Ozzy Osbourne Jamm, nú ætla ég að skrifa um Ozzy eða “The Prince of (fuckin) Darkness” en réttu nafni heitir hann John Michael Osbourne.
Bara Enjoy


Ozzy Osbourne.


John Michael Osbourne var fæddur þann 3. desember 1948 .
Hann átti föður að nafni John Thomas Osbourne sem var verkfræðasmiður móður sem hét Lillian (veit ekki hvort hún hefur millinafn) Osbourne sem vann á bílaverkstæði.

John Michael Osbourne varð þekktur sem Ozzy Osbourne.
Þegar hann var í svokölluðum “grammar school” (ríkisrekinn framhaldsskóli á bóknámsviði) fékk hann viðurnefnið Ozzy því það er einskonar stytting af eftirnafni hans.

Hann ólst upp í mjög fátækri fjölskyldu.
Ozzy átti aðeins eitt par af buxum, eina skyrtu og einn jakka.
Íbúðin hans var með enga pípulagnir, ekkert baðherbergi og það var aðeins eitt rúm sem hann svaf með öllum 5 systkinum sínum: tveir bræður sem hétu Paul og Tony, og þrjár systur sem hétu Jean, Iris og Gillian.

Þegar Ozzy var 15 ára hætti hann í skóla til að fara að vinna sem aðstoðarmaður pípulagningarmanns.
Það entist ekki lengi svo hann fór að vinna í sláturhúsi, þar sem hann fékk hlutdeild í því að slátra um það bil 250 nautgripum á dag.
Ozzy varð þreyttur á þessu og eftir fáeina mánuði hætti hann og fékk hann vinnu í “Lucas
Car Factory” þar sem mamma hans vann.

Tekjur Ozzy voru alls ekki nógu góðar svo hann fór að í svokallað “life of a crime”.
Hann rændi heimili og fatabúðir, klæddist hönskum sem voru rifnir og þökk sé því þá náðist hann alltaf.
Hann eyddi miklum tíma í fangelsi og lengsta dvölin hjá honum í fangelsi var þegar hann var í 6 vikur í “Winston Green Prison” fyrir innbrot.
Það var á þeim tíma sem Ozzy fékk sér fá tattú með því að nota nál og svokallað “graphite”.
Þessi tattú eru meðal annars orðið “Thanks” á lófanum, nálar á hendinni, broskallar á hnjánum og fræga O-Z-Z-Y” tattúið þar sem hver stafur settur aftaná fingur vinstri handar (“O” á vísifingri, “Z” á löngutöng, “Z” á baugfingri og “Y” á litla putta.)

Ozzy fékk sín tónlistaráhrif frá The Beatles (bítlunum).
Hann dáði þá og hann varð heillaður af því hvernig þeir stjórnuðu hverjum áhorfanda.
Hann ákvað að hann ætlaði að verða alveg eins og þeir.

Ozzy fékk sitt fyrsta tækifæri í músik þegar hann sá gamlan vin sinn og var hann einmitt að stofna hljómsveit sem hét Approach og vantaði þeim söngvaram, Ozzy fannst það vera hans staða svo hann hljóp heim til sín og eitthvernveginn fékk pabba sinn til að kaupa handa sér 50 dollara magnara og míkrafón.
Approach var meira svona “rhythm type” hljómsveit og Ozzy fannst það ekki flott svo hann hætti í hljómsveitinni og fór í aðra sem hét Music Machine sem hann hætti líka í.
Seinna stofnaði Ozzy og vinur hans Terrance Butler hljómsveit sem var að fara út í rassgat og Ozzy fannst það bráðnauðsynlegt að setja auglýsingu í blaðið og stóð í í henni:

“OZZY ZIG – VOCALIST – REQUIRES BAND – OWNS OWN P.A”

Tveir menn að nafni Tony Iommi og Bill Ward sáu þetta og fundust þeim þetta vera áhugavert.
Þeir tveir voru sjálfir í hljómsveit sem hét The Rest (nafninu var breytt seinna í Mythology).
Tony fór að heimilisfanginu sem gefið var upp og fattaði hann þá að Ozzy var sami Ozzy sem hann var alltaf að lemja á skólavellinum þegar hann var yngri.
Þeir fjórir (Tony, Ozzy, Bill, Terrance) bjuggu til hljómsveit sem hét Polka Tulk og spiluðu þeir blöndu af Jazz og Blús.
Seinna breyttu þeir nafninu í Earth.

