næsta stig og mætti hann alblóðugur , við fyrstu sýn töldu flestir þetta gerviblóð eins og þeir höfðu notast við áður en þegar að hélt áfram að fossblæða sást hvers eðlis var.

Myrk var bannað að spila í hinuhúsinu um óákveðinn tíma.

[skrifa framhald maske síðar ef að einhver hefur áhuga, finnst þetta gott núþegar)



Útgáfur

Demo september (2001)

1.í Helju
2.Myrk
3.Blackknight
4.The Spell

tekið upp í stúdió Helvíti af Gímsa

Meðlimir á upptökum:

Örn : Öskur
Bjarni : Gítar
Erling:bassi
Atli: hljómborð
Kristján : trommur

Myrk promo kassetta ( 2002)

Hlið A

í helju
Myrk
Blacknight

Hlið B

Within the burning darkness
The spell

Sömu upptökur og á 2001 demoinu fyrir utan lög 5 og 6,
þar spilar Maddi á bassa.

http://www.rokk.is/mp3/myrk/myrk_the_spell.mp3

Icons of the dark (2004)

1.Blindfolded by misery
2.Our age has now begun
3.In silence
4.Myrk
5.Within the burning Darkness
6.When we raised the sign
7.I am the symbolic torture
8.Nigthwinds
9.The spell

http://www.ketzer-records.de/Myrk%20-%20Nightwinds.mp3


Tekið upp í studio Thule af Myrk og Johnny Black,
Cover layout eftir Bjarna og Eld Potentiam