Það virðist eins og eitthvað Opeth æði sé að grípa um sig hérna á huga. Það fer að styttast í það að fólk fari að kalla þá sell-out markaðshórur..þetta er allavegna einhver gagnrýni sem ég skrifaði fyrir nokkrum mánuðum, en nennti aldrei að senda hingað inn af einhverjum ástæðum. Eftir að ég las Opeth greinina hér um daginn að þá fattaði ég að ég hafði sjálfur gert eitt stykki Opeth grein, þannig að ég ákvað að klára hana alemnnilega og henda henni hingað inn, enjoy!

Opeth er sænsk metal hljómsveit og þeir spila svo kallaðan progressive metal. Það koma kaflar þar sem þetta hljómar eins og death metal, og svo rólegir og fallegir kassagítarkaflar með clean söng…og það er aðeins einn söngvari..

Opeth er á þessum disk skipuð þeim:
Mikael Akerfeldt-gítar og söngur
Johan De Farfalla-bassi, bakraddir
Anders Nordin-trommur og píanó
Peter Lindgren-gítar

Það má í rauninni líkja Opeth við gömlu tónskáldin, Bach, Mozart og fleiri, þeir gerðu allt til þess að reyna að gera tónlistina fullkomna og tjáningamikla, og Opeth gera það líka. Það má líka segja að Opeth sé Pink Floyd metalsins.


1. In Mist She Was Standing: Ég setti diskinn í spilarann, og þegar þetta lag byrjaði að þá var það eina sem kom upp í hugann minn var “Vá hvað þetta er flott lag, þetta er besta lag sem ég hef heyrt!”. Þessi lýsing passar ágætlega við þetta lag. Þetta er stórkostlegt lag, mér finnst þetta vera eitt af bestu lögum sem ég hef heyrt. Ég ætla ekki að fara að greina hvern kafla í laginu, lagið er 14:09 min takk fyrir, því það er nokkuð kaflaskipt. Það er allt fullkomið við þetta lag, og svo kemur lokakaflinn sem er mjög melódískur og fallegur, maður fær gæsahúð við að heyra það, sá kafli hreinlega fullkomnar lagið. Gef laginu 10/10, stórkostleg byrjun á disknum.

2. Under The Weeping Moon: Þetta lag byrjar bara mjög vel. Mike er með einhverja bestu rödd sem ég hef heyrt, og í þessu lagi verður engin breyting á. Eftir um 2 min róast lagið niður og verður lagið hægara, svo kemur flott kassagítarplokk með rafmagnsgítarhljóðum í bakgrunni og trommurnar ‘hverfa’, flottur kafli. Trommurnar byrja svo hægt og rólega að koma inn í lagið, bassinn líka, spennan magnast og bíður maður eftir að krafturinn verði settur á fullt, en þá gerist svolítið skrítið, allt í einu koma trommurnar inn í á fullu, og bassinn og gítarinn með. Þá er krafturinn aftur kominn á fullt. Svo hverfur krafturinn aftur og þá kemur aftur flott kassagítarplokk, samt ekki það sama og áður, stórkostlegur söngur Mike kemur svo inn en þá syngur hann clean, ótrúlega fallegt að heyra þetta, fær mann nánast til að gráta af gleði þetta er það flott. Krafturinn kemur aftur, melódískur og dramatískur kafli, hreint ótrulegt hvað þessir menn semja falleg lög, en samt kraftmikil. Lagið klárast með þessum dramatíska kafla og verð ég að segja að þetta sé stórkostlegur lokakafli. Mjög gott lag, vægast sagt, gef laginu 9/10, orð fá því ekki lýst hvað lokakaflinn er flottur!

3. Silhouette: Þetta lag er stutt. Byrjar á hægu píanó spili, en það er Anders Nordin (trommur) sem spilar á píanóið. Þetta lag er bara mjög flott píanóspil, hratt og töff, verður dimmara eftir því sem líður á lagið. Flott píanó lag svo ekki sé meira sagt, ekkert nema píanó í þessu lagi. 7,5/10.