Vandamálið við hljómsveitina var það að þeir fengu lítið af kenningu.
Einn dag árið 1969 fór Terrance á hryllingsmynd sem hét Black Sabbath.
Eftir að hann sá hana sagði hann við sjálfan sig “Why would people pay good money just to get the crap scared out of them?”.
Seinna spurði hann hljómsveitina sömu spurningar og eftir að hugsa aðeins út í það ákváðu þeir að hafa hljómsveitina meira “doomsey” og “dark” og breyttu nafninu í Black Sabbath.
Þetta var byrjunin á nýrri hljómsveit.

Fyrsta plata Black Sabbath (Black Sabbath) kom í ljós föstudaginn, þrettánda febrúar frá plötufyrirtækinu Vertigo.
Það tók 8 klukkutíma að taka hana upp og kostaði aðeins u.þ.b 1200 dollara að búa hana til.
Ozzy tók upptökurnar með sér heim og sagði við pabba sinn “Look, dad! It’s me on a piece of plastic!” og eftir að hafa hlustað á hana þá svaraði pabbi hans “Are you sure you’re only smoking cigarettes?”

Með útgáfu þessar plötu byrjuðu aðdáendur Black Sabbath fljótt að vaxa.
Terrance var orðinn þekktur sem Geezer meðan hinir meðlimirnir voru þekktir fyrir þeirra “dark music”.
Eitt kvöld fóru Ozzy og hljómsveitin til sjálfskipaðrar nornar og bað hún þá um að spila “satanic ceremony” og þeir neituðu.
Fannst henni eins og henni væri “svipt valdi” og lagði hún álög á hljómsveitina.
Í “Paranoid ;)” bað Ozzy pabba sinn um að búa til kross handa hverjum meðlimi í hljómsveitinni til verndar.
Bill Ward segir að hann sé sá eini sem er með upprunalega krossinn.
Krossin sem Ozzy er með núna er úr 14 karata gulli.

Árið 1977, gerðust örfáir hlutir sem létu Ozzy vera mjög niðurdregnann.
Ozzy varð veikur meðan Tony var að halda bandinu saman.
Líka, Ozzy var farinn að taka of mikið af eituflyfjum og var soldið ruglaður í hausnum til að bæta inn í sorg þessa þá dó faðir hans á þessu ári.
Þetta setti Ozzy inn í sorgarstöðu.
Til að minnka sársaukann aðeins þá fór hann frá Black Sabbath.
Hann kom svo aftur árið 1978 til að búa til nýja plötu.
En var hann síðan rekinn fyrir að vera of mikið í eiturlyfjum.

Í um það bil 6 mánuði lá Ozzy á hótelherbergi, drekkandi og nánast alltaf í vímu.
Ozzy var í mikilli sorg eftir að vera rekinn úr Black Sabbath.
Hann var alveg að missa sig þangað til einn daginn, Sharon Arden (dóttir umboðsmanns Ozzy, Don Arden) kom í hótelbergi Ozzy til að fá greidda skuld.
Sharon sá ástandið sem Ozzy var í og langaði henni að hjálpa honum til að komast í betra ástand.

