Metallica sagan 1981 - 1993 Ég ætla að fjalla hérna vel og vandlega um hljómsveitina Metallica.


Lars Ulrich var fæddur 16 Desember 1963 í Gentofte sem er í Danmörku, foreldrar hans eru Lone Ulrich og Torben Ulrich sem var professional tennismaður. Lars hafði áhuga á Tennis frá barnsaldri og ætlaði sér að verða “pro” í tennis.
Svo árið 1973 fór hann á Deep Purple tónleika og eftir það var ekki snúið, hann keypti allar plötur þeirra eftir það og byrjaði að hafa áhuga á rokkinu. Þegar að hann var 13 ára bað hann ömmu sína að kaupa handa sér trommusett, sem hún gerði. Þetta var “Ludwig” trommu sett því hann vildi hafa alveg eins og Ian Paice sem var í Deep Purple.
Árið 1980 flytur fjölskylda Lars Ulrich's til Los Angelse í Bandaríkjunum svo að Lars gæti Tennis pro.*
Hann byrjar smátt og smátt að hafa meiri og meiri áhuga á tónlist, og vorið 1981 setur hann auglýsingu í “local” dagblaðið í LA sem heitir “The Recycler” um að stofa rokk hljómsveit, á sömu síðu í dagblaðinu er auglýsing eftir James Alan Hetfield.
James Alan Hetfield var fæddur 3 ágúst 1963 í Downey, Los Angeles County í Californiu. Foreldrar hans Virgil Hetfield og Cynthia, pabbi hans var flutningabílstjóri og mamma hans var óperu söngkona. Þau voru mjög trú-uð og meðal annars mátti James ekki taka þátt í “physical education” og “sex ed” og honum fannst hann vera dáldið útundan í skólanum.
Mamma hans lét James taka Píano tíma þegar að hann var 9 ára, og eftir það byrjaði hann á trommum eins og bróðir hans David, þangað til hann loksins skipti yfir á gítar. Foreldrar James skildu svo þegar að hann var 13 ára gamall.
Þegar að James var 16 ára gamall dó mamma hans úr krabbameini, og James hefur sagt að honum finnst leiðinlegt að móðir hans skuli ekki hafa séð hann slá í gegn í framtíðinni. Eftir þetta fór James að búa með eldri bróðir hans David, og árið 1980 stofnar James hljómsveitina “Obsession” með Jim Arnold, Ron Velez og Rich Velez.
Svo hætti hann í henni og stofnaði Phantom Lord sem seinna varð svo “Leather Charm” með Ron Mcgovney á bassa.
Svo í Mai 1981 hittast James Hetfield og Lars Ulrich í fyrsta sinn en ekkert var planað eða gert, Lars ákvað samt að fá númerið hjá James því hann hélt að hann kæmi að góðum notum seinna.
Í lok sumars 1981 flýgur Lars Ulrich til Englands og fer á fullt af tónleikum með t.d Motörhead og Diamond Head og endar með því að hann hengur með Diamond Head í einn mánuð. Þegar að Lars snýr heim til Los Angeles er hann ákveðinn í að stofna hljómsveit. Haustið 1981 spyr Brian Slagel Lars hvort hann hafi áhuga á að semja lag sem mundi vera á “Metal Massacre” safn plötunni, Lars hringir í James og segir honum frá safnplötunni og þeir ákveða að flytja gamalt Leather Charm lag sem kallaðist “Hit The Lights”.
James þurfti að spila á rhythm gítar, bassa og syngja og Lars var á trommunum þannig að það vantaði bara einn Lead gítarleikara. Dave Mustaine fær það jobb eftir að Lars Urlich auglýsti eftir gítarleikara. Dave hafði áður verið í “Panic”.
í byrjun ársins 1982 tóku þeir upp lagið Hit The Lights og Lloyd Grant var á gítar þá en þetta er eina skiptið sem hann spilaði með Metallica.
Auðvitað þurftu þeir almennilegt nafn fyrir hljómsveitina áður en Metal Massacre var gefin út, Ron Quintana spurði Lars um álit þegar að hann var að finna nafn fyrir nýja Metal tímaritið hans og meðal annars var nafnið Metallica þar, Lars sagði honum að nota Metal Mania og stal síðan nafninu Metallica.
