þessa ritgerð gerði ég í 9. bekk
fyrir skólann. mig langaði bara til að posta hana
útaf því að metallica eru snillingar og
cliff var GEÐVEIKUR bassaleikar




Clifford Lee Burton

Clifford Lee Burton fæddist 10 febrúar árið 1962 á “Eden Hospital” í San Fransisco, Kaliforníu, Bandaríkjunum klukkan 21:38. Mamma hans og pabbi hétu Jan og Ray Burton og voru hippar í San Fransisco borg. Hann var og er besti bassaleikari sem hefur verið í hljómsveitinni Metallica ef ekki bara besti bassaleikari í heimi að mínu mati.
Frá því Cliff var ungur sást greinilega að hann var mikið fyrir tónlist. Þegar hann var 6 ára byrjaði hann á því að spila á píanó, fyrsta hljóðfæri hans. Hann var lærður í tónlistafræði, eftir að hafa tekið framhaldsskóla námskeið í því.
Hann elskaði klassíka tónlist, blús, jazz og country tónlist.
Hann byrjaði að spila á bassa á unglings árunum og fór í kennslu frá september,1978 til janúar, 1980. Áður en hann fór í Metallica þá var hann í nokkrum öðrum hljómsveitum. Flest allir í kringum hann vildu fá hann í hljómsveitina sína vegna þess hve góður hann var.
Seinnt á árinu 1982 vantaði mjög marga bassaleikara sem voru eithvað góðir á bassa. Þessi hljómsveit var að leita af mjög góðum bassaleikara. Þeir sáu Cliff spila í hljómsveit sem hét Whiskey og þá vissu þeir að þeir Metallica varð að fá Cliff Burton til sín. En Cliff vildi ekki fara það auðveldlega. Eftir smá tíma ákváðu Metallica að fara frá Los Angeles og ná í Cliff. Metallica var nokkurnvegin allveg sama um Los Angels og aðdáendunum var líka alvegsama um rifnu buxurnar og hröðu tónlistina þeirra. Aðdáendunum þeirra fanst þeir vera frekar svona pönk hljómsveit vegna klæðnaðarins og tónlistarinnar.
Cliff spilaði í fyrsta skipti með Metallica í San Fransisco, 3. mars, 1983. Enginn vissi að þessi hljómsveit með þessum villta bassaleikara, Cliff Burton væri að fara gera þrjár mest áhrifaríkstu plötur sem gerðar hafa verið í sögu þunga rokksins.
Seinni hljómleikar Cliffs með Metallica var 19. mars árið 1983.
Eftir að hafa spilað næstum allstaðar í Kaliforníu fóru þeir til New York til að taka upp plötuna Kill ‘em all hjá fyrirtækinu Megaforce Records.
Þeir urðu frægir þegar Ozzy Osbourne bað þá um að hita upp fyrir sig á “Ultimate Sin” ferðalaginu sínu. Þetta ferðalag gaf þeim tækifæri á að eignast miklu fleyri aðdáendur.
Því miður var Cliff ekki ætlað að vera í Metallica. Eftir að hafa ferðast með Ozzy fóru þeir á tónleikaferðalag í Evrópu. Seinustu tónleikar Cliffs með Metallica voru á 26. september, 1986 í Stokholm í Svíþjóð. Metallica líkaði alltaf vel við svíþjóð vegna þess að þeim fannst þeir fá góð viðbrögð frá aðdáendunum þar.
Seinna um nóttina voru þeir í rútunni sinni á leið til Kaupmannahafnar í Danmörku til að halda aðra tónleika næsta kvöld. Í kringum 3 um nótt samkvæmt tímanum í Svíþjóð á 27. september byrjaði rútan að renna á hálkunni á götu í fjöllunum á milli Stokhólmar og Kaupmannahafnar. Rútan rann mjög langt í umþaðbil 20 til 30 sek. Á meðan rútan rann hentist Cliff í gegnum rúðu á rútunni og þá valt rútan og lenti ofaná honum og hann lést.
Restin af hljómsveitinni hélt áfram seinna til Kaupmannahafnar og gistu á hóteli með annari hljómsveit sem hét Anthrax , hljómsveitinni sem þeir höfðu verið að ferðast með þá. Lars, trommuleikarinn, meiddist á fæti en Kirk (gítarleikarinn) og James (söngvari) fengu aðeins minniháttar meiðsli. Um nóttina þegar Lars og Kirk voru sofandi fór James út að labba og sagði að hann ætlaði að hætta. Hann hafði misst besta vin sinn.
Til minningar um Cliff voru seld allskonar myndbönd af Cliff spilandi bassa sóló á tónleikum, marga tónleika sem Metallica spilaði þessi 3 ár sem Cliff var í hljómsveitinni og allskonar sóló sem Cliff spilaði. Þeir gáfu líka út lag til minningar um hann, það heitir “To Live Is To Die” af plötunni “…And Justice For All”. Lagið var byggt á litlum laga bútum sem hann hafði samið, James og Lars settu þá saman.
Cliff samdi líka ljóðið sem James les upp í miðjunni á laginu:
“When a man lies, he murders some part of the
world. These are the pale deaths which men miscall their
lives. All this i cannot bear to witness any longer.
Cannot the kingdome of salvation take me home?”
Nafnið á laginu “To Live Is To Die” var lína sem Cliff sagði oft.