Eftir að búa til hljómsveit sem kallaðist Blizzard of Ozz (hét upprunalega Law en var seinna breytt eftir að hljómsveitin var búin að spila fáein gig) fór Ozzy að leita af plötufyrirtækjum sem gætu gert með honum plötu.
Eftir fáeinar vikur vildu CBS gera samning við hann sem kostaðir 65.000 dollara.
Þeir vildu hafa ráðstefnu svo að Ozzy gæti hitt aðalmennina til að vinna með sér.
En CBS voru ekki áhugasamir í Ozzy því þeir vildu hafa betri tónlistarmenn undir þeirra merki.
En Sharon vildi að Ozzy myndi með “Big Bang” þegar hann mætti á lögpersónufundinn.
Hún fékk hugmyndina að hann myndi koma gangandi inn í herbergið og henda 3 dúfum upp í loftið.
Það var til að hafa svona friðarkveðju eða eikkvað í þá áttina en þessi kveðja var ekki mjög friðsöm þar sem Ozzy drakk einum of mikið áfengi þann dag.
Hann labbaði inn, sast í kjöltu litlar stelpu, henti tvem dúfum uppi loftið og beit hausinn af þeirri þriðju.
Allir urðu furðulostnir við þessu og heyrði fréttablöðin af þessu og auglýstu þeir að Ozzy insane og hann væri “madman”.
”The Humane Society of America” reyndi að banna allar framkomur Ozzy í Bandaríkjunum og var hann bannaður fyrir að fara inn í CBS bygginguna (þeir ákváðu samt sem áður að gera fyrstu plötu Blizzard of Ozz þrátt fyrir allt).

Árið 1980, fékk Ozzy nafn fyrir sig fyrir að njóta þess að henda dýrahjörtum, heilum þörmum og svo framvegis í áhorfendur.
Árið 1982 var Ozzy að halda tónleika í Des Moines, Iowa, þegar eitthver henti lifandi leðurblöku uppá svið, ljósið beinti á leðurblökuna og Ozzy hélt að hún væri úr plasti og beit hausinn af henni.
Leðurblakan byrjaði að blaka vængjunum og Ozzy fattaði þá að leðurblakan var alvöru leðurblaka

“Ozzy Osbourne: maðurinn sem beit meira en hann gat tyggt, hann sagði einu sinni “Það þurfti mikið af vatni bara til að koma helvítis hausnum niður, ég skal segja þér, helvítis hausinn er ennþá fastur í hálsinum á mér eftir öll þessi ár”
Ozzy var þá settur á spítalann til að koma í veg fyrir bannvænan veirusjúkdóm.
“People all over the world say, “You're the guy who kills creatures? You still do it? You do it every night?” “It happened fucking once, for Christ's sake!” sagði Ozzy.
Fyrir utan þessa atburði þá urðu fleiri eins og þegar Ozzy var drukkinn og skaut hvern einasta kött í húsinu (Thelma, fyrsta eiginkona hans fann hann liggjandi undir píanói í hvítum fötum með byssu og blóðugan hníf)

Árið 1982 gerðust fleiri atburðir í lífi Ozzy.
12. Febrúar, Ozzy var í San Antonio, Texas af eikkverri ástæðu klæddur eins og kona og takandi myndir.
Hann var fullur og vissi ekkert hvað hann var að gera.
Meðan filman framkallaðist, fannst hann að hann þurfti að draga úr sér.
Hann pissaði á vegg sem reyndist vera Alamo sjálfur.
Honum var hent í fangelsi og var bannaður að koma aftur í borgina þangað til árið 1992 (Ozzy var líka bannaður í öðrum borgum á þeim tíma meðal annars Philadelphia, Pennsylvania og Las Vegas).
4.júlí giftist Ozzy, Sharon á eyjunni Maui (þetta var í annað skipti sem hann giftist, hann var áður giftur konu sem hét Thelma en þau skyldu útaf eitulyfjaneyslu hans árið 1981).
Sharon varð seinna umboðsmaður hans.
Seinna gerðist eitt hræðlegt, Randy Rhoads gítarleikari og vinur Ozzy dó í flugslysi (Ozzy bjargaði líka heyrnalausum manni í brennandi húsinu sem flugvélin klessti á).
Platan Tribute (1987) var gerð til heiðurs Randy Rhoads.