Metallica var þá orðin að veruleika með Lineupið: James Hetfield (rhythm gítar/söngur), Dave Mustaine (lead gítar), Lars Ulrich (trommum) og Ron Mcgovney (bassi).
þeir byrjuðu að spila á klúbbum í LA í byrjun 1982 og hituðu upp fyrir Saxon 29/03/'82 og Ozzy Osbourne var meðal áhorfenda, Metallica fengu sína fyrstu dóma þar sem hljómuðu svona “Saxon need a great guitarist of the Eddie Van Halen ilk, support act Metallica had one but little else, the local group needs considerable development to overcome a persuasive awkwardness” og var það fréttamaðurinn Terry Atkinson sem gaf hana.
Metal Massacre var gefin út í júní 1982 og það stóð MetTallica og platan var gefin út í 4500 eintökum. Sumarið ‘82 taka þeir upp No Life ’Till Leather demo sem varð síðan vinsælt í Bandaríkjunum og einnig Evrópu.
Í október 1982 byrjuðu James og Lars að semja nýtt lag aðallega handa vini þeirra sem var alltaf að meiða sig í mosh pyttum á tónleikum, sá maður heitir Rich Burch en hann er einnig þekktur fyrir að hafa komið með orðatiltækið “Bang That Head That Doesn't Bang”.
Þetta lag er að sjálfsögðu Whiplash.
Um Þetta leiti benti Brian Slagel þeim á bassaleikarann í hljómsveitinni Trauma sem hét Clifford Lee Burton eða bara einfaldlega Cliff Burton. Í November 1982 spilaði Trauma á The Whiskey a-go-go í Los Angeles þannig að James og Lars ákváðu að kíkja á tónleikana, þeir voru gjörsamlega orðlausir og töluðu við Cliff eftir tónleikana og báðu hann um að koma í Metallica, hann hugsaði sig um og Lars og James gáfu honum símanúmerin sín.
Cliff hringir í þá í Desember 1982 og samþykkir að koma í Metallica með þeim skilyrðum að James, Lars og Dave myndu flytja til San Fransisco, kærastan Ron Mcgovney's frétti þetta og sagði Ron það, Ron Mcgovney hætti sjálfviljugur í hljómsveitinni áður en James og lars náðu að reka hann.
Í byrjun ársins 1983 fékk Cliff Burton sér The Misfits tattoo (crimson ghost), sá næsti til að fá sér tatto í Metallica var James Hetfield en það var ekki fyrr en eftir 15 árum seinna. 5 Mars 1983 voru fyrstu tónleikar Cliff Burtons, nokkrum dögum seinna taka þeir upp 2 demo, No Remorse og Whiplash. Þetta voru síðustu upptökurnar með Dave Mustaine á lead gítar, en Dave Mustaine hefur samtals átt þátt í 6 lögum sem Metallica hafa samið, þau eru The Four Horsemen, Jump In The Fire, Phantom Lord, Metal Militia, Ride The Lightning og The Call Of Ktulu.
11 Júní 1983 reka James Hetfield og Lars Ulrich Dave Mustaine útúr hljómsveitinni vegna þess að hann var orðinn frekar ofbeldisfullur og háður drykkju, Dave stofnar Megadeth og tekur upp lagið The Mechanix á fyrstu plötu hans sem var einnig demo á No Life ‘Till Leather.
Kirk Hammett sem vann á Burger King á þessum tíma fékk símtal frá Metallica sem voru nýbúnir að reka Dave úr hljómsveitinni, þeir vildu að hann myndi fljúga til New York þar sem þeir ætluðu að taka upp plötuna og koma í prufur. Kirk tók sér yfirvinnu og vann fyrir flugfarinu, fór í prufuna, spilaði intróið af Seek & Destroy og hann var kominn í hljómsveitina.
16 Apríl 1983 var fyrsta giggið með Kirk Hammett, nokkrum dögum (10 - 27 Mars) tóku þeir upp Kill ’Em All í stúdíoi í New York.
27. Júlí 1983 var Kill ‘Em All gefin út í bandaríkjunum á megaforce útgáfufyrirtækinu, og inniheldur þessi lög.

