Snot Mig langar að seigja ykkur aðeins frá Snot.

Snot er þungarokksband frá Santa Barbara, California. Þetta band samanstendur af þeim Mikey Doling(Gítar), Sonny Mayo(Gítar), John Fabnestock(Bassi), Jamie Miller(Trommur), Lynn Strait(Söngur)og síðast en ekki síst Dobbs, en hann var hundurinn í hljómsveitinni. Þeir gáfu út plötuna “Get some” árið 1997 en var hún lítið spiluð í útvarpi þar sem þeir voru als óþekktir hér á landi. Ég keypti mér hinnsvegar diskinn um daginn og er hann hrein snilld! Allaveganna, þann 8. des. 1998 lést söngvari bandsins, Lynn, í bílslysi og hundurinn Dobbs, sem var með í för lést einnig. Blessuð sé minning þeirra. í virðingarskini við þá félaga, Lynn og Dobbs var gefin út plata sem innihélt einhver lög sem ég veit ekki alveg hvaða lög eru en allaveganna, þá komu söngvarar, gítarleikarar og ýmsir hljómsveitarmeðlimir úr ýmsum þekktum böndum í USA og gáfu list sýna fyrir þennan disk. Þar má nefna Jonathan Davis(Korn), Fred Durst(Limp Bizkit). Chino Moreno(Deftones), Fat Mike and El hefe(NoFx),
MCUD(Hed pe), Serg(System of a Down), Brandon Boyd(Incubus), Max Cavalera(Soulfly), Mark McGrath(Sugar Ray) og fleirri. Þeir sem vilja nálgast þessa plötur og hina, “Get some” geta farið í næstu plötuverslun og spurt.
Takk fyri
Hrafnkell Sigurðsson (Chello)