Tónlist Ozzy Osbourne er jafn ágreiningamikil og fortíð Ozzy.
Milli 1985 og 1990 voru 3 pör (foreldrar, 2 frá Georgíu og 1 frá California) sem kærðu Ozzy fyrir að hafa “secret message” í laginu “Suicide Solution” (á plötunni Blizzard of Ozz) þar sem textinn segir unglingstrákum að fremja sjálsmorð.
Lagið var ekki um áfengi og ekki um sjálfsmorð en það innihélt texta eins og “Where to hide-suicide’s the only way out” (Hvar geturu falið þig – sjálsmorð er eina leiðin út).
Samt sem áður þá vann Ozzy málin og ætlaði Ozzy að koma fram í þætti “Miami Vice” en var það ekki gert.

Fáein plötu “cover” hjá Ozzy voru líka ágreiningamikil.
Platan Speak Of The Devil (1982) sýndi Ozzy með rifsber streymandi út úr munn Ozzy, var fyrst gefin út með límmiða fyrir munni Ozzy þar sem rifsberin virtust vera eins og blóð.
Ozzy sá að á plötunni var hann með límmiða fyrir munninn og afturkallaði hann hverja einustu plötu eins og breytti hann henni eins og hann vildi hafa hana.
Upprunalega coverið af plötunni “The Ultimate Sin”(1986) var bannað vegna þess að það var mynd af þrem róðukrossum (róðukross = kross með mynd af Jesús) í bakgrunni og stelpu sem var í engum buxum á sjálfu coverinu.
Svo var það coverið á plötunni “No Rest For The Wicked” (1988) það var bannað fyrir að Ozzy var með þyrnikórónu og svo voru litlar stelpur sem héldu allar á róðukrossum.

Talandi um tónlistarferil hans, Ozzy hefur unnið með mörgum tónlistarmönnum eins og Alice Cooper, Slash (Saul Hudson), Therapy? (það á að vera spurningarmerki í nafninu) og Miss Piggy, árið 1988 fór Ozzy að vinna með Lita Ford og kallaðist sá duet “Close my eyes Forever”, Ozzy og grúppa sem kallaðist Coal Chamber gerðu cover lag af laginu “Shock Monkey” með Peter Gabriel, Ozzy hefur líka verið á lagaupptökum úr myndum eins og Party With The Animals úr myndinni Buffy the Vampire Slayer, Walk on Water úr myndinni “Beavis And Butthead Do America og síðan Pictures of Matchstick Men úr myndinni “Howard Stern’s Private Parts”.
Samt sem áður hefur Ozzy aðeins haft eitt “number one single” sem var lagið Shot In The Dark (stelpan í myndbandinu var í alvörunni klappstýra hjá fótboltaliðinu Los Angeles Rams).

Það hefur verið eins Ozzy sagði einu sinni “little insanity” í lífi Ozzy.
Hann hefur margsinnis reynt að fremja sjálfsmorð og byrjaði á því 14 ára.
12. ágúst, 1989 spilaði Ozzy á friðarsamkomu í Rússlandi.
Þegar hann kom heima viku eftir sýninguna fann Ozzy kassa af Vodka flöskum sem einhver hafði gefið honum eftir sýninguna.
Ozzy drakk 4 flöskur og varð fullur.
Hann labbaði upp að Sharon og sagði við hana orðrétt “We decided that you have to go.”
Sharon panic-aði og hringdi á lögguna.
Ozzy var settur í fangaklefa og vaknaði þar, löggan sagði við hann “You were arrested for attempted murder of your wife”.
Ozzy svaraði “You gotta be kidding-I don’t remember a thing!”
Það var ákveðið hann fór í 3 mánaða eiturlyfjameðferð og hann mátti ekki koma nálægt fjölskyldu sinni.