1. Hit The Lights, (Hetfield, Ulrich)
2. The Four Horsemen, (Hetfield, Ulrich, Mustaine)
3. Motorbreath, (Hetfield)
4. Jump In The Fire, (Hetfield, Ulrich, Mustaine)
5. (Anestheisa)-Pulling Teeth, (Burton)
6. Whiplash, (Hetfield, Ulrich)
7. Phantom Lord, (Hetfield, Ulrich, Mustaine)
8. No Remorse, (Hetifeld, Ulrich)
9. Seek & Destroy, (Hetfield, Ulrich)
10. Metal Militia, (Hetfield, Ulrich, Mustaine)

Þeir fara svo á 6 vikna tour í Bandaríkjunum sem kallaðist “Kill ’Em All For One” og Raven voru með þeim á tournum.
14. Janúar 1984 eiga þeir að vera að spila í Boston en vegna snjós er tónleikunum frestað, um nóttina er brotist inní tour rútuna þeirra og stolið öllum græjunum þeirra meðal annars bassinn sem Cliff átti, þeir fengu dótið þeirra aldrei aftur.
Í febrúar 1984 fljúga þeir til Danmerkur þarsem þeir ætla að undirbúa upptökur fyrir næstu stúdioplötu þeirra sem kallaðist Ride The Lightning. Nokkrum dögum seinna gefa þeir út sína allrafyrstu smáskífu, Jump In The Fire, þeir gáfu einnig út Whiplash en það er ekki vitað nákvæmlega hvenær hún kom út.
14. Mars 1984 eru upptökurnar á Ride The Lightning búnar og 27. Júlí 1984 er Ride The Lightning gefin út í evrópu, sirka 1 mánuði síðar er hún gefin út í Ameríku á megaforce útgáfufyrirtækinu, en í Evrópu var það t.d Music For Nations útgáfurfyrirtækið. Nokkru seinna skrifuðu þeir samning við Elektra útgáfufyrirtækið og þeir gáfu þá út Ride The Lightning aftur og sú plata gerði Metallica aðeins frægari en þeir voru áður. Ride The Lightning inniheldur þessi klassa lög.

1. Fight Fire With Fire, (Hetfield, Ulrich, Burton)
2. Ride The Lightning, (Hetfield, Ulrich, Burton, Mustaine)
3. For Whom The Bell Tolls, (Hetfield, Ulrich, Burton)
4. Fade To Black, (Hetfield, Ulrich, Burton, Hammett)
5. Trapped Under Ice, (Hetfield, Ulrich, Hammett)
6. Escape, (Hetfield, Ulrich, Hammett)
7. Creeping Death, (Hetfield, Ulrich, Burton, Hammett)
8. The Call Of Ktulu (Hetfield, Ulrich, Burton, Mustaine)