4. Forest Of October: Lagið byrjar ágætlega. Flottur gítar í byrjun, en hann feidar svo út, þá koma trommurnar inn af krafti og Mike kemur þá með öflugt öskur. Gott intró í lagið. Kemur þá kraftmikill kafli og lagið byrjar almennilega. Flott kassagítarplokk koma oft inn í milli í þessu lagi og með clean söng Mike's, og svo er krafturinn settur aftur á fullt, þetta gerist frekar oft í þessu lagi. Það er einn hraður kafli sem kemur þegar ca 5 og hálf mínúta er búin af laginu, og sólóið í því minnir mann á Judas Priest sóló. Þetta er mjög flott sóló, en þegar það er búið róast þetta enn og aftur niður, og kemur þá rólegur kafli…aftur! Þetta lag er stútfullt af rólegu og frábæru kassagítarplokki, og hröðum og töff pörtum þar sem bassatrommurnar eru áberandi. Frekar mörg sóló í þessu lagi, hvert annað betra og eru melodíurnar hrein snilld í þessu lagi. Fallegt kassagítarplokk endar svo lagið. Frábært lag í alla staði. Ekki hægt að setja út á neitt í laginu þannig séð, en fær samt ‘bara’ 9 af 10 í einkunn.

5. The Twilight Is My Robe: Þetta lag er ótrúlega flott (suprise suprise…). Fyrri helmingurinn af laginu er að mestu, ef undan er skilin byrjunin, bara rólegur og melódískur, með frábærum clean söng. Svo kemur töff bassalína, og þá verður krafturinn meiri, en varir þó ekki nema í svona 1-2 mín. Aftur kemur rólegur kafli, en þá loksins verður krafturinn almennilegur og kemur þá growlið í Mike, þessi maður er ótrúlegur söngvari, sama hvað hann syngur, allt er það ótrúlega flott! Lagið endar svo á melódísku gítarsólói. Þetta er frábært lag. Það er alltof erfitt að reyna að útskýra hvað þetta er fallegt lag, þið verðið bara að hlusta á það sjálf. Ég nenni ekki að gefa einkunnir lengur, því ef ég mætti ráða að þá myndi ég gefa öllum lögunum 10…en þar sem það er erfitt að taka mark á þannig einkunnagjöf að þá ætla ég bara að sleppa því að gefa einkunn á lögunum hér með..

6. Requim: Þetta lag er bara flott acaustic instrumental lag. Voða lítið sem ég get sagt meira um þetta lag, en flott engu að síður.

7. The Apostle In Triumph: Byrjunin á þessu lagi er eins og nokkurs konar óbeint framhald úr síðasta lagi, kassagítarriff með svona bongotrommum undir. Þetta stoppar svo að lokum, og í staðin fyrir bongotrommurnar eru bara venjulegar trommur undir. Þetta endar svo allt að lokum og hraði kaflinn byrjar. Nokkuð venjulega góður kafli, en svo stoppar þetta og eitthvað skrítið gerist.. Mér heyrist þetta vera einhvers konar hljómborð sem kemur inn í, en ég er þó engin hljóðfæraexpert, þetta er frekar töff hljóð samt. Þetta lag er fullt af mjög flottu kassagítarplokki, heavy og töff riffum, flottum trommum og góðum bassa, svo ekki sé minnst á frábæran söng. Það er stútfullt af þessu í þessu lagi, og þetta er bara enn eitt gullið af þessari plötu.

8. Into The Frost Of Winter (bónus lag): Það er frekar leiðinlegt að hlusta á þetta lag þar sem þetta eru frekar slöpp gæði á þessu. Þetta er tekið upp á æfingu hjá þeim árið 1992. Hlutar af þessu lagi enduðu síðan í Advent laginu sem er á Morningrise plötunni. Svo sem ágætis lag, en ekki nærri því eins gott og hin lögin á plötunni. Þetta lag er bara death metal, engir rólegir kaflar sem koma inn eins og í hinum lögunum. Þetta væri eflaust betra lag ef maður myndi heyra alvöru stúdíó upptöku af þessu lagi.

Þetta er einn besti diskur sem ég hef á ævi minni hlustað á. Ekki eitt lélegt lag, ef undan er skilið bonus lagið. Ég fýla Opeth í botn, það sést kannski gagnrýninni sjálfri að ég er mikill Opeth maður. Ef þú fýlar Opeth, að þá er þetta skyldueign, ef þú hefur aldrei heyrt í þeim, að þá er alls ekki slæmt að byrja á þessum disk. Þangað til fyrir stuttu hélt ég að það væri ekki hægt að fýla ekki Opeth, en svo sá ég einhverja sem fannst Opeth leiðinlegir…þeir sem fýla ekki Opeth ættu eiginlega bara að láta þennan disk vera, en hinir verða að eignast hann, enda ekkert nema klassískur metal diskur!

Well, þakka fyrir lesninguna!
Undirskriftin mín