“It’s ridiculous…I can’t keep doing this. I want to stop” sagði Ozzy við Sharon árið 1990 eftir að hann var búinn að túra of mikið af sínu lífi.
Ozzy vildi hætta.
Sharon sagði “Do you really wanna stop?”.
Ozzy svaraði “I go crazy. I've been doing this for so long…I've never been able to reap the benefits of my hard work. I want to retire.”
Svo Sharon yfirlýsti því að No More Tears túrinn væri hans síðasti.
Hann eyddi næstu fimm árum í túr og síðan árið 1994 þá hætti hann loksins.
Ozzy kom á mjög takmökuðum tíma heim þegar hann uppgötvaði að eitthvað var að og sagði hann einu sinni: At the end of the No More Tears tour, I got home and I was so bored! I’d get up, open the fridge, close it, sit down, get up, open it…Sharon said, ‘What’s going on?’ I said, ‘I’m bored, you drove me crazy about retirement! Sharon said “You can’t retire then unretire!”
Ozzy afsannaði það og byrjaði að gera plötu árið 1990 sem hét Ozzmosis.
Seinna bjó hann til tónlistarhátíð sem kallaðist Ozzfest.

Það urðu smá vandræði árið 1997 á Ozzfest.
Ozzy vildi fara að túra með sataníska rokkaranum Marilyn Manson sem var þekktur fyrir að gera skrítna hluti uppá sviði eins og að rífa Biblíuna uppi á sviði.
Giants Stadium í New Jersey reyndu að banna tónleikana útaf Manson en Ozzy fór fyrir rétt og vann málið og fékk að spila á Giants Stadium á Ozzfest.
17. júní í Columbus, Ohio, brjálaðist lýður því að Ozzy mætti ekki.
Hann var í vandræðum með hálsinn og gat ekki mætt.
Reiðir aðdáendur brutu glugga, rifu upp tré með rótum, kveiktu í skrítnum hlutum og fleygðu meira að segja bíl á hvolf.
Ozzy mætti síðan seinna þennann dag.
Eftir mörg ár fjarverandi, Ozzy og upprunalega meðlimir Black Sabbath komu saman til að gera þeirra fyrsta alvöru túr í mjög langan tíma.
Þeir gerðu líka tvöfalda live plötu sem hét Reunion.
Líka, Miðvikudaginn, 23 ferúar árið 2000 unnu Black Sabbath Grammy verðlaun fyrir lagið “Iron Man” fyrir “Best Metal Performance” (Ozzy vann líka á sólóferil sínum Grammy verðlaun fyrir “Best Metal Performance” fyrir lagið “I Don’t wanna change the world”.

Ozzy hefur lifað mjög skrýtnu lífi (langaði ekki að segja írafár) og var hann einu sinni spurður : Eftir alla hlutina sem þú hefur gert hvað hefur þú að segja?
Og svaraði hann þá :
“I have a saying. “Never judge a book by its cover”. I say that because I don't even know who Ozzy is. I wake up a new person every day. But if you've got a fantasy of Ozzy, who am I to say? I mean, if you think I sleep upside-down in the rafters and fly around at night and bite people's throats out, then that's your thing. But I can tell you now, all I ever wanted was for people to come to my concerts and have a good time. I don't want anyone to harm themselves in any way, shape or form-and my intentions are good whether people want to believe it or not. I'm not going to suddenly become a Jesus freak or anything. But I do have my beliefs and my beliefs are certainly not satanic".

Eftir þetta var hann síðan spurður :
Ef þú mættir fara til baka, hverju myndiru breyta?

Og svaraði hann þá
“I wouldn't change a thing because it's all exiting stuff. If that's the way I gotta make my name, so be it. I'm not ashamed of one thing I've done ‘cause I’ve kept rock and roll alive and I'm proud of that.”


Pazzini