23. Nóvember 1984 kom svo út smáskífan Creeping Death sem er án efa frægasta lag þessarar plötu og hefur verið á nánast öllum tónleikum Metallica.
Smáskífan var einnig með 2 b-sides lög, þetta voru cover lögin Am I Evil og Blitzkrieg sem eru eftir Diamond Head og Blitzkrieg.
Metallica byrjuðu að toura strax og voru að toura með WASP í smá tíma, og vorið 1985 spila Metallica í Phoenix í Arizona fylkinu og einn af áhorfendunum er sjálfur Jason Newsted. 31. Ágúst 1985 spila þeir á The Day on The Green festival fyrir framan 90 þúsund áhorfendur sem var þeirra mesti áhorfendafjöldi síðan þeir byrjuðu.
Lars sagði í viðtali að það munaði engu að þeir hefðu gert video við lagið For Whom The Bell Tolls en þeir hættu við á síðustu stundu því hann hugsaði að enginn myndi horfa á það.
14. Sept spila þeir á Roskilde festival í Danmörku og frumflytja þar lagið Disposable Heroes í fyrsta sinn.
Sept - Des 1985 vinna þeir á plötunni Master Of Puppets í Danmörku eins og þeir gerðu með Ride The Lightning í Sweet Silence studioinu, þegar að þeir eru búnir að taka upp plötuna fóru þeir til Los Angeles að mixa plötuna. James, Cliff, og 2 aðrir gaurar voru í svona side projecti sem var nú reyndar ekkert alvarlegt en allavega spiluðu þeir nokkur gigg en þeir kölluðu sig Spastic Children og James var á trommum.
29. Febrúar 1986 er Master of Puppets gefin út í Ameriku og nokkrum dögum síðar í evrópu. Þessi klassíska metal plata inniheldur þessi lög.

1. Battery, (Hetfield, Ulrich)
2. Master Of Puppets, (Hetfield, Ulrich, Burton, Hammett)
3. The Thing That Should Not Be (Hetfield, Ulrich, Hammett)
4. Welcome Home (Sanitarium), (Hetfield, Ulrich, Hammett)
5. Disposable Heroes, (Hetfield, Ulrich, Hammett)
6. Leper Messiah, (Hetfield, Ulrich)
7. Orion, (Hetfield, Ulrich, Burton)
8. Damage, Inc., (Hetfield, Ulrich, Burton, Hammett)

Enn of aftur voru þeir nálægt því að gera video en hættu við, í þetta sinn var það lagið Welcome Home (Sanitarium).
27. Mars 1986 leggja Metallica af stað í lengsta tour sinn frá byrjun en þeir voru að hita upp fyrir Ozzy Osbourne, þeir spiluðu fleiri tónleika á þessum tour heldur en ‘81-’85 tilsamans. 26. Júli 1986 handleggsbrýtur James sig og getur því ekki spilað á gítar en John Marshall sem var gítarkennari Kirks og var með þeim á tournum spilaði því á gítarinn fyrir James og spilar 18 tónleika með þeim.
26. September 1986 spila Metallica í Stokkhólmi í Svíþjóð og James Hetfield spilar á gítar í fyrsta sinn í 2 mánuði, þegar að tónleikarnir voru búnir leggja þeir af stað til Kaupmannahafnar til þess að spila á næstu tónleikum sínum. En klukkan 6:30 um morguninn þann 27. September keyrir rútubílstjórinn útaf veginum og Cliff hendist útum gluggann og lendir undir rútunni, þegar að það var reynt að hífa rútuna upp þá missti kraninn takið og rútan datt aftur ofan á Cliff.
Kirk og Cliff skiptu um sæti þessa nótt með því að draga spil, Cliff dró spaða ásinn og valdi þarmeð bestu kojuna sem Kirk var með. Lars Ulrich fótbrotnaði en ekkert annað alvarlegt gerðist. James spurði rútubílstjórann um þetta og hann sagði að það hefði verði ís á götunni og rútan hefði runnið. Það er sjaldgæft að það komi snjór á suður svíþjóð bara almennt þannig að ég efa að það hafi verið ís á götunni í september. James hélt að rútubílstjórinn hefði verið fullur.
Cliff Burton dó 24 ára gamall og mér finnst þetta vera langsorglegasta atvik tónlistarheimsins.
Restin af evrópu tournum var núna cancelað, og þann 7. Október 1986 fór jarðaförin hans Cliff fram.
Metallica byrjuðu strax í Oktober 1986 að leita af nýjum bassaleikara og þeir sem þóttu líklegastir að fá verkefnið voru Mike Dean úr C.O.C, Les Claypool úr Primus og Jason Newsted úr Flotsam & Jetsam, Jason Newsted þótti yfirburða bestur og hann var búinn að læra öll Metallica lögin fyrir prufurnar. 28. Október 1986 er Jason Newsted orðinn meðlimur Metallica, James og Lars fóru með hann út að borða þegar að þeir sögðu honum frá þessu.
12 Nóvember 1986 leggja þeir af stað til Japans til þess að spila 5 tónleika þar. Í júli 1987 byrjuðu þeir að taka upp nýja smáskífu/EP plötu sem kallaðist Garage Days Re-Revisited eða The $5.98 Garage Days Re-Revisited. Í Ágúst 1987 kemur hún út og inniheldur aðeins 5 cover lög.

