Potentiam Drungalegir tónar Potentiam hafa alltaf haldið sér í gegnum árin þó svo að bandið kunni að reyni ýmsar tilraunir með tónlist sína. Þeir eru eiga þá sérstöðu að vera miklir utangarðsmenn bæði í þungarokkssenunni á Íslandi sem og tónlistarlega séð, þar sem að þeir nú spila tónlist sem væri í besta lagi hægt að lýsa með hjálp ýmissra þungarokksflokka. Þetta band var eitt af fyrstu Blackmetal böndunum til að spretta upp á íslandi ásamt Sólstöfum og fleiri böndum sem urðu aldrei jafn langlíf og þessi tvö bönd.


Potentiam varð til úr bandinu Thule sem átti sér nú ekki langt líf, en út úr því varð samstarf tveggja manna, Einars “Elds” og Bigga “Forns”, og mætti segja að þeir tveir séu bandið sjálft þar sem að meðlimir koma og fara , sérstaklega Trommarar. í byrjun bandsins þurftu þeir þó ekki að kljást við trommara, frekar notuðust þeir við trommur á ódýru hljómborði við upptökur á fyrsta demoinu, Bálsýn (1998), þrátt fyrir þetta þá er það ekki alveg laust við gamla skinnhestinn þar sem að Guðmundur trommari sólstafi sest á bak hans og slær fast í við lagið Hrafnaþing , sem að ég tel einmitt besta lag þessara útgáfu . Demoið er núna frekar fágætt, og því mjög erfitt að nálgast það - þó kannski aðeins í gegnum seinni tíma afritanir.

Meistaraverk Potentiam , þeirra “svarta plata” var diskurinn sem fylgdi á eftir demoinu, og bar hann sama nafn. Þessi diskur gerir þá að uppáhalds íslenska þungarokks bandinu mínu, enda kemur frumorka bandsins fram á þessum upptökum. Á þeim er unnist við lög af demoinu auk nokkurra nýrra. Hér er þó mun betra hljóð þar sem að hún var tekinn upp í alvöru stúdíó með hjálp Jónsa í Sigurrós. Ást Potentiam á því að nota “atmosphere” skín hér loksins í gegn, og hvert lag verður eins og dáleiðandi mantra eftir nokkrar hlustanir. Hápunkt þessarar útgáfu myndi ég segja vera To Know is to die auka laganna Voices within og In unity sem tvinnast saman í eitt heilsteypt lag.

Eins og ég snerti smá á áðan þá eiga þeir ekki sjö daga sælanna með trommurum, Kristjánarnir (Kristján Changer og Kristján Momentum )hafa komið og farið, Guðmundur Sólstafir litið bakvið settið auk hljómsveitarfélaga síns Aðalbjörns, en nú loksins eftir langan tíma eru trommara málin komin á hreint og bandið farið að vinna að efni fyrir nýja plötu og var mér sagt að hér ættu þeir sem að þekkja Potentiam að búast við því að verða hissa, hvort sem að það er góður eða slæmur hlutur þá bíð ég spenntur…

(Grein skrifuð eina andvökunótt í Apríl)

*Update:

Nýja efnið með þeim hefur nú verið spilað tvisvar opinberlega , á Eistnaflugi og Neskaupsstað. Nýja efnið er svo sannarlega nýr stíll fyrir þetta nú þegar sjóaða band (urðu 8 ára fyrir nokkrum dögum) , en mætti líkja þessu efni við tóna Fields of the nephilim og Tiamat meðal annars. Ég get ekki annað sagt en að ég er stórhrifin og mæli með að allir skoði síðuna þeirra reglulega til að fylgjast með tónleikum með þeim í komandi framtíð:

www.potentiam.com



Meðlimir:

Eldur - Gítar og Söngur
Forn - Gítar og Hljómborð
Berti - Bassi
Guðmundur- Trommur

Útgáfur




Bálsýn Demo - Gefin út Febrúar 1998

1. Flames of Potentiam
2. To know is to die
3. In unity
4. Álfablóð
5. My journey into darkness
6. Voices within
7. Látum oss biðja
8. Hrafnaþing
9. The final dawn
10. Suicide



Bálsýn CD - Gefin út Ágúst 1999

1. To Know Is To Die
2. The Pleasures Of Suffering
3. Voices Within
4. In Unity
5. Álfablóð
6. Látum Oss Biðja
7. My Journey Into Darkness
8. Sorcery
9. Flames Of Potentiam



Elysium promo-CD - Gefin út Júní 2003


1. Elysium
2. Mirror God
3. The idolized
4. Eternity's Dark Embrace




Orka í Myrkri CD - Gefin út Maí 2004

1. Born Again
2. New Beginning Of The End
3. Angels Decay
4. Gateway To The Starlight Kingdom
5. Guidance Of Sin
6. Before You Wither
7. Sickening Infernal Lust