Afmæli í Helvíti - CD Núna í vikunni er von á nýjum disk, sem inniheldur tónleikaupptökur með I adapt, Sólstöfum, Potentiam, Mictian, Forgarði Helvítis, og Mínus. Diskurinn var tekinn upp á afmælistónleikum Forgarðs Helvítis 9. mars 2001 sem haldnir voru á kakóbarnum geysi. Það sérstaka við þennan disk er hugsunarhátturinn á bak við útgáfu hans (D.I.Y.). Diskurinn sjálfur verður gefinn út í 200 eintökum og kostar hann aðeins 500 kr!!!!

Diskurinn verður á harðkjarna vefnum, á tónleikum, Japis og að sjálfsögðu verður hægt að fá hann hjá Grýttri jörð.