ég er hér til að kynna bandið Evergrey. Frábært band frá Svíþjóð sem spilar einhvers konar dark progressive metal. Meðlimirnir eru Tom S. Englund - söngur/gítar (alger snillingur), Henrik Danhage - gítar (hann er nú líka frábær!), Jonas Ekdahl - trommur (næst uppáhalds trommarinn minn), Rikard Zander - hljómborð og svo hann Mikael Håkanson - bassi. Því miður eru þeir ekkert svaka þekktir hér á landi en samt er alveg slatti sem hlustar á þá. Þeir komu nú hingað til landsins árið 2003 og var það snillingurinn Thorsteinn K sem var svo sniðugur að fá þá hingað, og er mér sagt að þeir tónleikar hafi verið frábærir (þekkti sjálfur bandið ekki þá). En samt hef ég horft tvisvar á A Night To Remember sem er Live DVD með þeim í Stora Teatern(sem er sænska yfir grand theater) í Gautaborg 9. október 2004, fyrstu tónleikar sem þeir hafa tekið upp og var mikið lagt til þeirra tónleika. Tónleikar þeir (Gautaborg) voru eitthvað um 2 tíma sem sjálfum Englund finnst of mikið fyrir venjulega metal tónleika, en þessir voru sérstakir þannig það er í lagi. Þeir byrja frábærlega og enda frábærlega! Í lagi sem heitir víst For Every Tear That Falls tekur hann Englund dúett með konunni sinni, Carina Englund, sem annars syngur bakraddir ásamt annari konu sem ég veit ekki hvað heitir og karli sem ég man ekki hvað heitir. When The Walls Go Down er annað frábært instrúmentískt lag og er meira að segja strengjakvartett úr sweedens national orchestra (man ekki hvað það heitir á sænsku). En nú held ég að sé kominn tími á að segja frá meiru en DVD-inu. Mæli samt eindregið með að þið tékkið á því!!

Bandið gaf út sína fyrstu plötu árið 1998, og var það platan The Dark Discovery. Fín plata með lögum eins og Blackened Dawn (á tónleikunum, gautaborg) en samt ekki neitt bestu upptökur ever. Síðan strax árið á eftir koma þeir með eldhressa plötu, Solitude - Dominance - Tragedy, lög eins og Solitude Within, sem er hægt að nálgast á http://www.evergrey.net/downloads/Evergrey_01_Solitude_Within.zip.
og Nosferatu sem hægt er að nálgast á http://www.evergrey.net/downloads/Evergrey_02_Nosferatu.zip. (bæði á gautaborgar tónleikunum).
Síðan kemur platan In Search Of Truth sem er FRÁBÆR plata!…lög eins og The Masterplan, http://www.evergrey.net/downloads/Evergrey_01_The_Masterplan.zip
og Rulers Of The Mind, klippa, http://www.evergrey.net/downloads/Evergrey_02_Rulers_of_the_Mind.zip
síðan 3 árum síðar kemur platan Recreation Day, http://www.evergrey.net/downloads/Evergrey_04_Recreation_Day.zip titillag plötunnar.
og í fyrra kom seinasta plata hljómsveitarinnar hingað til, sú fimmta í röðinni, The Inner Circle, þar sem dúett Englund hjónanna er. Og lagið A Touch Of Blessing, http://www.evergrey.net/downloads/Evergrey_01_A_Touch_of_Blessing.zip og More Than Ever, http://www.evergrey.net/downloads/Evergrey_06_More_Than_Ever.zip…persónulega finnst mér allar þeirra plötur frábærar og get ekki hætt að hlusta! Ég mæli eindregið með að þið tékkið á þessari frábæru hljómsveit og mætið á tónleika þeirra ef Thorsteini tekst aftur að fá þá, hann hefur sagst ætla að reyna. Sjálfur mætti ég ekki á tónleikana þeirra hér 2003 en er sagt að þeir hafi verið geðveikir (voru á Gauknum). En bara kynnið ykkur!…og njótið vel!!