1. Helpless, (Harris, Tatler) upprunalega Diamond Head lag
2. The Small Hours, (Holocaust) upprunalega Holocaust lag
3. The Wait, (Killing Joke) upprunalega Killing Joke lag
4. Crash Course In Brain Surgery, (Shelley, Bourge, Phillips) upprunalega Budgie lag
5. Last Caress/Green Hell, (Danzig) upprunalega The Misfits lög (Last Caress) og (Green Hell)

The $5.98 Garage Days Re-Revisited selur yfir 500.000 eintök á aðeins 2 mánuðum. Seinna sama ár eða 4 Desember 1987 gáfu þeir út Cliff ‘Em All á video sem inniheldur bootleg upptökur frá aðdáendum, videoið seldi yfir 3 milljón eintök.
29. Febrúar 1988 byrja þeir að taka upp …And Justice For All plötuna og upptökurnar eru búnar í Mars ’88. Sumarið 1988 hafði Master Of Puppets selt yfir 1 milljón eintaka án þess að hafa nokkurn tímann komið fram í útvarpi.
Metallica gáfu út 2 smáskífur af …And Justice For All, Harvester Of Sorrow og One. One kom út 1989.
5 Nóvember 1988 kom út platan …And Justice For All sem var fyrsta plata Jason's.

1. Blackened, (Hetfield, Ulrich, Newsted)
2. …And Justice For All (Hetfield, Ulrich, Hammett)
3. Eye Of The Beholder, (Hetfield, Ulrich, Hammett)
4. One, (Hetfield, Ulrich)
5. Shortest Straw, (Hetfield, Ulrich)
6. Harvester Of Sorrow, (Hetfield, Ulrich)
7. The Frayed Ends Of Sanity, (Hetfield, Ulrich, Hammett)
8. To Live Is To Die, (Hetfield, Ulrich, Burton)
9. Dyers Eve, (Hetfield, Ulrich, Hammett)

Metallica var orðin stærsta þungarokkshljómsveit sögunnar á þessum tíma og …And Justice For All fer í gull og platinum. Þeir fóru í Bandaríkja tour 15 Nóvember 1988.
6. Desember 1988 mynda þeir fyrsta myndbandið þeirra “One” og varð útkoman nokkuð dramatísk, og myndbandið spilast mikið á mtv.
Metallica spiluðu One á grammy verðulaunahátíðinni og voru einnig tilnefndir en Jethro Tull hrepptu verðlaunin í þetta sinn.
2 of One kemur út á video sama árið og fer spólan í platinum. Justice world tour byrjar 1. Mars í Nýja Sjálandi og endar 8. Október í Sao Paulo í brasiliu.
Allt í allt var Justice tourinn 245 ónleikar á 17 mánuðum.
Í byrjun ársins 1990 taka Metallica upp Stone Cold Crazy coverið af Queen í tilefni 40 ára afmæli Elektra sem var útgáfufyrirtækið þeirra. Þeir fengu svo Grammy verðlaun fyrir flutninginn. Svo sumarið 1990 kemur út vínyl box set sem heitir The Good, The bad & The Live sem er til þess að fagna 6 og hálfs árs afmæli hljómsveitarinnar, og inniheldur 6 smákskífur á vínyl, mig minnir að þeir gerðu þetta vegna þess að Iron Maiden voru nýbúnir að gefa út “The First 10 Years” boxið sitt.
Svo 6 Október 1990 byrja þeir að taka upp þeirra 5 stúdío plötu “Metallica” og núna voru þeir komnir með nýjann producer sem hét Bob Rock, Flemming Rassmusen hafði áður séð up upptökurnar en Bob Rock vildi vinna með þeim eftir að hafa séð þá live á Justice tournum. En hann hafði meðal annars unnið með Mötley Crüe og Bon Jovi.
12. Ágúst 1991 kemur út Metallica eða The Black Album eins og flestir kalla hana, og platan er búin að seljast í yfir 18 milljón eintaka og inniheldur þessi lög.

1. Enter Sandman, (Hetfield, Ulrich, Hammett)
2. Sad But True, (Hetfield, Ulrich)
3. Holier Than Thou, (Hetfield, Ulrich)
4. The Unforgiven, (Hetfield, Ulrich, Hammett)
5. Wherever I May Roam, (Hetfield, Ulrich)
6. Don't Tread On Me, (Hetfield, Ulrich)
7. Through The Never, (Hetfield, Ulrich, Hammett)
8. Nothing Else Matters, (Hetfield, Ulrich)
9. Or Wold And Man, (Hetfield, Ulrich, Hammett)
10. The God That Failed, (Hetfield, Ulrich)
11. My Friend Of Misery, (Hetfield, Ulrich, Newsted)
12. The Struggle Within, (Hetfield, Ulrich)

Þeir öðluðust nátturulega heimsfrægð með þessari plötu og það komu út hvorki meira né minna en 6 smáskífur frá þessari plötu, Enter Sandman, The Unforgiven, Nothing Else Matters, Nothing Else Matters Live At Wembley, Wherever I May Roam og Sad But True.
Þann 28. September 1991 spila þeir fyrir framan rúmlega 500.000 manns í Rússlandi á Monsters Of Rock og þetta voru ansi brútal tónleikar og það dóu nokkrir þar.
Annars var þetta bara byrjunin af 300 tónleikum sem voru eftir.
Sumarið 1992 tour Metallica og Guns N'Roses saman en það entist ekki lengi því 8. Ágúst 1992 í Montreal Kanada var Metallica að spila og í byrjun Fade To Black vissi James ekki alveg hvar hann átti að standa og lenti í eldinum sem átti að skjótast upp í loftið, hann fékk eldinn í andlit, hendur og fætur og greindist með 2. stigs bruna.
Axl Rose hefði getað komið næstur inná með Guns N'Roses en hann kom inná sviðið henti mígrafóninum á gólfið og labbaði af sviði. Úr þessu varð algjört riot í borginni eftir þetta. Stuttu seinna gáfu þeir út A Year And A Half In The Life Of Metallica, part 1 og 2 á video, ég hvet alla til þess að horfa á þetta því þetta er algjör snilld sérstaklega part 2 því það er meira um tourinn en part 1 er meira um albúmið (Metallica).
Svo 1993 kom út Live Shit:Binge & Purge sem seldist í meira en 10 milljón eintaka.

ok ég vil þakka þeim sem nenntu að lesa þetta (part 1) kannski kemur part 2 einhverntímann seinna. Já og þetta voru enga plötu umfjallanir þannig að ég fer ekkert útí það sem lögin fjalla um eða hvað mér finnst um þau.